Fréttablaðið - 09.03.2019, Page 21
Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar í
verslun okkar, Nóatúni 4, frá kl. 10 til 16.
Þar gefst tækifæri til að skoða gæðaheimilistækin frá Siemens,
Bosch og Gaggenau og kynnast eiginleikum þeirra.
Við viljum vekja athygli á i-DOS skömmtunarkerfinu í þvottavélum,
sjálfhreinsandi rakaþéttinum í þurrkurum og Zeolith®-þurrkuninni í
uppþvottavélunum.
Svo megið þið ekki missa af nýja og öfluga VitaBoost-blandaranum
frá Bosch sem býr til súpu á sjö mínútum.
Fjöldi tilboða í tilefni dagsins.
Veittur verður afsláttur af öllum vörum
sem ekki eru nú þegar á Tækifærisverði.
Komdu og njóttu dagsins með okkur.
Skoðaðu nýja
Tækifærisbæklinginn
okkar!
Tæki
fæ
ri
Kælitæki /
Uppþvott
avélar / El
dunartæki
/ Þvottavé
lar og þurr
karar / Ljó
s / Ryksug
ur / Kaffivé
lar / Smátæ
ki
Hjá okkur f
ærðu þýsk
gæðatæk
i frá Sieme
ns,
Bosch og G
aggenau. V
ið bjóðum
fjölda glæs
ilegra
tækja á sé
rstöku Tæk
ifærisverð
i í mars.
Einnig ver
ður sölusý
ning í vers
lun okkar
laugardag
inn 9. mars
. Þann dag
veitum við
afslátt
af öllum vö
rum sem e
kki eru þeg
ar á afslæt
ti.
Opið frá kl
. 10 til 16.
Sölu-
s ý n i n g
FÓTBOLTI Tilkynnt var í gær að
landsliðsframherjinn Kolbeinn Sig-
þórsson og Nantes hefðu komist að
samkomulagi um að rifta samningi
Kolbeins í Frakklandi. Kolbeinn átti
fimmtán mánuði eftir af samningi
sínum hjá Nantes en honum er nú
frjálst að semja við annað félag.
Kolbeinn var ekkert búinn að
koma við sögu hjá Nantes á þessu
tímabili og var gert að æfa með
varaliði félagsins eftir að félaginu
tókst hvorki að selja hann síðasta
sumar né í janúarglugganum. For-
seti Nantes fór ekki í felur með
óánægju sína og var duglegur að
gagnrýna Kolbein í samtali við
franska fjölmiðla.
Franska félagið greiddi á sínum
tíma 3,5 milljónir evra fyrir Kolbein
og lék hann 29 leiki á fyrsta ári sínu
hjá félaginu en í upphafi annars
tímabilsins, stuttu eftir Evrópu-
mótið í Frakklandi, meiddist Kol-
beinn illa og sneri ekki aftur inn á
völlinn fyrr en 21 mánuði síðar. Á
þessum tíma var hann um tíma á
láni hjá tyrkneska stórveldinu Gala-
tasaray en náði aldrei að leika fyrsta
leik sinn fyrir félagið vegna meiðsla.
Kolbeinn sem er næst marka-
hæsti leikmaðurinn í sögu karla-
landsliðsins með 23 mörk hefur
áður leikið með Ajax og AZ Alkmaar
í Hollandi en honum er nú frjálst að
ræða við hvaða lið sem er. Um tíma
stóðu viðræður yfir við Vancouver
Whitecaps í MLS-deildinni í Banda-
ríkjunum og þá sýndi Gautaborg í
Svíþjóð honum áhuga í fyrra en
viðræður hans litast af því að félags-
skiptaglugginn í
ýmsum lönd-
um er lokaður
fram á sum-
arið.
Kolbeinn laus
allra mála í
Frakklandi
Kolbeinn
Sigþórsson.
GOLF Skrambi á lokaholunni í gær
reyndist Ólafíu Þórunni Kristins-
dóttur dýrkeyptur því hún missti af
niðurskurðinum á SkyIGolf-mótinu
í gær á þremur höggum yfir pari.
Mótið er hluti af Symetra-móta-
röðinni og munaði aðeins einu
höggi að Ólafía næði niðurskurði.
Þetta var fyrsta mót Ólafíu á
árinu og var hún á parinu eftir
fyrsta hringinn þar sem hún fékk
tvo fugla, tvo skolla og fjórtán pör.
Ólafía var á parinu þegar þrjár holur
voru eftir í gær en skolli og skrambi
tveimur holum seinna sendu hana
niður fyrir niðurskurðarlínuna.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun og
síðustu kylfingarnir voru að skila
sér í hús munaði aðeins einu höggi
að Ólafía hefði náð í gegn. – kpt
Skrambi á
lokaholunni
kostaði Ólafíu
GOLF Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfing-
ur úr Golfklúbbnum Leyni á Akra-
nesi, er í efsta sæti á NSW Open mót-
inu í Ástralíu þegar mótið er hálfnað
með tveggja högga forskot á næstu
kylfinga. Mótið er hluti af Evrópu-
mótaröðinni, næststerkustu móta-
röð heimsins, og á Valdís Þóra besta
árangurinn á móti af þessari stærð-
argráðu þegar hún lenti í þriðja sæti
á móti í Bonville í Ástralíu í fyrra.
Valdís greindi frá því í samtali við
heimasíðu evrópsku mótaraðar-
innar eftir fyrsta hringinn að hún
væri að glíma við meiðsli í baki.
Fyrir vikið tók Valdís ákvörðun um
að hægja á sveiflunni og það skilaði
sér í besta hring ferilsins þegar Val-
dís kom í hús á 63 höggum á fimmtu-
daginn, átta höggum undir pari
vallarins.
Skagamærin náði sér ekki jafn
vel á strik á öðrum hringnum og
byrjaði daginn á því að fá skolla á
fyrstu brautinni. Hún átti eftir að
fá einn skolla til viðbótar á fyrri níu
holunum en fékk tvo fugla og einn
örn á fyrri níu holunum og var því
á tveimur höggum undir pari þegar
hringurinn var hálfnaður.
Þrír skollar bættust við á seinni
níu holunum á móti tveimur fuglum
og kom hún því í hús á einu höggi
undir pari vallarins eða sjötíu högg-
um og var með tveggja högga forskot
á Karolin Lampert frá Þýskalandi og
þriggja högga forskot á Lynn Carls-
son og Meghan MacLaren þegar
mótið var hálfnað.
Í samtali við heimasíðu evrópsku
mótaraðarinnar virtist Valdís vera
sátt með að hafa klárað hringinn á
einu höggi undir pari eftir erfiðan
hring.
„Þetta var erfiður hringur, ég var
ekki að slá vel af teignum og var bara
á brautinni þrisvar eftir upphafs-
högg. Ég náði ekki að sækja jafn vel
með járnunum og náði ekki sama
takti sem gerir það að verkum að ég
sátt með lokatöluna þegar ég kom í
hús. Nú er bara að gera betur á þriðja
hringnum,“ sagði Valdís.
Mótinu lýkur aðfaranótt sunnu-
dags þegar Valdís leikur fjórða
hringinn. – kpt
Valdís Þóra efst þegar mótið er hálfnað í Ástralíu
Valdís leiðir með tveimur höggum í
Ástralíu. NORDICPHOTOS/GETTY
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21L A U G A R D A G U R 9 . M A R S 2 0 1 9
0
9
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
8
7
-3
0
C
C
2
2
8
7
-2
F
9
0
2
2
8
7
-2
E
5
4
2
2
8
7
-2
D
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
1
2
s
_
8
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K