Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 32

Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 32
MÉR FINNST ÉG BERA TALSVERÐA ÁBYRGÐ Á VERKUM SEM ERU SKRIFUÐ FYRIR MIG OG VIL GERA MITT TIL AÐ ÞAU LIFI OG FÓLK GETI NOTIÐ ÞEIRRA. Með titlinum á plötunni Verna-cular (Tungu-mál) er ég að vísa til móður-málsins okkar,“ segir tónlistarkonan Sæunn Þor- steinsdóttir og á þar við nýja disk- inn hennar sem var að koma út í gær. Hann geymir fjögur íslensk verk sem nú eru aðgengileg á helstu tónlistarveitum. Þau eru After- quake eftir Pál Ragnar Pálsson, 48 images of the moon eftir Þuríði Jónsdóttur, O eftir Halldór Smára- son og Solitaire eftir Hafliða Hall- grímsson. Sæunn er tilnefnd nú til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem f lytj- andi ársins, enda er hún einn fremsti sellóisti Íslands. Hún býr í Seattle í Bandaríkjunum, þar sem hún kennir við Washington- háskóla, en kom heim í síðasta mánuði og hélt útgáfutónleika vegna nýju plötunnar og var óvænt beðin að spila einleik með sinfóní- unni líka. Gaf sér samt tíma í spjall daginn sem hún hélt aftur vestur um haf. Hún kveðst fyrst hafa f lutt til Bandaríkjanna sjö ára að aldri, með foreldrum sínum, vegna sér- náms föður hennar í húðsjúk- dómalækningum. Þegar ég undrast hennar lýtalausu íslensku upplýsir hún að fjölskyldan hafi f lutt aftur til Íslands þegar hún var þrettán ára og dvalið heima í eitt og hálft ár. „Þá var ég í skóla og svo tölum við auð- vitað alltaf íslensku heima. En ég lærði enskuna sjö ára og hún er mér svo töm að Ameríkanar átta sig ekki á að ég er íslensk.“ Sæunn segir eintóma snillinga starfa hjá útgáfufyrirtækinu Sono Luminus og þeir séu iðnir við að gefa út íslenska tónlist. „Ég var að tala við þá um að taka upp Quake eftir Pál Ragnar sem ég spilaði í fyrra með sinfóníunni og var þá spurð: „Já, áttu ekki eitthvað fleira sem þig langar að taka upp?“ Jú, ég hélt nú það. Maður leggur svo mikla vinnu í konsertana, mér finnst ég bera talsverða ábyrgð á verkum sem eru skrifuð fyrir mig og vil gera mitt til að þau lifi og fólk geti notið þeirra.“ Útgáfutónleikarnir voru í Ásmundarsal við Freyju- götu, Sæunn segir hann æðislegan fyrir einleiksselló. „Það var yndis- legt að spila þar, tónninn var svo tær, sérstaklega góður fyrir verk þar sem mikið er af fínlegum blæ- brigðum eins og í verkinu eftir Hall- dór Smárason, ég hef spilað það með míkrófón alveg við strengina en það þurfti ekki þarna.“ Tveggja stunda akstur á æfingu Nú er komið að því að forvitnast um upprunann og f leira. „Ég er öll að norðan,“ segir Sæunn brosandi. „Pabbi, Þorsteinn Skúlason, er úr Þingeyjarsýslu og mamma, Ólöf Jónsdóttir, er frá Akureyri. Hún er fiðluleikari og þegar við bjuggum á Íslandi spilaði hún mikið og kenndi.“ Sæunn kveðst hafa verið ósátt við að flytja aftur út til Banda- ríkjanna fjórtán ára, er tækifæri á góðu starfi beið föður hennar. „Ég var náttúrlega orðinn táningur og ekki hrifin af þessari breytingu. Þá fórum við líka á nýjan stað úti. En þetta var gott fyrir mig vegna tónlistarinnar. Ég fékk ég rosalega góðan kennara, konu sem var ein- beitt í að gera mig að góðum selló- ista. Mamma hafði kannað þetta allt og lagði á sig tveggja stunda akstur til Chicago í sellótíma á sunnudögum. Ég byrjaði klukkan níu í tæknitímum með sex öðrum og frá tíu til tólf höfðum við tæki- færi til að spila hvert fyrir annað, svo fór ég oftast í einkatíma eftir það og síðan var keyrt heim. Þetta sé ég nú sem undirstöðu fyrir það sem síðar kom.“ Sæunn fór í góða skóla vestra, fyrst í Cleveland, svo í Juilliard þar sem hún lauk meistaragráðu. Hún hefur leikið á fjölda tónleika og tónlistarhátíða um allan heim, meðal annars komið fram sem ein- leikari með Fílharmóníuhljómsveit Los Angeles og Sinfóníuhljómsveit Toronto og spilað í Carnegie Hall í New York og Suntory Hall í Japan. Skyldi aldrei hafa komið til greina að fást við annað en tónlist? „Sko, þegar ég var lítil ætlaði ég að verða augnlæknir, það stóð stutt. Ég fór með pabba á spítalann þegar ég var tíu-tólf ára og fékk að vera með honum í einn dag, það var ekki góð reynsla. Nei, það kom ekkert annað til greina, í rauninni, þó mamma hafi spurt mörgum sinnum: Get- urðu ekki gert eitthvað annað?“ Músík er í báðum ættum Sæunn- ar, að hennar sögn, og foreldrarnir studdu hana dyggilega í tónlistar- náminu sem byrjaði í Suzukiskólan- um. „Ég man ekki mikið eftir því, en skilst að fyrstu tímarnir hafi farið í að sitja kyrr í tíu sekúndur! Ég var í forskóla líka, þannig að það miðaði allt í þessa átt.“ En skyldi ekki samkeppnin vera hörð úti í hinum stóra heimi? „Jú, það er fullt af fólki sem langar að starfa við músík og kannski fær það ekki allt tækifæri til að gera nákvæmlega það sem það vill. Þó tel ég nóg pláss fyrir alla að gera eitthvað með tónlistina, þó fólk sé kannski ekki að f ljúga milli borga og heimsálfa finnst mér mikilvægt að það sé samt að fást við listir.“ Hún dáist að því hvernig búið er að börnum á Íslandi í sambandi við tónlistarnám og telur það hvetj- andi. „Ég hef verið heppin og fengið tækifæri og stuðning, er búin að fara víða og það er ekkert lát á því, það er alltaf eitthvað fram undan. Er komin á þann stað núna að ég get valið úr verkefnum og sinnt þeim af alúð. Það er nýi diskurinn dæmi um. Mér þykir mjög vænt um verkin á honum og samstarfið á bak við hann. Það er alltaf gaman að finna út hvar í veröldinni hvað á heima og að fá gott fólk til samstarfs.“ Þegar tæknin klikkar Spurð um eftirminnilega tónleika svarar Sæunn: „Ég veit ekki hvort öðrum finnst það áhugavert en ég spila ekki af pappírsnótum lengur, heldur af iPad. Er bara með pedala á gólfinu sem flettir – sem er æðislegt. En það hefur gerst að ég hef farið á svið og kveikt á iPad-inum en þar eru þá engar nótur. Eitthvað hefur klikkað frá því ég setti þær upp og tékkaði á þeim síðast. Svo ég hef spilað tónleika utanbókar, það er einna eftirminnilegast. Sýnir að allt getur gerst þegar maður spilar opin- berlega og tæknin er æðisleg þangað til hún virkar ekki.“ Að lokum er Sæunn innt eftir einkamálunum. Er hún á lausu? „Nei, ég á kærasta sem ég er búin að vera með í átta ár. Hann er bandarískur. Annars er í raun mjög lítill tími fyrir annað en tón- listina. Ég er að kenna í Seattle og spila hingað og þangað en hann býr í New York. Ég kem samt alltaf við þar þegar ég get og sé hann oft svona tvisvar í mánuði. Hann er tónlistarmaður líka, er óbóleikari í Metro politan-óperunni og er dálít- ið fastur yfir veturinn en á sumrin ferðumst við oft saman og förum á tónlistarhátíðir. Við höfum fullan skilning á aðstæðum hvort annars.“ Ég er öll að norðan Vernacular, nýr hljómdiskur með leik Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóista, kom út í gær hjá útgáfunni Sono Luminus. Á honum eru fjögur verk eftir jafnmörg tónskáld. Úr dómi Sæunn sjálf spilaði þó firnavel. Leikur hennar einkenndist af tilfinningadýpt og skáldskap. Tæknilegar hliðar voru eins og best verður á kosið, tónarnir hreinir og fagurlega mótaðir. Jónas Sen um einleik Sæunnar með Sinfóníuhljómsveit Íslands 21. febrúar 2019. „Ég er komin á þann stað núna að ég get valið úr verkefnum og sinnt þeim af alúð,“ segir Sæunn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Umslag nýja disksins Vernacular. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 7 -0 9 4 C 2 2 8 7 -0 8 1 0 2 2 8 7 -0 6 D 4 2 2 8 7 -0 5 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.