Fréttablaðið - 09.03.2019, Qupperneq 12
NORÐUR-KÓREA Ríkismiðlar í ein-
ræðisríkinu Norður-Kóreu fjöll-
uðu í gær um hinn árangurslausa
leiðtogafund sem Kim Jong-un
einræðisherra og Donald Trump
Bandaríkjaforseti áttu í Hanoi í
síðustu viku.
Vonir stóðu til þess að þeir
myndu undirrita yfirlýsingu um
kjarnorkuafvopnun Asíuríkisins
en af því varð ekki þar sem Banda-
ríkjamenn vildu ekki fallast á kröfu
Norður-Kóreumanna um afléttingu
viðskiptaþvingana. Samkvæmt
suðurkóreskum greinendum eru
þvinganirnar við það að knésetja
hagkerfi ríkisins algjörlega.
„Almenningur, bæði hér heima
og utanlands, vonaðist til að þessi
annar leiðtogafundur Alþýðulýð-
veldisins og Bandaríkjanna í Hanoi
bæri árangur en varð fyrir von-
brigðum og kennir Bandaríkjunum
um hinn árangurslausa leiðtoga-
fund,“ sagði í dagblaðinu Rodong
Sinmun.
Dagblaðið sagði svo frá því að Jap-
anar væru að reyna að reka fleyg á
milli Norður-Kóreu og Bandaríkj-
anna. „Einungis afturhaldssegg-
irnir í Japan hafa tekið meinfýsna
afstöðu í málinu og fagna árangurs-
leysinu eins og um góðar fréttir hafi
verið að ræða,“ skrifaði blaðamaður
og hélt áfram:
„Markmið Japana er, í örvænt-
ingu þeirra, að spilla sambandi
Norður-Kóreu og Bandaríkjanna
vegna þess að þeir hafa verið skildir
út undan í viðræðunum um frið á
Kóreuskaga og í heimshlutanum.
Þeir eru fyrirlitlegir, rétt eins og þeir
sem verðskulda löðrung.“
Þá var vikið að hinum „ósvífna“
Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap-
ans. Hann sagður reyna á sama tíma
að fá Norður-Kóreumenn til friðar-
viðræðna við sig. „Japanar hafa
framið of marga glæpi til þess að við
getum tekist á við þá. Það hefst ekk-
ert upp úr því að eiga í viðræðum
við dverga sem hanga í skottinu á
Bandaríkjamönnum.“
Japanar voru í þokkabót sagðir
með „svört hjörtu“ og ættu að reiða
miskabætur af hendi fyrir „fyrri
glæpi og gefast upp á þeim draumi
sínum að verða hernaðarrisi“.
„Örlög hins yfirgefna Japans eru
að bíða eftir því að ríkið heyri sög-
unni til,“ sagði svo enn fremur.
Þessi harðnandi afstaða einræðis-
ríkisins birtist sömuleiðis í frétt um
sameiginlegar svonefndar Dong
Maeng hernaðaræfingar Suður-Kór-
eu og Bandaríkjanna sem standa nú
yfir, eftir að Bandaríkin tilkynntu
um að æfingum sem kallaðar hafa
verið Key Resolve og Foal Eagle
hefði verið aflýst.
„Þessar aðgerðir […] eru gróft
brot gegn sameiginlegri yfirlýs-
ingu Alþýðulýðveldisins og Banda-
ríkjanna og yfirlýsingum suðurs og
norðurs,“ sagði í Rodong Sinmun.
thorgnyr@frettabladid.is
Kenna Bandaríkjunum um og
skamma Japana fyrir afskipti
Frost í sambandið
Hörð orðræða norðurkóreskra fjölmiðla nú er skýrt merki um það
frost sem komið er í kjarnorkuafvopnunarviðræðurnar. Auk hins
árangurslausa fundar er vert að taka fram að greint hefur verið frá því
að Norður-Kórea byggi nú upp á ný eldflaugaskotpalla í Sohae, sem
Trump sagði að ylli sér miklum vonbrigðum ef satt reyndist.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þó á mánu-
dag að hann væri vongóður um að bandarísk sendinefnd gæti ferðast
til Norður-Kóreu til frekari viðræðna á næstu vikum. Ekkert samkomu-
lag um slíkt liggur þó fyrir að svo stöddu.
Þótt raunverulegu samkomulagi um kjarnorkuafvopnun hafi ekki
verið náð, og staðan virðist versna, má þó taka tillit til þess að ríkið
hefur ekki gert neina kjarnorkutilraun svo vitað sé frá árinu 2017. Og
eftir að hafa gert heilar sextán eldflaugatilraunir árið 2017 var engin
gerð í fyrra og engin í ár enn sem komið er.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er væntanlega á sama máli og ríkismiðlarnir. NORDICPHOTOS/AFP
Norðurkóreskir ríkis-
fjölmiðlar segja að
Bandaríkjunum sé
almennt kennt um
árangursleysi í leiðtoga-
viðræðum. Segja Japana
reyna að spilla viðræð-
um. Þeir séu með svört
hjörtu og eins og dverg-
ar sem hanga í skottinu
á Bandaríkjamönnum.
Verð: 3.990.000 kr.
Verð 5.990.000 kr. Verð: 6.990.000 kr.
Sýningarbíll á staðnum
Verð: 2.990.000 kr.
546-0088 | Fellsmúli 26
www.smartbilar.is
2016 Volvo XC90 T8 AWD
Plug-in Hybrid
Verð: 6.750.000 kr. Verð: 6.990.000 kr.
2017 BMW I3 ReX
2018 Volvo XC60 T8 AWD
Plug-in Hybrid
Glænýr 2019 Nissan Leaf
2017 Nissan Leaf Tekna
ekinn 2.500 km
Verð:
4.190.000 kr.
2019 Mitsubishi Outlander
PHEV
2016 Porsche Cayenne S
E-Hybrid Plug-in Hybrid
2018 Chrysler Pacifica
Plug-in Hybrid
Sýnangarbíll á staðnum
Verð frá: 5.490.000 kr.
Verð: 3.490.000 kr.
Smartbílar - Allur réttur áskilinn +354 546 0088Fellsmúli 26, 108 Reykjavík smartbilar@smartbilar.is
2018 Volvo XC90
T8 PHEV
Verð: 7.995.000 kr.
2018 Nissan Leaf
Tekna PLUS 40KwH
Verð: 3.895.000 kr.
NÝR
Opið laugardag
12-16
2016 BMW X5e Premium
Package Plug-in Hybrid
ALSÍR Tugir þúsunda Alsíringa söfn-
uðust saman á götum úti, andspæn-
is óeirðalögreglu, og héldu áfram
fjöldamótmælum gegn heilsuveila
forsetanum Abdelaziz Bouteflika.
Mótmælin hafa staðið frá því að
Boutef lika tilkynnti um að hann
ætlaði að sækjast eftir endurkjöri í
komandi kosningum.
Hinn 82 ára gamli Boutef lika
fékk heilablóðfall árið 2013, er nú á
sjúkrahúsi í Sviss, og hefur lítið sést
á meðal almennings.
Rachid Nekkaz, annar forseta-
frambjóðandi, var handtekinn á
svissneska sjúkrahúsinu í gær fyrir
að fara inn í bygginguna í leyfis-
leysi. „Fjörutíu milljónir Alsíringa
krefjast þess að fá að vita hvar for-
seti ríkisins, herra Abdulaziz Bou-
tef lika, er staddur,“ sagði Nekkaz
við fjölmiðla. – þea
Þúsundir
mótmæltu
Fjörutíu milljónir
Alsíringa krefjast
þess að fá að vita hvar forseti
ríkisins, herra Abdulaziz
Bouteflika, er staddur.
Rachid Nekkaz forsetaframbjóðandi
VENESÚELA Skólar voru enn lokaðir
og vinnustaðir sömuleiðis í Venesú-
ela í gær á öðrum degi umfangs-
mikils rafmagnsleysis. Vandræðin
hófust á fimmtudag og eru rakin
til bilunar í stærsta vatnsorkuveri
landsins.
Ríkisstjórn Nicolas Maduro for-
seta hefur ekki átt sjö dagana sæla
að undanförnu. Ofan á efnahags-
hamfarirnar sem hafa skollið á
ríkinu hefur þingið, sem Maduro
álítur valdalaust, gert Juan Guaidó
þingforseta að starfandi forseta
landsins. Þótt fjölmörg ríki heims
álíti Guaidó nú forseta landsins
heldur Maduro enn völdum. Raf-
magnsleysið er þó ekki til þess fallið
að lægja öldurnar heima fyrir. – þea
Rafmagnsleysi
í Venesúela
9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
7
-2
6
E
C
2
2
8
7
-2
5
B
0
2
2
8
7
-2
4
7
4
2
2
8
7
-2
3
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
_
8
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K