Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 76

Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 76
Magnús Frið­ bergsson mælir með sæbjúgna­ hylkjum frá Arct­ ic Star en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu inni­ halda fimmtíu tegundir af nær­ ingarefnum. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim en það er eitt helsta uppbyggingar- prótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson, verkefna- stjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin tvö ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkj- unum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgna- hylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 69 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upp­ lýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgnahylkin. Matarmarkaðurinn var haldinn í Hörpu um síðustu helgi en þar sýndi fjöldi smábænda og smærri mat- vælaframleiðenda fjölbreytt úrval af ýmiss konar matvöru og bauð gestum upp á að smakka og kynn- ast þeim betur. Meðal þeirra sem kynntu afurðir sínar voru fulltrúar Breið- dalsbita, Guðný Harðardóttir og Jórunn Dagbjört Jónsdóttir, en Breiðdalsbiti er í eigu sauðfjár- bændanna að Gilsárstekk í Breið- dal, Guðnýjar Harðardóttur og Vals Þeys Arnarsonar, auk Arnalds Sigurðssonar, sauðfjárbónda að Hlíðarenda. Byrjuðu smátt Fyrirtækið, sem hefur aðsetur í Breiðdal á Austfjörðum, var stofnað árið 2016 og framleiddi fyrst um sinn eingöngu kæfu að sögn Guðnýjar sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra. „Síðan þá hefur framleiðslan vaxið hægt og rólega. Í dag samanstendur vörulína okkar m.a. af tveimur tegundum af kæfu, ærberjasnakki, hakkbollum, kindahakki og lundum svo dæmi séu nefnd. Næst á dagskrá er að þróa kjötkraft en við fengum styrk til þess. Starf- semin byrjaði í vottuðu eldhúsi í veiðihúsinu hér í sveitinni en nú erum við loksins komin í okkar eigin aðstöðu sem við náðum að klára rétt fyrir jólamarkaðina á síðasta ári.“ Hugmyndin að Breiðdalsbita þróaðist út frá verkefninu Breið- dælingar móta framtíðina, sem var liður í átakinu Brothættar byggðir hjá Byggðastofnun að sögn Guðnýjar. „Við vorum tvenn hjón sem stofnuðum félagið upphaf- lega en núna erum við þrjú ásamt öflugum liðsfélaga, Jórunni Dag- björtu Jónsdóttur, sem er nýorðin sauðfjárbóndi í dalnum. Auk þess er óhætt að segja að samfélagið hér sé boðið og búið til að koma á stofn slíku fyrirtæki og því hafa margir góðir lagt okkur lið á annatímum.“ Tókst vonum framar Matarmarkaðurinn um síðustu helgi tókst frábærlega að hennar sögn. „Andinn var svo frískur og hress, bæði meðal þátttakenda og gesta. Við vorum með fleiri vöru- flokka núna en í fyrra og frum- sýning okkar á ærberjasnakkinu tókst vonum framar. Gestum þótti snakkið óvanalegt, augun stækk- uðu á sumum og greinilegt að margir nutu þess. Við eignuðumst nýja vini um helgina og svo var dásamlegt að hitta gamla vini.“ Hvernig er lífið í Breiðdal? Það er æðislegt og ég vil hvergi annars staðar vera. Ég er uppalin á Héraði, rétt hjá Egilsstöðum, og hélt að ég gæti ekki fest rætur ann- ars staðar en það afsannaðist. Hvaða afurðir náttúrunnar á Austurlandi nýtir þú helst í matar- gerð? Ég nota auðvitað lambið og annað kindakjöt frá eigin búi. En jurtirnar hér í dalnum, eins og bláber, blóðberg og birki, eru frábær krydd. Aðalbláberin og blá- berin eiga hug minn allan. Hvenær kviknaði áhugi þinn á matargerð? Hann byrjaði snemma. Þar má helst nefna áhugann á að fullnýta sauðkindina, og veita henni þá virðingu sem henni ber, sem hefur fylgt mér alla tíð. Að nýta skrokk- inn í dýrindis mat er bara hluti af því. Ég prjóna einnig mikið úr ull. Er til einhver matur sem þú borðar alls ekki? Nei, ég vil ólm smakka allt nýtt sem ég kemst í. Ég er sannkall- aður matarferðamaður, þegar ég fæ tækifæri til. Einnig er ég mjög fastheldin á hefðir og reglulega eru svið hér á borðum, súrmatur og annað þjóðlegt góðgæti. Hvað finnst þér best að fá í morgunmat um helgar? Beikon og egg er himneskt. Þegar þú vilt gera vel við þig í mat og drykk, hvað verður fyrir valinu? Vel maríneraður innri lærvöðvi af fullorðnu heimaslátruðu. Helst maríneraður í bláberjum. Gott grænmeti, brún sósa og rautt vín með. Hvaða veitingastaður er í mestu uppáhaldi? Kaffi Hamar hér í Breiðdal klikkar aldrei! Hann býður upp á ekta heimilismat. Hvernig verður helgin hjá þér og þínum? Helgin fer í að taka snoðið af kindunum en þetta er í annað sinn sem þær eru rúnar í vetur. Það er til þess að fá haustullina í sem mestum gæðum ásamt því að auka velferð þeirra en þær eru sumar orðnar ansi loðnar. Þeim þykir ekki gott að vera í þykkri ullar- peysu á hlýju sumri. Ólm í að smakka allt nýtt Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi að Gilsárstekk í Breiðdal, er mjög fastheldin á hefðir. Hún er einn eigenda Breiðdalsbita sem kynnti afurðir sínar á matarmarkaðinum í Hörpu síðustu helgi. Guðný Harðardóttir (t.h.) á matarmarkaðinum í Hörpu síðustu helgi ásamt Jórunni Dagbjörtu Jónsdóttur. Vörur þeirra fengu mjög góðar undirtektir. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna netverslun www.belladonna.is Nýjar vörur streyma inn 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 7 -7 5 E C 2 2 8 7 -7 4 B 0 2 2 8 7 -7 3 7 4 2 2 8 7 -7 2 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.