Fréttablaðið - 09.03.2019, Qupperneq 26
Dóttir minnist
föður síns
„Ofar öllu var faðir
minn afar glaðlyndur
og jákvæður maður.
Hann var opinn, örlátur,
skapandi og skemmti-
legur. Hann elskaði að
ferðast og að kynna
sér menningu landa
sem hann heimsótti.
Hann var meðalmaður
vexti, ljóshærður með
leiftrandi blá augu;
fallegur maður hið
ytra sem innra.
Faðir minn var
útivistarmaður
og innrætti öllum
börnum sínum ást
á íþróttum og nátt-
úrunni. Við lærðum
öll að skíða, synda
og fara í útilegur
frá barnsaldri. Ein
af uppáhaldsminn-
ingum mínum um
föður minn var
þegar við fórum ein í
útilegu í Tofino, bara
pabbi og ég sem var
þá átta eða níu ára.
Við vörðum helginni
í að hjóla á stígum í
skóginum, tjalda á
langri sandströnd
og ég fylgdist með
pabba og vinum
hans á brimbrettum
á meðan ég lék mér
með flugdreka og
við hund. Fyrst og
fremst var pabbi
trúnaðarmaður
minn og vinur, hann
kenndi mér að meta
lífið og fjölskylduna.
56 ára að aldri var
ástríkur faðir tekinn
frá okkur – alltof
fljótt því það var enn
svo mikið sem hann
gat kennt okkur.“
Sarah Wagstaff
Grant Wagstaff hafði verið ráðinn til að ferja Beaver-sjóflug-vél vestur um haf þar sem vinur hans Arn-grímur Jóhannsson
var að selja hana. Grant hafði ferjað
þessa sömu vél til Íslands árið 2008.
Arngrímur f laug hins vegar
vélinni fyrsta legginn sem átti að
vera úr heimabæ hans Akureyri til
Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga
vélinni úr landi og til Minneapolis í
Bandaríkjunum.
Vegna skýjafars náði Arngrímur
ekki að f ljúga vélinni upp yfir
Tröllaskaga í gegn um Öxnadal og
endaði 45 mínútum eftir f lugtak
með því að brotlenda í Barkárdal.
Grant Wagstaff komst ekki út úr
f lakinu og lést er eldur gaus upp.
Síðar var meðal annars leitt í ljós að
vélin var ofhlaðin og því þyngri en
heimilt var.
Hjá Útfararstofu Reykjavíkur,
sem annaðist um lík Grants, starf-
aði kona sem kom ekkjunni Roslyn
Wagstaff í samband við lögmann
hjá lögmannsstofunni Opus til að
sjá um ýmsa pappírsvinnu hér á
landi. Nokkrum mánuðum síðar,
í febrúar 2016, barst ekkjunni til-
kynning um að viðkomandi lög-
maður, sem reyndar er stjúpdóttir
konunnar á útfararstofunni, væri
farinn í barneignarfrí. Við málinu
hefði tekið annar lögmaður. Var
þar um að ræða 25 ára konu sem
útskrifast hafði sem lögfræðingur
vorið áður.
„Við vissum ekki þá að Arn-
grímur hefði gert fjölda mistaka
þennan dag,“ segir Sarah Wagstaff,
elsta dóttir Grants Wagstaff. Hún
gagnrýnir meðferð málsins hér-
lendis harðlega.
Sarah segir fjölskylduna hafa
verið í gríðarlegu áfalli eftir slysið.
Hún, móðir hennar og yngri bróðir
og systir séu öll enn í sérfræðimeð-
ferð til að glíma við afleiðingarnar.
„Ég bjó þá í Vancouver en f lutti
aftur til Victoria til að styðja fjöl-
skylduna,“ segir Sarah. Hún hafi
Hvernig gat
þetta komið
fyrir okkur?
Sarah Wagstaff er dóttir Grants Wagstaff
sem lést í flugslysi á Íslandi 2015. Hann var
um borð í sjóflugvél sem flogið var af Arn-
grími Jóhannssyni, kenndum við Atlanta.
Sarah telur illa farið með fjölskylduna.
Fjölskyldan heimsótti gröf föður Grants Wagstaff sumarið 2015, skömmu áður en hann lést. Hjónin Grant og Roslyn eru fyrir miðju. Sarah er föður sínum til hægri handar, Claire yst til hægri og
Tyler með hatt. Sarah starfar að markaðsmálum í lífræna geiranum og vinnur að meistararitgerð í upplýsingamiðlun. Tyler er matreiðslumeistari. Claire er klifurkennari og í kennaranámi.
Garðar Örn
Úlfarsson
gar@frettabladid.is
Wagstaff-krakkarnir
með föður sínum
þegar þau voru börn.
9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
7
-4
4
8
C
2
2
8
7
-4
3
5
0
2
2
8
7
-4
2
1
4
2
2
8
7
-4
0
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
1
2
s
_
8
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K