Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 21

Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 21
Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar, Nóatúni 4, frá kl. 10 til 16. Þar gefst tækifæri til að skoða gæðaheimilistækin frá Siemens, Bosch og Gaggenau og kynnast eiginleikum þeirra. Við viljum vekja athygli á i-DOS skömmtunarkerfinu í þvottavélum, sjálfhreinsandi rakaþéttinum í þurrkurum og Zeolith®-þurrkuninni í uppþvottavélunum. Svo megið þið ekki missa af nýja og öfluga VitaBoost-blandaranum frá Bosch sem býr til súpu á sjö mínútum. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður afsláttur af öllum vörum sem ekki eru nú þegar á Tækifærisverði. Komdu og njóttu dagsins með okkur. Skoðaðu nýja Tækifærisbæklinginn okkar! Tæki fæ ri Kælitæki / Uppþvott avélar / El dunartæki / Þvottavé lar og þurr karar / Ljó s / Ryksug ur / Kaffivé lar / Smátæ ki Hjá okkur f ærðu þýsk gæðatæk i frá Sieme ns, Bosch og G aggenau. V ið bjóðum fjölda glæs ilegra tækja á sé rstöku Tæk ifærisverð i í mars. Einnig ver ður sölusý ning í vers lun okkar laugardag inn 9. mars . Þann dag veitum við afslátt af öllum vö rum sem e kki eru þeg ar á afslæt ti. Opið frá kl . 10 til 16. Sölu- s ý n i n g FÓTBOLTI Tilkynnt var í gær  að landsliðsframherjinn Kolbeinn Sig- þórsson og Nantes hefðu komist að samkomulagi um að rifta samningi Kolbeins í Frakklandi. Kolbeinn átti fimmtán mánuði eftir af samningi sínum hjá Nantes en honum er nú frjálst að semja við annað félag. Kolbeinn var ekkert búinn að koma við sögu hjá Nantes á þessu tímabili og var gert að æfa með varaliði félagsins eftir að félaginu tókst hvorki að selja hann síðasta sumar né í janúarglugganum. For- seti Nantes fór ekki í felur með óánægju sína og var duglegur að gagnrýna Kolbein í samtali við franska fjölmiðla. Franska félagið greiddi á sínum tíma 3,5 milljónir evra fyrir Kolbein og lék hann 29 leiki á fyrsta ári sínu hjá félaginu en í upphafi annars tímabilsins, stuttu eftir Evrópu- mótið í Frakklandi, meiddist Kol- beinn illa og sneri ekki aftur inn á völlinn fyrr en 21 mánuði síðar. Á þessum tíma var hann um tíma á láni hjá tyrkneska stórveldinu Gala- tasaray en náði aldrei að leika fyrsta leik sinn fyrir félagið vegna meiðsla. Kolbeinn sem er næst marka- hæsti leikmaðurinn í sögu karla- landsliðsins með 23 mörk  hefur áður leikið með Ajax og AZ Alkmaar í Hollandi en honum er nú frjálst að ræða við hvaða lið sem er. Um tíma stóðu viðræður yfir við Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Banda- ríkjunum og þá sýndi Gautaborg í Svíþjóð honum áhuga í fyrra en viðræður hans litast af því að félags- skiptaglugginn í ýmsum lönd- um er lokaður fram á sum- arið. Kolbeinn laus allra mála í Frakklandi Kolbeinn Sigþórsson. GOLF Skrambi á lokaholunni í gær reyndist Ólafíu Þórunni Kristins- dóttur dýrkeyptur því hún missti af niðurskurðinum á SkyIGolf-mótinu í gær á þremur höggum yfir pari. Mótið er hluti af Symetra-móta- röðinni og munaði aðeins einu höggi að Ólafía næði niðurskurði. Þetta var fyrsta mót Ólafíu á árinu og var hún á parinu eftir fyrsta hringinn þar sem hún fékk tvo fugla, tvo skolla og fjórtán pör. Ólafía var á parinu þegar þrjár holur voru eftir í gær en skolli og skrambi tveimur holum seinna sendu hana niður fyrir niðurskurðarlínuna. Þegar Fréttablaðið fór í prentun og síðustu kylfingarnir voru að skila sér í hús munaði aðeins einu höggi að Ólafía hefði náð í gegn. – kpt Skrambi á lokaholunni kostaði Ólafíu   GOLF Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfing- ur úr Golfklúbbnum Leyni á Akra- nesi, er í efsta sæti á NSW Open mót- inu í Ástralíu þegar mótið er hálfnað með tveggja högga forskot á næstu kylfinga. Mótið er hluti af Evrópu- mótaröðinni, næststerkustu móta- röð heimsins, og á Valdís Þóra besta árangurinn á móti af þessari stærð- argráðu þegar hún lenti í þriðja sæti á móti í Bonville í Ástralíu í fyrra. Valdís greindi frá því í samtali við heimasíðu evrópsku mótaraðar- innar eftir fyrsta hringinn að hún væri að glíma við meiðsli í baki. Fyrir vikið tók Valdís ákvörðun um að hægja á sveiflunni og það skilaði sér í besta hring ferilsins þegar Val- dís kom í hús á 63 höggum á fimmtu- daginn, átta höggum undir pari vallarins. Skagamærin náði sér ekki jafn vel á strik á öðrum hringnum og byrjaði daginn á því að fá skolla á fyrstu brautinni. Hún átti eftir að fá einn skolla til viðbótar á fyrri níu holunum en fékk tvo fugla og einn örn á fyrri níu holunum og var því á tveimur höggum undir pari þegar hringurinn var hálfnaður. Þrír skollar bættust við á seinni níu holunum á móti tveimur fuglum og kom hún því í hús á einu höggi undir pari vallarins eða sjötíu högg- um og var með tveggja högga forskot á Karolin Lampert frá Þýskalandi og þriggja högga forskot á Lynn Carls- son og Meghan MacLaren þegar mótið var hálfnað. Í samtali við heimasíðu evrópsku mótaraðarinnar virtist Valdís vera sátt með að hafa klárað hringinn á einu höggi undir pari eftir erfiðan hring. „Þetta var erfiður hringur, ég var ekki að slá vel af teignum og var bara á brautinni þrisvar eftir upphafs- högg. Ég náði ekki að sækja jafn vel með járnunum og náði ekki sama takti sem gerir það að verkum að ég sátt með lokatöluna þegar ég kom í hús. Nú er bara að gera betur á þriðja hringnum,“ sagði Valdís. Mótinu lýkur aðfaranótt sunnu- dags þegar Valdís leikur fjórða hringinn. – kpt Valdís Þóra efst þegar mótið er hálfnað í Ástralíu Valdís leiðir með tveimur höggum í Ástralíu. NORDICPHOTOS/GETTY S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21L A U G A R D A G U R 9 . M A R S 2 0 1 9 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 7 -3 0 C C 2 2 8 7 -2 F 9 0 2 2 8 7 -2 E 5 4 2 2 8 7 -2 D 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.