Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 106

Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 106
 HVER VEIT, KANNSKI VERÐUR Í FRAMTÍÐ- INNI TIL APP HLIÐSTÆTT TINDER ÞAR SEM ARFGERÐUM ER RAÐAÐ SAMAN TIL ÞESS AÐ HÁMARKA ÁNÆGJU Í SAMBAND- INU? Fólk verður ástfangið af ýmsum ástæðum; sam-eiginleg áhugamál draga fólk saman, líkamlegt aðdráttaraf l tryllir það og sv ipað g ildismat fær okkur til að falla í stafi. En ef upphaf leg hrifning nær skrefinu lengra og fólk gengur í hjónaband eða hefur sambúð og heldur sig saman, gæti langvarandi hamingja Hjónabandssælan liggur í genunum Samkvæmt þessum niðurstöðum er hamingjan í hjónabandinu ekki alfarið í okkar höndum heldur eru það bæði gen okkar og makans sem hafa áhrif á það hvort við lifum hamingjusöm til æviloka eður ei. MYND/GETTY Rannsakendur komust einnig að því þeir sem búa yfir GG arfgerð- inni voru ólíklegri til að vera of háðir maka sínum og óöruggir í sam- bandi sínu. Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á vegum Yale háskóla bendir ýmislegt til þess að hamingjunni í hjónabandi sé stjórnað af gena­ uppbyggingu þinni og maka þíns. þeirra oltið á genum þeirra og maka þeirra. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem gerð var af vís- indamönnum í lýðheilsufræðum við Yale háskólann. Niðurstöðurnar sem birtar voru í vísindaritinu PLOS ONE könnuðu hlutverk erfðabreytileikans sem stjórnar framleiðslu oxytósíns, ástarhormónsins. Hópurinn rannsakaði 178 hjón á aldrinum 37 til 90 ára en þátttakan var falin í því að svara spurninga- lista varðandi tilfinningar sínar þegar kemur að öryggi og fullnægju í hjónabandinu, og veita rannsak- endum munnvatnssýni svo hægt væri að ákvarða genauppbyggingu þátttakenda. Niðurstöðurnar sýndu að þegar alla vega annar aðili sam- bands bjó yfir erfða- b r e y t i l e i k a s e m þekktur er sem arf- gerðin GG á oxytósín viðtakanum, upplifði parið meiri fullnægju og öryggi í samband- inu. Þessi pör voru töluvert sáttari í sínum samböndum en hin sem bjuggu yfir ólíkri arf- gerð. Oxýtósín viðtakinn hefur áður verið rannsakaður og sýnt hefur verið fram á tengingu hans við ýmiss konar persónueinkenni eins og tilfinningajafnvægi, samúð og félagslyndi en líklega er þetta fyrsta rannsóknin sem kannar hlutverk hans í hjónabandssælu. Munum við hugsa öðruvísi um tilfinningasambönd? Samkvæmt þessum niðurstöðum er hamingjan í hjónabandinu ekki alfarið í okkar höndum heldur eru það bæði gen okkar og makans sem hafa áhrif á það hvort við lifum hamingjusöm til æviloka eður ei. Rannsakendur komust einnig að því að þeir sem búa yfir GG-arf- gerðinni voru ólíklegri til að vera of háðir maka sínum og óörugg- ir í sambandi sínu. Slíkt óöryggi getur þróast frá erfiðri reynslu í nánum samböndum við til dæmis nána fjölskyldumeðlimi eða maka og valdið lágu sjálfsmati, ótta við höfnun og sífelldri leit eftir sam- þykki. Þetta má í raun einfalda með því að með þessari arfgerð er viðkomandi öruggari í sambandinu og það öryggi verður til þess að sam- band viðkomandi og maka hans verður hamingjuríkara. Rannsakendur vilja meina að GG arfgerðin stjórni um fjórum pró- sentum af fullnægju í sambandi. Þó þetta sé ekki ýkja há tala þá skiptir hún máli í stóra samhenginu, þegar tekið er tillit til allra þeirra gena- og umhverfistengdu atriða sem hafa áhrif á pör. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að líkum upphafið að f leiri rannsóknum á þessu sviði. Til að mynda hafa rannsakendur í hyggju að meta hvernig mismunandi arf- gerðir hafa áhrif á sértæka nei- kvæða eða jákvæða reynslu í sam- bandinu. Þessar rannsóknir virðast marka nýtt upphaf um hvernig við hugsum um tilfinningasambönd. Hver veit, kannski verður í fram- tíðinni til app hliðstætt Tinder þar sem arfgerðum er raðað saman til þess að hámarka ánægju í sambandinu? bjork@frettabladid.is Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 PRENTUN.IS • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is 9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 7 -3 A A C 2 2 8 7 -3 9 7 0 2 2 8 7 -3 8 3 4 2 2 8 7 -3 6 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.