Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2019, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 09.03.2019, Qupperneq 96
ÉG ER YFIRLEITT SJÁLFSÖRUGGUR. ÉG ER AÐ GERA MITT OG VEIT UM LEIÐ AÐ ÞAÐ ER EKKI ALLRA. ÉG VEIT EINNIG AÐ ÞAÐ ER EKKI FULLKOMIÐ. Nú er vika í að Súper – þar sem k jöt snýst um fólk, nýtt leik r it ef tir Jón Gnarr verði frum-sýnt í Þjóðleikhús- inu. „Leikritið gerist í súpermark- aði sem heitir Súper. Þar hittist fólk og ræðir sín hjartans mál. Þetta er absúrd leikrit sem fjallar um leitina að lífsfullnægju sem er svo gjarnan í gegnum neyslu og einn- ig um sjálfið, það hver við erum,“ segir Jón Gnarr. Benedikt Erlingsson er leikstjóri sýningarinnar. „Við Benni erum náfrændur, æskuvinir, og höfum unnið saman síðan við vorum í Fóstbræðrum í gamla daga. Það er þægilegt að vinna með fólki sem maður skilur og skilur mann. Maður þarf þá ekki að vera stöð- ugt á fyrstu blaðsíðu að útskýra allt. Mér finnst alltaf gott ef fólki finnst það ekki þurfa að útskýra grínið mitt. Um leið og farið er að útskýra grín mitt þá deyr það. Þetta veit Benni. Ég skrifaði þetta verk þannig að mögulegt væri að vinna það áfram með leikstjóra, leikurum og tækni- fólki. Það hefur gengið frábærlega.“ Skemmtilegra að vera lista- maður en stjórnmálamaður Ert þú sem listamaður einhvern tímann kvíðinn yfir viðtökum eða ertu mjög sjálfsöruggur í því sem þú gerir? „Ég er yfirleitt sjálfsöruggur. Ég er að gera mitt og veit um leið að það er ekki allra. Ég veit einnig að það er ekki fullkomið. Gagnrýni stuðar mig bara þegar misskilning- ur er í gangi. Gagnrýnandi skrifaði til dæmis að bækurnar mínar væru greinilega undir áhrifum frá hinum norska Karl Ove Knausgård en ég skrifaði fyrstu bókina mína löngu áður en hann skrifaði sína, Min Kamp. Þannig að þessi full- yrðing er bara ekki rétt. Súper er annað leikritið sem ég skrifa í fullri lengd fyrir svið. Hitt var Hótel Volkswagen sem var sýnt tíu sinnum eða svo. Auðvitað fannst mér það leiðinlegt, ég hefði viljað að f leiri hefðu séð það. Núna er ég orðinn nokkuð ónæmur fyrir gagnrýni, kannski er ég bara orð- inn svona forhertur.“ Heldurðu að pólitíkin hafi hert þig eitthvað? „Já, hún gerði það. Ég var ekki bara umdeildur sem grínisti eða listamaður, ég var allt í einu orð- inn umdeild persóna og fólk fór að hafa miklar skoðanir á mér. Þegar ég var borgarstjóri upplifði ég að valdamiklu fólki í íslensku sam- félagi stæði stuggur af mér og vildi umfram allt þagga niður í mér. Mér fannst það nokkuð óhuggulegt. Það er miklu skemmtilegra að vera listamaður en stjórnmálamaður.“ Allt er pólitík Finnst þér þú sem listamaður eiga eitthvert pólitískt erindi? „Fyrir mér er allt pólitík, hún er miklu umfangsmeiri en við gerum okkur grein fyrir. Ég trúi á frjáls- lyndi og jafnrétti allra en f lokks- pólitík höfðar ekki til mín. Mér finnst þessi vinstri-hægri pólitík sem hefur fest sig í sessi hérna vera mjög þreytandi. Hún snýst líka kannski meira um fólk en málefni. Ég hef oft sagt það og get endur- tekið það núna að ég vil framgang allra f lokka sem mestan. Ég vil að flokkarnir komi góðu og frambæri- legu fólki til áhrifa. Þannig að fólk komi sitt úr hverri áttinni og geti unnið saman fyrir alla. Það er lýð- ræði. Sá stjórnmálamaður sem ég er hrifnastur af í augnablikinu er Lilja Alfreðsdóttir. Ég hugsaði í byrjun: Æ, Framsóknarkona, dóttir Alfreðs … En svo hefur hún komið mér verulega á óvart.“ Hvernig líst þér sem fyrrverandi borgarstjóra á ástandið í Ráðhúsinu þar sem eru tvær fylkingar sem geta ekki náð samkomulagi um nokkurn hlut? Varla er það góð pólitík. „Þetta er ömurlegt og sama ástand á líka við um Alþingi. Við erum á margan hátt í vítahring sem fólk á svo erfitt með að komast út úr því ef það er ekki inni í hringnum þá er það ekki með. Ég sé ekki hvernig því verður breytt. Mér fannst ég og Besti f lokkurinn koma með eitt- hvað nýtt inn í íslenska pólitík, en það er mjög þreytandi og mikil erf- iðisvinna að halda einhverju nýju á lofti því það vill það enginn. Maður þarf stöðugt að vera að sanna sig og er því alltaf á fyrstu blaðsíðu. Núna finn ég mikið til með emb- ættismönnum borgarinnar. Fólk sem er faglegt og vammlaust þarf að sitja undir dónaskap og ósann- gjörnum ásökunum. Stjórnsýsla á Íslandi er ekki góð, hún er léleg, og ekki sambærileg við stjórnsýslu eins og hún viðgengst erlendis, í Bandaríkjunum og Evrópu. Fag- legasta stjórnsýsla á Íslandi er hjá Reykjavíkurborg og þar erum við Kannski er ég bara orðinn svona forhertur Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Nýtt leikrit eftir Jón Gnarr, Súper, fer senn á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu. Hann vinnur að handriti að sjón- varpsþáttum sem eru byggðir á sögu foreldra hans. arionbanki.is Þægilegri bankaþjónusta Arion banka Flestum Íslendingum finnst Arion appið besta bankaappið Samkvæmt könnun MMR í nóvember 2018 sögðu 50,2% svarenda Arion appið vera besta bankaappið, helmingi fleiri en nefndu öpp annarra banka. Nú er Arion appið orðið enn betra. 9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 7 -0 9 4 C 2 2 8 7 -0 8 1 0 2 2 8 7 -0 6 D 4 2 2 8 7 -0 5 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.