Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 78

Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 78
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Ég er ekki enn orðinn alvöru pabbi en fer að dæla þessu út. Mig langar að eignast tíu krakka og helst eiga litla púka um allan heim, kannski einn Gyðing sem er góður í stærðfræði, Rússa sem er framúrskarandi í ballett og Íslending í Sigurrósar-lopamussu sem dæmi. Það væri gaman að geta teflt fram einni snargeðveikri Benetton-fjölskyldu,“ segir Erpur og skellihlær. „En ég er náttúrlega rapppabb- inn; pabbi íslensks rapps. Papa don Blaz er með pabbahelgi. Bróðir minn Sesar A er svo rappafinn og í kvöld verður með mér grimmur sjóbissnessafi, sjálfur Raggi Bjarna,“ segir Erpur sem kemur reglulega fram með Ragga. „Við tökum iðulega „Allir eru að fá sér“ og ég fæ mér alltaf fullt en Raggi er alltaf í sínum sykurskerta Sítrónu-Svala og búinn að vera í kókómjólkinni í áratugi. Ég vissi af Ragga því afi minn var dyravörður og dansstjóri í gamla Alþýðu- húsinu í Iðnó, þar sem Raggi spilaði meðal annars á trommur og afi hékk líka mikið með Hauk Morthens og fleiri goðsögnum. Af Ragga hef ég aðallega lært að vera afslappaður því það er sama hvað hann virðist utangátta áður en hann stígur á svið; hann gerir allt tipp topp þegar hann er kominn á sviðið og er fagmaður fram í fingurgóma.“ Skrautlegur lífsstíll Yrkisefni Erps eru ekki alltaf á barnamáli. „En ég get ekki tekið á mig að hafa slæm áhrif á unga hlustendur. Ég er listamaður og lifi samkvæmt því að verða betri manneskja með hverjum deginum sem líður. Ég get hins vegar ekki sleppt því að yrkja um það hvernig líf mitt hefur verið og er, það gera listamenn og ekki þeirra hlutverk að ritskoða sjálfa sig. Fólk verður að meta það sjálft hvort Michael Jackson hafi verið betri fyrirmynd en þeir sem eru með allt uppi á borði, eins og ég sem virðist kannski grófari, eða presturinn sem virðist heilagastur af öllum er að gera mun verri hluti í kapellunni. Listamenn sem opna sig og virðast ekki vera til fyrir- myndar eru í langflestum tilfellum heilbrigðari en þeir sem fordæma mest og þykjast góðar fyrir- myndir,“ segir Erpur sem yrkir gjarnan um eigin lífsstíl í sínum textasmíðum. „Lífsstíll íslenskra rappara, sam- kvæmt yrkisefninu, er ekki alltaf sannur. Sjálfur bulla ég aldrei í mínum textum en það eru margir að vakna á Arnarnesinu þar sem mamma þeirra matar þá með silfurskeið á meðan pabbi þeirra er að einkavæða bankana og borga tryggingar af Porsche-bílnum sem þeir gáfu stuttbuxnaunganum í fermingargjöf. Það eru pulsur sem ýmist ljúga eða eru fæddir silfur- skeiðarskrattar og hafa aldrei dýft tánni í vatn til að vinna sér inn fyrir lifibrauðinu. Ef ég segist hafa farið í 36 tíma „blackout“ gerði ég það í alvörunni, en ég rappa líka um pólitík og fleira. Lífsstíll minn er þó vissulega skrautlegur, enda er ég fjörfiskur og mikill villigrís. Þannig hefur það alltaf verið og þannig væri ég líka þótt ég ynni við að búa um hótelrúm í Ármúl- anum.“ Kúbuvindill og hlaupskepnur Þegar Erpur á frí á laugardags- kvöldi þykir honum gott að hafa það náðugt heima. „Þá fæ ég mér stóran Kúbuvindil, sker niður ávöxt eða poppa og maula kannski hlaupskepnur yfir franskri mynd sem gerist í Mar- seille eða ítölskum glæpaþáttum sem eru í uppáhaldi,“ segir Erpur og hlakkar mikið til pabba- kvöldsins sem hann stendur fyrir á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld. Strákarnir sem koma fram með guðföður rappsins eru Raggi Bjarna og ferskverjarnir Sdóri, Chase og NVTVN, DJ Balatron, Blaffi BlackOut og KrisH. „Tilgangur lífsins er að upplifa sem mest, þannig öðlast maður viskuna. Líka að hegða sér. Það skilar sér eins og hvert annað karma. Að vera góður við alla sem eru góðir við þig og segja ræpunum að fukka sér, en maður á almennt að vera almennilegur við alla.“ Fylgstu með skrautlegum lífsstíl Erps á Snapchat undir Babarinn og á Instagram undir Slakibabarinn. Lengri útgáfa af viðtalinu við Erp er á frettabladid.is Ég er fjörfiskur og villigrís Það er pabbahelgi hjá rapppabbanum Erpi Eyvindarsyni í kvöld. Hann skálar í sykurskertum sítrónusvala við Ragga Bjarna og segir lífsstíl sinn skrautlegan eins og sannir textar hans segja frá. Erpur, eða Blaz Roca, er ekki enn pabbi en þó rapppabbi. MYND/ANTON BRINK 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 7 -6 2 2 C 2 2 8 7 -6 0 F 0 2 2 8 7 -5 F B 4 2 2 8 7 -5 E 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.