Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2019, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 09.03.2019, Qupperneq 28
verið afar náin föður sínum sem hafi verið trúnaðarmaður hennar. Fráfall Grants hafi einnig verið geysilegt áfall fyrir föðurömmu hennar, sem missti hinn son sinn úr hjartaáfalli aðeins átta mán- uðum fyrr. „Við vorum öll að bíða eftir að pabbi drægi saman seglin og settist aftur að í Kanada. Planið hjá honum var að vera með húsbíl á ströndinni og f ljúga í hlutastarfi hér heima. Hann var kominn nálægt þeim tímapunkti að f lytja endanlega heim,“ segir Sarah. Sagt að biðin gæti verið þrjú ár Sarah kveður lögmannsstofuna Opus hafa reynst vel varðandi f lutning á líki föður hennar utan og móðir hennar hefði því fengið traust á stofunni. Fljótlega hafi fjöl- skyldan fengið að vita frá Opus að vegna mikilla anna hjá rannsóknar- nefnd flugslysa á Íslandi myndi fjöl- skyldan þurfa að bíða í tvö til þrjú ár eftir lokaskýrslu nefndarinnar. Fyrr yrði ekki unnt að ljúka málum varðandi skaðabætur og slíkt. Reyndin er að skýrslur rann- sóknarnefndar f lugslysa eru ekki ætlaðar til að nota til að ákvarða sök eða ábyrgð og má ekki nota sem sönnunargagn fyrir dómstól- um. Um þetta er gerður fyrirvari í skýrslum nefndarinnar. Afdrifaríkt getur hafa verið að lögmanni fjölskyldunnar hjá Opus yfirsást að skráður eigandi f lugvél- arinnar var ekki Arngrímur sjálfur heldur eignarhaldssjóður hjá Wells Fargo bankanum í Salt Lake City í Utah-fylki. Flugvélin var skráð í Bandaríkjunum og bar þarlenda einkennisstafi. Arngrímur var hins vegar skjólstæðingur eignarhalds- sjóðsins og réð því yfir vélinni sem slíkur. Glatað tækifæri vestan hafs Þegar Sarah komst að hinu rétta varðandi eignarhaldið á sjóflugvél- inni og innti lögmanninn eftir því í nóvember síðastliðnum hvort hún hefði ekki gert sér grein fyrir þessu sagði lögmaðurinn þær upplýsingar vera nýjar fyrir sér. Þvert á móti teldi hún staðfest með gögnum frá lögreglunni og rannsóknarnefnd f lugslysa að að vélin hefði verið í eigu Arngríms á Íslandi. Hún hefði ekki haft neina ástæðu til að draga eignarhaldið í efa. Aðeins þarf einfalda leit á netinu til að sjá þær upplýsingar að flugvél- in sem fórst og bar utan á sér banda- rísku einkennisstafina N610LC var skráð eign Wells Fargo Bank í Utah- ríki í Bandaríkjunum. Margar f leiri upplýsingar er um þetta atriði að hafa. Strax við skýrslutöku á Landspít- alanum tíu dögum eftir slysið sagði Arngrímur lögreglu frá því að flug- vélin hefði verið í eigu sjóðs í Banda- ríkjunum, það væri „cover“ en að vélin væri í hans vörslu. Rannsókn- arnefnd flugslysa sagði ekki í loka- skýrslu sinni að Arngrímur væri eigandi heldur skráður umráða- maður vélarinnar. Í maí 2016 tapaði Arngrímur dómsmáli í Hæstarétti Íslands þar sem rök hans fyrir því að fá felld niður aðflutningsgjöld af E y j a f j ö r ð u r A K U R E Y R I G R E N I V Í KD A L V Í K Ó L A F S F J Ö R Ð U R S I G L U F J Ö R Ð U R Um þremur korterum eftir flugtak frá Akureyri brotlenti Beaver-sjóflugvélin innarlega í Barkárdal í um 2.260 feta hæð, að því er kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa. Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður hjá Opus, segir það vissulega rétt að hún hafi ekki út- skrifast sem lögfræðingur fyrr en vorið 2015. Hjá Opus sé það hins vegar ekki endilega þannig að einn lögmaður fari algjörlega með til- tekið mál. Allir á stofunni komi að málum og menn beri sig saman. „Í umboðinu sem Roslyn og aðr- ir undirrita er því beint til ákveðins lögmanns eða lögfræðings og eða til annarra innan stofunnar sem hafa sérþekkingu hverju sinni,“ segir Berglind. Í tilfelli Wagstaff- fjölskyldunnar hafi einn eigenda Opus einnig komið að málinu. Hún hafnar því fullyrðingum um að reynsluleysi hafi skemmt fyrir máli fjölskyldunnar. „Þó að það sé einhver einn í samskiptum við aðila þá er málið auðvitað unnið innan stofunnar. Það er fundað um mál og sá sem hefur besta sérþekkingu hverju sinni tekur ákvarðanir. Gögn sem send eru út eru lesin af fleiri en einum og fleiri en tveimur lögfræðingum og lögmönnum,“ útskýrir Berglind. Þá segir Berglind ekki rétt að ekki hafi verið lögð fram krafa á hendur Sjóvá fyrr en lokaskýrsla rannsóknarnefndar flugslysa lá fyrir. Krafa hafi verið lögð fram á sínum tíma á grundvelli lögreglu- skýrslu sem þá hafi legið fyrir. „En tryggingafélagið hafnaði því strax því að ábyrgðin hvílir ekki á hlutlægum grundvelli. En varðandi sökina fengum við neitun að sinni en að það yrði tekin aftur afstaða þegar skýrsla rannsóknarnefndar- innar lægi fyrir,“ rekur Berglind. Þótt ekki megi nota skýrslur rannsóknarnefndarinnar í saka- málum segir Berglind annað eiga við um skaðabótamál. „Skýrsla rannsóknarnefndarinnar er ekki notuð í sakamáli gegn mönnum en það er hægt að nota hana í einkamáli,“ segir hún. Fyrir hafi legið að Sjóvá vildi bíða skýrsl- unnar. „Þeir myndu aldrei taka Lögmaður hafnar ásökunum dótturinnar Í skýrslu lögreglunnar eru myndir af Arngrími Jóhannssyni og Grant Wagstaff nokkrum mínútum áður en þeir tóku á loft frá Akureyrar- flugvelli klukkan 14.01 sunnudaginn 9. ágúst 2015. Um 45 mínútum eftir flugtak brotlenti vélin í Barkárdal. ÞETTA TRYGGINGARMÁL ER HREINLEGA SVO GRÓFT. VIÐ FÁUM EKKERT SEM VIÐURKENNINGU Á ÞEIM SÁRSAUKA OG ÞJÁNINGU SEM VIÐ ERUM AÐ GANGA Í GEGN UM. „Á meðan á rannsókninni stóð var metið hvort ætti að skilgreina ferjuflugmanninn eingöngu sem farþega eða sem pilot not flying (PNF) [flug- mann sem er ekki að fljúga]. Á því andartaki sem ferjuflug- maðurinn tók þátt í undirbúningi slysaflugsins hætti þetta að vera flug með eins flugmanns áhöfn,“ segir í skýrslu rannsóknarnefnd- ar flugslysa. „Á grundvelli þeirrar staðreyndar að ferjuflugmaður var ráðinn til ferjuflugsins og tók bæði að sér verkefni á meðan í undirbúningi fyrsta áfanga flugs- ins og á meðan neyðarástand varði hafi umferðaröryggisráð Íslands ákveðið að skilgreina ferjuflugmanninn sem PNF.“ Úr skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa Pilot not flying Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður hjá Opus. lokaákvörðun varðandi skaða- bótaábyrgðina fyrr en að skýrslan lægi fyrir.“ Varðandi flugvélina segir Berg- lind lögmenn hjá Opus hafa vitað að vélin væri skráð í Bandaríkj- unum þótt þau hafi ekki vitað að hún væri í eigu eignarhaldssjóðs í Wells Fargo bankanum í Banda- ríkjunum. Samkvæmt gögnum sem þau hafi fengið frá lögreglu hafi Arngrímur verið eigandinn og vélin tryggð hjá Sjóvá-Almennum tryggingum. „Vélin var staðsett á Íslandi og tryggð á Íslandi þannig að við vorum í rauninni bara að sjá um málið á Íslandi. Við fáum einfald- lega upplýsingar um flugvélina, tryggingar og annað slíkt frá lög- reglu,“ segir Berglind sem kveðst hafa efasemdir um að hægt hefði verið að reka mál vegna flugslyss- ins í Bandaríkjunum. Slysið hafi orðið á Íslandi og flugvélin; ásamt flugmanni og farþegum, verið tryggð hjá íslensku trygginga- félagi. „Okkur var falið að annast málið hér á Íslandi, varðandi íslensk lög og íslenska lögsögu og vélin var rétt tryggð samkvæmt íslenskum lögum. Við höfum séð um allt sem snýr að íslensku réttarvörslu- kerfi en við eru ekki sérfræðingar í bandarískum skaðabótarétti,“ bendir Berglind á. Lögmanninum sem upphaflega tók málið að sér hjá Opus hafi einungis verið falið að annast málið á Íslandi. Þá kveður Berglind lögmann Opus hafa hvatt Wagstaff-fjöl- skylduna til að láta kanna málið ytra. „Þeim var bent á að kanna rétt sinn þar,“ segir Berglind Glóð Garðarsdóttir. 9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 7 -3 0 C C 2 2 8 7 -2 F 9 0 2 2 8 7 -2 E 5 4 2 2 8 7 -2 D 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.