Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2019, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 07.03.2019, Qupperneq 46
Okkur þótti hugmyndin skemmtileg og tilvalið að sýna myndirnar á alþjóðlegum baráttu- degi kvenna þann 8. mars. Við völdum að leggja áherslu á klifur enda er það okkar sérhæfing. Jónas G. Sigurðsson, formaður ÍSALP. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Þetta er í fyrsta sinn sem kvik-myndahátíðin No Man’s Land er haldin hér á landi en hún er upprunnin í Banda- ríkjunum og hefur verið haldin víða þar í landi og Kanada síðustu ár,“ segir Jónas G. Sigurðsson, for- maður ÍSALP. Félagið fékk skila- boð fyrir nokkrum mánuðum frá forsvarskonum hátíðarinnar sem buðu því að taka þátt. „Okkur þótti hugmyndin skemmtileg og tilvalið að sýna myndirnar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars.“ Myndirnar á hátíðinni eru allt stuttmyndir, fimm til tíu mínútna langar, og fjalla um konur í útivist. „Hægt var að velja mismunandi prógrömm en við völdum að leggja áherslu á klifur enda er það okkar sérhæfing,“ segir Jónas en hátíðin fer fram í Háskólabíói og er jafn löng og ein bíósýning. Umfjöllunarefni myndanna eru fjölbreytt, klettaklifur, ísklifur og fjallamennska. Allar myndirnar eiga það hins vegar sameiginlegt að þær fjalla um konur og margar þeirra eru líka framleiddar af konum. Jónas nefnir nokkrar myndir sem þykja sérstaklega eftirtektar- verðar. „Ein athyglisverðasta myndin Konur sem klifra Íslenski Alpaklúbburinn, ÍSALP, stendur fyrir kvikmyndahátíðinni No Man’s Land í Háskólabíói á al- þjóðadegi kvenna 8. mars. Myndirnar á hátíðinni fjalla allar um konur sem stunda fjallamennsku. Úr myndinni Superior Ice. Hér sést klettaklifurkonan Sasha DiGiulian í bröttu ísklifri. Myndin fjallar um Söshu og hina einstöku Angelu VanWiemeersch. Dawa Yangzum er fyrsta nepalska konan sem klárar hæsta stig fjallaleiðsagnar IFMGA. á hátíðinni fjallar um Döwu Yangzum sem er Sherpakona af fátækum ættum og ólst upp í þorpi í Himalajafjöllum án rafmagns og rennandi vatns. Sherpakonur eru ekki hvattar til að klífa fjöll en Dawa vissi í hjarta sínu að hún myndi einn daginn standa á toppi Everest. Tuttugu og eins árs náði hún því markmiði og tókst þá á við nýja áskorun, að verða fyrsta nepalska konan til að klára hæsta stig fjallaleið- sagnar IFMGA. Meira en fimm ár tekur að klára réttindin og kostnaðurinn er mjög hár, eða um 3,5 milljónir króna. Það var því mikið afrek fyrir Döwu að ná þessum áfanga en aðeins 1,5% af 6.937 IFMGA-leiðsögumönnum heimsins eru kvenmenn.“ Myndin Superior Ice fjallar um ísklifurkonuna Angelu Van- Wiemeersch sem þykir ein sú besta í heimi. Hún leggur í ferða- lag að Superior-vatni á landamær- um Kanada og Bandaríkjanna og fær til liðs við sig klettaklifur- stórstjörnuna Söshu DiGiulian og saman klifra þær brattan ís. Golden Gate fylgir eftir kletta- klifurkonunni Emily Harrington sem klifrar Golden Gate-leiðina upp El Capitan í Yosemite-þjóð- garðinum. Slaydies fjallar um ferðalag Margo Hayes, Emily Harrington og Paige Claassen til Mallorca haustið 2017. Þar áttu þær góðar stundir saman milli þess sem þær stunduðu svokallað deep water solo klifur en það einkennist af því að eina öryggi klifraranna er djúpur sjórinn við rætur kletta- veggjanna. Miðasala á hátíðina fer fram á tix.is. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna netverslun www.belladonna.is Nýjar vörur streyma inn 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 F -D 8 D 8 2 2 7 F -D 7 9 C 2 2 7 F -D 6 6 0 2 2 7 F -D 5 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.