Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 106
HVER VEIT, KANNSKI
VERÐUR Í FRAMTÍÐ-
INNI TIL APP HLIÐSTÆTT
TINDER ÞAR SEM ARFGERÐUM
ER RAÐAÐ SAMAN TIL ÞESS AÐ
HÁMARKA ÁNÆGJU Í SAMBAND-
INU?
Fólk verður ástfangið af ýmsum ástæðum; sam-eiginleg áhugamál draga fólk saman, líkamlegt aðdráttaraf l tryllir það og sv ipað g ildismat
fær okkur til að falla í stafi. En ef
upphaf leg hrifning nær skrefinu
lengra og fólk gengur í hjónaband
eða hefur sambúð og heldur sig
saman, gæti langvarandi hamingja
Hjónabandssælan liggur í genunum
Samkvæmt þessum niðurstöðum er hamingjan í hjónabandinu ekki alfarið í okkar höndum heldur eru það
bæði gen okkar og makans sem hafa áhrif á það hvort við lifum hamingjusöm til æviloka eður ei. MYND/GETTY
Rannsakendur
komust einnig að
því þeir sem búa
yfir GG arfgerð-
inni voru ólíklegri
til að vera of háðir
maka sínum og
óöruggir í sam-
bandi sínu.
Samkvæmt nýrri
rannsókn sem gerð
var á vegum Yale
háskóla bendir
ýmislegt til þess
að hamingjunni
í hjónabandi sé
stjórnað af gena
uppbyggingu þinni
og maka þíns.
þeirra oltið á genum þeirra og maka
þeirra. Þetta er niðurstaða nýrrar
rannsóknar sem gerð var af vís-
indamönnum í lýðheilsufræðum
við Yale háskólann.
Niðurstöðurnar sem birtar voru
í vísindaritinu PLOS ONE könnuðu
hlutverk erfðabreytileikans sem
stjórnar framleiðslu oxytósíns,
ástarhormónsins.
Hópurinn rannsakaði 178 hjón á
aldrinum 37 til 90 ára en þátttakan
var falin í því að svara spurninga-
lista varðandi tilfinningar sínar
þegar kemur að öryggi og fullnægju
í hjónabandinu, og veita rannsak-
endum munnvatnssýni svo hægt
væri að ákvarða genauppbyggingu
þátttakenda.
Niðurstöðurnar sýndu að þegar
alla vega annar aðili sam-
bands bjó yfir erfða-
b r e y t i l e i k a s e m
þekktur er sem arf-
gerðin GG á oxytósín
viðtakanum, upplifði
parið meiri fullnægju
og öryggi í samband-
inu. Þessi pör voru
töluvert sáttari í sínum
samböndum en hin sem
bjuggu yfir ólíkri arf-
gerð.
Oxýtósín viðtakinn hefur áður
verið rannsakaður og sýnt hefur
verið fram á tengingu hans við
ýmiss konar persónueinkenni eins
og tilfinningajafnvægi, samúð og
félagslyndi en líklega er þetta fyrsta
rannsóknin sem kannar hlutverk
hans í hjónabandssælu.
Munum við hugsa öðruvísi
um tilfinningasambönd?
Samkvæmt þessum niðurstöðum
er hamingjan í hjónabandinu ekki
alfarið í okkar höndum heldur eru
það bæði gen okkar og makans sem
hafa áhrif á það hvort við lifum
hamingjusöm til æviloka eður ei.
Rannsakendur komust einnig
að því að þeir sem búa yfir GG-arf-
gerðinni voru ólíklegri til að vera
of háðir maka sínum og óörugg-
ir í sambandi sínu. Slíkt óöryggi
getur þróast frá erfiðri reynslu í
nánum samböndum við til dæmis
nána fjölskyldumeðlimi eða maka
og valdið lágu sjálfsmati, ótta við
höfnun og sífelldri leit eftir sam-
þykki. Þetta má í raun einfalda
með því að með þessari arfgerð er
viðkomandi öruggari í sambandinu
og það öryggi verður til þess að sam-
band viðkomandi og maka hans
verður hamingjuríkara.
Rannsakendur vilja meina að GG
arfgerðin stjórni um fjórum pró-
sentum af fullnægju í sambandi. Þó
þetta sé ekki ýkja há tala þá skiptir
hún máli í stóra samhenginu, þegar
tekið er tillit til allra þeirra gena- og
umhverfistengdu atriða sem hafa
áhrif á pör.
Niðurstöður rannsóknarinnar
eru að líkum upphafið að f leiri
rannsóknum á þessu sviði. Til að
mynda hafa rannsakendur í hyggju
að meta hvernig mismunandi arf-
gerðir hafa áhrif á sértæka nei-
kvæða eða jákvæða reynslu í sam-
bandinu. Þessar rannsóknir virðast
marka nýtt upphaf um hvernig við
hugsum um tilfinningasambönd.
Hver veit, kannski verður í fram-
tíðinni til app hliðstætt Tinder
þar sem arfgerðum er
raðað saman til þess
að hámarka ánægju í
sambandinu?
bjork@frettabladid.is
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
PRENTUN.IS
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
• Fálkagötu 18
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
0
9
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
8
7
-3
A
A
C
2
2
8
7
-3
9
7
0
2
2
8
7
-3
8
3
4
2
2
8
7
-3
6
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
1
2
s
_
8
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K