Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2019, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 07.03.2019, Qupperneq 54
Það er svo skrítið með erfiðleika að þeir opna gjarnan augu okkar fyrir tækifærum sem við sæjum annars ekki. Nú standa yfir harðvítug átök á vinnumarkaði. Verkalýðsfélögin krefjast mikillar hækkunar launa á sama tíma og það kreppir að þeim atvinnuvegum sem bera uppi efnahagslíf þjóðarinnar. Launþegar í lægri kantinum segjast ekki geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum og fyrirtækin halda því fram að þau myndu enda í þroti ef launakostnaður ykist. Í þessu til- felli er ekki loku fyrir það skotið að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér. Það er því ekki líklegt að aðilar vinnumark- aðarins geti komist að samkomu- lagi án þess að eitthvað mikilvægt í íslensku samfélagi liggi í valnum. Það er yfirleitt litið svo á að það sé óæskilegt að ríkisstjórnir skipti sér beint af deilum á vinnumarkaði en akkúrat núna er það ekki bara rétt- lætanlegt heldur skynsamlegt. Það sem meira er, það býður upp á tæki- færi fyrir ríkisstjórnina til þess að sýna töluverða stjórnkænsku við að verja hagsmuni beggja aðila. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að verkefnið er ekki bara að verja efnahagslega heldur líka aðra hags- muni aðila vinnumarkaðarins eins og tilfinningar þeirra og sjálfsmynd. Eftirfarandi framlag ríkisins gæti gjörbreytt ástandinu: 1. Ríkisstjórnin hafi milligöngu um að leikskólar yrðu ókeypis. Það myndi létta byrðina svo um mun- aði hjá ungu fólki. Það er skringi- legt að það skuli vera skólagjöld á því eina stigi skólakerfisins þar sem börn þeirra sem minnst eiga eru í meirihluta. 2. Hætt yrði að innheimta greiðslu af þeim sem leita til heilbrigðis- kerfisins, það yrði fjármagnað alfarið af skattfé. Þegar það er skattlagt til þess að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu er ekki verið að taka fé úr umferð sem gæti búið til meira verðmæti annars staðar sem er algeng röksemd fyrir því að lækka skatta, vegna þess að heilbrigðisþjónustan er ekki munaður heldur nauðsyn og það er borgað fyrir hana hvort sem er. Það má leiða að því rök að um væri að ræða greiðsludreif- ingu sem lenti að vísu þyngra á þeim ríku en þeim fátæku, sem er kostur í stöðunni. 3. Auka stuðning við grunnskólana vegna þess að þeir eru sá staður þar sem hægt er vinna að því að börn í erfiðum aðstæðum fái tækifæri til jafns við önnur börn. 4. Ríkisstjórnin sjái til þess að verð á rafmagni og hita haldist innan ákveðinna marka. Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, skilaði betri afkomu á síðasta ári en nokkru sinni fyrr en gaf samt út yfirlýs- ingu um að hún ætlaði að hækka gjaldskrá sína töluvert. Meira að segja í Bandaríkjunum, heima- landi hins óhefta kapítalisma, er fyrirtækjum sem selja rafmagn og hita (utilities) sniðinn þröngur stakkur við verðlagningu. 5. Ríkisstjórnin sjái til þess að laun forstjóra ríkisfyrirtækja og stofn- ana og annarra á vegum hins opinbera yrðu færð til samræmis við það sem fólkinu í landinu finnst eðlilegt. 6. Fjármagnstekjuskattur verði hækkaður í 38%. 7. Ríkið leggi af mörkum til þess að koma á fót eðlilegum leigu- markaði. Það væri í hæsta máta óvana- legt að ríkisstjórnin byði upp á þessa sjö liða kjarabót sem fram- lag til sátta á vinnumarkaði og það myndi kosta sitt. Það er hins vegar líklegt að sá kostnaður myndi blikna við hliðina á því tekjutapi íslensks samfélags sem hlytist af löngum verkföllum. Það er einfald- lega verkefni ríkisstjórnarinnar að leysa þann vanda á vinnumarkaði sem blasir við okkur í dag, og er það klárlega mikilvægasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Ef hún treystir sér ekki til þess að bretta upp ermar og hoppa ofan í skurðinn er eins gott fyrir ráðherra hennar að fara að leita sér að vinnu annars staðar. Ef ríkisstjórnin leggur af mörkum á þann máta sem er rakið hér að ofan og verka- lýðsforystan neitar að meta það að verðleikum yrðum við að komast að þeirri niðurstöðu að henni þyki vænna um átökin en umbjóðendur sína. Að stjórna Opið bréf til Katrínar og Bjarna Kári Stefánsson forstjóri DeCode Þegar Besti flokkurinn og Sam-fylkingin tóku við stjórn borg-arinnar árið 2010 var hún á allt öðrum og verri stað en í dag. Orku- veitan stóð sérstaklega tæpt en 50 milljarða vantaði til að fyrirtækið kæmist fyrirsjáanlega í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgar- sjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjár- hagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing. Best þekkti hluti þess var Planið, björgunaráætlun Orku- veitunnar, en sömu traustatökum þurfti að beita í rekstri borgarinnar og voru þær aðgerðir fæstar til vin- sælda fallnar. Á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfest- ingu og ferðaþjónustu því atvinnu- leysi var í methæðum og greiningar sýndu að reikningurinn myndi lenda af miklum þunga á borgarsjóði þegar réttur til atvinnuleysisbóta rynni út og langtímaatvinnulausir yrðu upp á fjárhagsaðstoð sveitar- félagsins komnir. Fjármálin Í níu mánaða uppgjöri borgarinnar fyrir 2018 sem var lagt fram í vetur varð ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgar- innar. Undanfarin ár hefur afgangur borgarsjóðs verið 2,6 milljarðar árið 2016 og tæpir fimm milljarðar árið 2017 samkvæmt ársreikningum. Afgangur samstæðunnar þar sem öll fyrirtæki í eigu borgarinnar eru meðtalin, hefur verið 26 milljarðar árið 2016 og 28 milljarðar árið 2017. Á sama tíma hefur stórauknu fé verið varið í skólamál og velferðarmál því forgangsröðunin hefur verið sú að þessir málaflokkar eru í fyrsta for- gangi eftir að viðsnúningur varð í rekstri borgarinnar. Eru þá ótalin framlög til húsnæðismála. Íbúar og atvinnumál Á árunum eftir hrun stóð íbúa- fjöldi borgarinnar í stað og raunar fækkaði örlítið milli áranna 2010 og 2011. Síðustu tvö ár hefur hins vegar fjölgað um 2.800 manns hvort ár, sem er með því allra mesta í sögunni og jafngildir um 2,2% íbúafjölgun. Meðaltalið frá 1960 hefur verið um 0,9% í Reykjavík. Íbúaþróunin eftir hrun tengdist auðvitað atvinnustig- inu en atvinnuleysi var í hámarki. Fimmtán þúsund störf töpuðust á höfuðborgarsvæðinu á árunum eftir hrun. Þegar verst lét voru 105.000 starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Í lok síðasta árs voru starfandi á höfuðborgarsvæðinu 131.100. skv. tölum Hagstofunnar. Það þýðir að alls hafa 26 þúsund störf orðið til á síðustu sex árum, langmest í Reykja- vík og hefur ferðaþjónustan og nú síðast byggingariðnaður verið þar leiðandi. Húsnæðismálin Byggingariðnaðurinn hrundi með bönkunum og íbúðauppbygging stöðvaðist nánast alfarið. Þann- ig fóru aðeins 10 íbúðir í byggingu árið 2010. Þegar borgin setti fram þá skoðun árin 2011 og 2012 að fyrir- sjáanlegur væri skortur á litlum og meðalstórum íbúðum var því tekið fálega. Vísað var til þess að mikið væri af tómum íbúðum af öllum stærðum og gerðum á höfuðborgar- svæðinu. Þótt botnfrosið væri á byggingarmarkaði nýtti borgin tímann til að vinna að endurskipu- lagi ótal svæða og reita og hvatti þróunaraðila og fjármálastofnanir til að fara af stað með sín verkefni. Það gekk of hægt framan af en árin 2015-2017 var kominn mikill skriður á húsnæðisuppbyggingu. Yfir 900 íbúðir fóru í byggingu á hverju þess- ara þriggja ára. Meðaltal frá 1970 hefur verið um 660 íbúðir á ári. Árið 2018 sló svo öll fyrri met. Samþykkt áform um íbúðabyggingar hjá bygg- ingarfulltrúa voru 1.881 íbúð, þar af var hafin smíði á 1.417 íbúðum. Félagslegt húsnæði Stærsta verkefni undanfarinna ára í borginni hafa verið húsnæðismálin. Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga er í farsælu samstarfi við traust og framsýn húsnæðisfélög um upp- byggingu á þriðja þúsund íbúða sem dreifast um alla borg. Uppbygging þessara félaga miðar að þörfum fólks sem hefur átt misauðvelt með að finna skjól á erfiðum húsnæðis- markaði. Hluti af þessari uppbygg- ingu eru búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Reykjavíkurborg hefur varið milljörðum til þessara félagslegu hús- næðisverkefna á hverju ári undan- farin ár og er sannarlega ekki hætt. Í fimm ára áætlun borgarinnar er sam- þykkt að verja 69 milljörðum króna til húsnæðismála til ársins 2022. Borg í blóma Það eru mörg og mikilvæg verkefni sem kalla á athygli, umbætur og upp- byggingu í borginni og samfélaginu. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að koma að stjórn borgarinnar á þessu magnaða tímabili í sögu henn- ar. Uppbygging félagslegs húsnæðis, framþróun í skóla- og velferðarmál- um og blómleg þróun borgarinnar í þágu heilnæms og fallegs umhverfis, menningar, lista og aukinna lífsgæða borgarbúa gera borgarstjórastarfið einstakt. Þegar horft er á jákvæða og hraða framþróun síðustu ára finnst mér að mörgu leyti merkilegt hvað upphafsnótan í umræðu er neikvæð, eins og allt sé á heljarþröm og hafi færst til verri vegar á undanförnum árum. Því er þveröfugt farið. Reykja- vík sækir fram á flestum sviðum á hverju ári og raunar hverjum degi. Traustur rekstur og stefnufesta er undirstaða þess. Þannig er það og þannig á það að vera í blómlegri borg. Nýjustu tölur úr Reykjavík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Nýlega birtist grein í Frétta-blaðinu með yfirskriftinni „Er umræða um klukku- stillingu á villigötum?“ eftir Gunn- laug Björnsson. Með hliðsjón af innihaldi greinarinnar er svarið já! Stjarneðlisfræðingurinn beitir m.a. fyrir sig ónefndum læknum til að líkja lífeðlis- og svefnfræð- ingum, vísindamönnum sem tala fyrir leiðréttingu, við snákaolíu- sölumenn. Langt er til seilst, þegar rökin þrjóta! Þó hittir greinarhöfundur sann- arlega naglann á höfuðið þegar hann segir: „Við Íslendingar erum annálaðir svefnóreglumenn, droll- um langt fram á kvöld, höngum í skjátækjum og förum seint að sofa. Fyrir bragðið erum við oft þurr á manninn, jafnvel viðskotaill.“ Og áfram: „Maður finnur það á sjálfum sér ef svefninn verður ekki nægur eða óregla kemst á hann …“! Íslendingar fara seint að sofa, seinna en ýmsar þjóðir sem við berum okkur saman við. Íslenskir unglingar höfðu t.a.m. algera sér- stöðu í samanburði við unglinga 12 annarra þjóða víða um heim, fóru langtum seinna að sofa en jafnaldrar þeirra á virkum dögum og enn seinna um helgar – og hátta- tími þeirra var skilgreindur sem ófullnægjandi1). Nýlegar íslenskar rannsóknir benda og til þess að ungmenni hér á landi fái hættulega lítinn svefn (<6 klst.). Röng staðar- klukka sem Íslendingar búa við, sem óhjákvæmilega veldur seinkun sólarupprásar, er mögulegur skýr- ingarþáttur. Dagsbirtan er nefnilega mikilvægasta merkið úr umhverf- inu, sem dægurklukka innra með okkur (líkamsklukkan) notar til að ganga í takt við sólarhringinn. Dægurklukkan ákvarðar m.a. þann tíma þegar bestu aðstæður eru í líkamanum til að sofa. Stjarneðlisfræðingurinn full- yrðir margt í greininni sem ekki á við rök að styðjast. Það er t.a.m. fráleitt að veiting Nóbelsverð- launanna 2017 hafi verið spyrt við umræðuna um vitlausa klukku að undirlagi talsmanna leiðréttingar hennar. Verðlaunin vöktu hins vegar almenna athygli og í kjölfarið urðu upplýsingar um dægurklukk- una aðgengilegri. Þekkingu á henni hefur f leygt fram og nú vita menn t.d. að seinkuð dagsbirta, eins og gerist við of f ljóta klukku, seinkar dægurklukkunni. Stjarneðlisfræðingurinn kvartar yfir því að honum hafi ekki tekist að finna niðurstöður rannsókna á áhrifum klukkustillingar á líkam- lega og andlega heilsu. Geti Gunn- laugur ekki notað leitarvélar ver- aldarvefsins í slíkt verk ætti að vera auðvelt að benda honum á efnið, sé áhugi fyrir hendi. Loks dregur stjarneðlisfræðing- urinn trompið fram úr erminni, fyr- irhugaðar klukkubreytingar innan Evrópubandalagsins og að heyrst hafi að löndin muni f lest festa klukkuna á sumartíma. Það má vera fótur fyrir þessu, þó enn hafi engin ákvörðun verið tekin. Áróður fyrir mikilvægi síðdegisbirtunnar á líðan fólks nær auðveldlega til almenn- ings, þegar í hillingum er sól og hiti við allsnægtir grillborðsins og golfvöllur í túnfætinum. En strax sl. haust gáfu þrjú alþjóðleg fræðafélög um svefn og dægursveiflur út sam- eiginlega yfirlýsingu, þar sem því er fagnað að stöðva skuli klukku- breytingar tvisvar á ári en jafnframt sterklega varað við því að festa klukkuna á sumartíma2). Þar er lögð áhersla á, að vísindalegar sannanir bendi til þess að réttur staðartími (vetrartími) sé betri kostur fyrir lýð- heilsu en flýtt klukka (sumartími). Ennfremur segir þar, að svokölluð klukkuþreyta (e. social jetlag), sem fylgir seinkaðri dægurklukku, sé að jafnaði minni hjá þeim sem búa við réttan staðartíma og líkamleg og andleg heilsa betri samanborið við þá sem búa við flýtta klukku. Það er raunar merkilegt hvað ýmsum raunvísindamönnum er í mun að halda í vitlausa staðar- klukku. Það voru einmitt stjörnu- fræðingur og eðlisfræðingur sem einir vísindamanna höfðu aðkomu að lögleiðingu sumartíma allt árið á Íslandi (1968) – enginn lífvísinda- maður. Á þeim fimm áratugum sem liðnir eru hefur þekkingu á áhrifum ljóss á dægurklukku f leygt hratt fram. Mín skoðun er sú að stjörnu- fræðingar ættu að eftirláta sér- fræðingum á sviði dægurklukku og svefns að skýra áhrif vitlausrar klukku á svefn mannsins. Þetta eru nefnilega engin geimvísindi! 1) Gradisar et al.: Recent worldwide sleep patterns and problems during adolescence: A review and meta- analysis of age, region and sleep. Sleep Medicine (2011). 2) European Biological Rhythms Society (EBRS), European Sleep Research Society (ESRS), Society for Research on Biological Rhythms (SRBR) https://www.ebrs-online. org/news/item/dst-statement-ebrs- endorsed. Stjörnufræði og snákaolía: nokkur orð um rétta klukku! Björg Þorleifsdóttir lífeðlis­ fræðingur 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 F -8 9 D 8 2 2 7 F -8 8 9 C 2 2 7 F -8 7 6 0 2 2 7 F -8 6 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.