Fréttablaðið - 09.03.2019, Page 2

Fréttablaðið - 09.03.2019, Page 2
Venjið ykkur við verkföll Sjö hundruð hótelstarfsmenn lögðu niður störf í gær og héldu út á götur í kröfugöngu í Reykjavík. Lauslega þýtt segir á þessum athyglisverða borða: Við erum hér, við erum í verkfalli. Sættið ykkur við það. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur greinst með brjóstakrabbamein og víkur af þingi til að takast á við veikindin. „Það er þess eðlis að ég þarf að fara í harða meðferð gegn því.“ Hún segist hafa fengið stórt verk- efni til að takast á við í lífinu og ætlar að einhenda sér í verkið af öllum þunga. „Ég hef aldrei farið í baráttu til að tapa og hyggst ekki byrja á því núna. Bjartsýn, einbeitt, ákveðin og umvafin mínu fólki ætla ég að takast á við verkefnið.“ Þórunn er formaður þingflokks Framsóknar. Hún hefur setið á þingi frá árinu 2013. Willum Þór Þórsson verður formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins. – bg Þórunn víkur af þingi vegna krabbameins Þórunn Egils- dóttir alþingis- maður. 595 1000 Jóga í Andalúsíu með Auði Bjarnadóttur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra Verð frá kr. 185.995 9. júní í 7 nætur Fleiri myndir frá verkfallinu er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS HEILBRIGÐISMÁL Reglulega er Hall- dóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetn- ingum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið stað- fest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibanda- vinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólu- setja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólu- setningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðal- lega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðu- efni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skugg- ann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“ joli@frettabladid.is Andvíg þvingunum en ekki bólusetningum Ein af fyrstu ræðum Halldóru Mogensen á þingi fjallaði um bólusetningar og hafa margir staðið í þeirri trú að hún sé þeim andvíg. Hún segir það ekki rétt. Var að verja rétt fólks til að tjá sig. Er á móti því að skylda fólk í bólusetningu. Halldóra hefur verið þráspurð um skoðanir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðar- nefndar 3-2 °C 31 °C 100 °C 3-5 °C 91 °C Austlæg eða breytileg átt, víða 5-13 m/s. Víða él, einkum við ströndina, en þurrt um landið norðvestanvert. Dregur úr frosti. SJÁ SÍÐU 46 VIÐSKIPTI Svafa Grönfeldt, stjórnar- formaður MIT DesignX, viðskipta- hraðals MIT-háskólans í Boston, var kjörin ný í stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins sem fór fram síðdegis í gær. Svafa, sem starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Alvogen og þar áður sem rektor Háskólans í Reykjavík, situr jafnframt í stjórn Össurar og þá var hún fyrr í vikunni kjörin í stjórn upplýs- i ng at æk n i f y r i r- tæk isins Or igo. Hún kemur ný inn í stjórn f lugfélags- ins í stað Ásthildar Margrétar Othars- dóttur sem gaf ekki kost á sér. – kij Svafa í stjórn Icelandair Svafa Grön- feldt. BRUNI Tilkynnt var um eld í Selja- skóla í Breiðholti rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld. Að sögn fulltrúa slökkviliðs var eldurinn töluverður, en kviknað hafði í þakverki skólans. Í gærkvöldi lá ekkert fyrir um elds- upptök en slökkvistarf gekk vel og greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Verið var að ganga úr skugga um að engar glæður væru eftir í bygg- ingunni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Að minnsta kosti einn slökkvi- bíll og annar sjúkrabíll voru sendir á vettvang. – jmt Kviknaði í Seljaskóla 9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 7 -0 4 5 C 2 2 8 7 -0 3 2 0 2 2 8 7 -0 1 E 4 2 2 8 7 -0 0 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.