Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Fyrst sjáum við andlitið. Það er andlit Do- nalds Trumps í Bandaríkjunum, Viktors Or- bans í Ungverjalandi, Vladimírs Pútíns í Rússlandi eða Receps Tayyips Erdogans í Tyrklandi, andlit manna sem vilja umbreyta lýðræði í persónudýrkun. Andlitið er elsta mark forustunnar, það mark sem dugar hópnum eða ættbálknum. Ef við sjáum aðeins andlitið hugsum við ekki um stefnuna eða pólitíkina; þess í stað föllumst við á stjórnina og reglur hennar. Lýðræði snýst hins vegar um fólk, ekki eina mann- eskju sem gerð er goðumlík. Fólk þarf sannleika, sem persónudýrkun eyðileggur. Í kenningum um lýðræði frá Grikkjum til forna, til upplýsingarinnar og allt til okkar daga er gengið út frá því að heimurinn lúti skilningi. Við leitum eftir stað- reyndum ásamt samborgurum okkar. Við persónudýrkun kemur hins vegar trú í stað sannleikans og við trúum því sem leiðtoginn vill að við trúum. Andlitið tekur við af hug- anum. Umskiptin frá lýðræði til persónudýrkunar hefjast á leiðtoga sem er tilbúinn til að ljúga án afláts í því skyni að grafa undan sannleik- anum sem slíkum. Umskiptin eru fullkomnuð þegar fólk getur ekki lengur skilið á milli sannleika og tilfinninga. Persónudýrkun virkar með sama hætti alls staðar; hún hvílir á þeirri röngu hugmynd að andlitið sé með einhverjum hætti fulltrúi þjóðarinnar. Persónudýrkun snýst um að okkur finnist frekar en að við hugsum. Sér- staklega er reynt að láta okkur finnast að fyrsta spurning stjórnmálanna sé: „Hver er- um við og hver eru þau?“ frekar en: „Hvern- ig er heimurinn og hvað getum við gert í því?“ Um leið og við föllumst á að stjórnmál snúist um „okkur og þau“ finnst okkur að við vitum hver „við“ erum þar sem okkur finnst við vita hver „þau“ eru. Í raun vitum við ekk- ert þar sem við höfum gengist við óttanum og kvíðanum – dýratilfinningum – sem grund- velli stjórnmála. Það hefur verið tekinn snún- ingur á okkur. Alræðisherrar okkar daga segja meðal- stórar lygar. Í þeim er aðeins á yfirborðinu vísað til reynslu; þær draga okkur djúpt inn í helli tilfinninganna. Ef við trúum því að Barack Obama sé múslimi fæddur í Afríku (bandarísk lygi með rússneskum stuðningi), eða að Hillary Clinton sé melludólgur og barnaníðingur (rússnesk lygi með bandarísk- um stuðningi) erum við í raun ekki að hugsa; við höfum látið undan kynferðislegum og lík- amlegum ótta. Þessar meðalstóru lygar eru ekki alveg stórlygar alræðisherranna, þótt árásir Orbans á George Soros sem leiðtoga gyðinga- samæris stappi frekar nærri því. Þær eru hins vegar nógu stórar til að afvirkja stað- reyndaheiminn. Um leið og við föllumst á þessar lygar opnum við okkur fyrir að trúa margvíslegum öðrum ósannindum, eða í það minnsta að gruna að það séu önnur, umfangs- meiri samsæri. Andlit leiðtogans verður fyrir vikið merki um „okkur“ og „þau“. Netið og félagsvefir hjálpa okkur að sjá stjórnmál með þessum tvískipta hætti. Við ímyndum okkur að við veljum þar sem við sitjum fyrir framan tölv- urnar okkar, en algóriþmar læra hvað mun halda okkur við efnið á netinu, hafa í raun mótað kostina fyrir okkur. Hegðun okkar á netinu kennir vélunum að áhrifaríkasta örv- unin er neikvæð: ótti og kvíði. Félagsvefur verður pólitískur leiðarvísir, við undirbúum okkur undir stjórnmálamenn sem leggja fram sömu tvískiptinguna: Hvað veldur okkur ótta og hvað veitir okkur öryggi? Hver eru þau og hver erum við? Áður fyrr krafðist persónudýrkun minnis- varða, nú snýst hún um netminni. Félagsvefir gleypa ímyndunarafl almennings eins og foldgnáar styttur harðstjóra fyrri tíma gleyptu almannarými. En eins og þeir minn- isvarðar minna okkur á deyja harðstjórar alltaf. Innantóm, gagnkynhneigð látalæti, skyrtulausar tækifærisljósmyndir og fálæti gagnvart reynslu kvenna, herferðir gegn samkynhneigðum, allt er þetta hannað til að fela eina grundvallarstaðreynd: persónudýrk- unin er geld. Hún getur ekki fjölgað sér. Per- sónudýrkunin er tilbeiðsla einhvers sem er tímabundið. Hún er því ruglingur og þegar öllu er á botninn hvolft heigulsháttur: Leið- toginn getur ekki hugleitt þá staðreynd að hann muni deyja og einhver komi í hans stað og borgararnir ýta undir þá tálmynd með því að gleyma að þeir deila ábyrgð á framtíðinni. Persónudýrkunin slævir getuna til að halda landi gangandi. Þegar við tökum persónu- dýrkun góða og gilda erum við ekki aðeins að láta af hendi réttinn til að velja leiðtoga held- ur slæva hæfileikana og veikja stofnanirnar sem gera okkur kleift að gera það í framtíð- inni. Um leið og við fjarlægjumst lýðræðið gleymum við tilgangi þess: að gefa okkur öll- um framtíð. Persónudýrkunin segir að ein persóna hafi alltaf rétt fyrir sér þannig að eftir fráfall hennar kemur ringulreið. Lýðræðið segir að við gerum öll mistök, en fáum möguleikann endrum og sinnum til að leiðrétta okkur. Lýðræði er hugrökk leið til að byggja upp land. Persónudýrkun er kjark- laus leið til að eyðileggja land. ©2018 The New York Times og Timothy Snyder Maxim Babenko fyrir The New York Times Umskiptin frá lýðræði til persónudýrkunar hefjast með leiðtoga sem lýgur án afláts. Persónudýrkun er leið kjarkleysis. TIMOTHY SNYDER Timothy Snyder gegnir stöðu prófessors í sögu, sem kennd er við hagfræðinginn Richard Levin við Yale-háskóla, og fræðimaður til frambúðar við Mannvísindastofnunina (Institut für die Wissensc- haften vom Menschen) í Vín. Hann er þekktastur fyrir bækur sínar Bloodlands and Um harðstjórn. Nýjust bóka hans er The Road to Unfreedom: Russia, Europe, America. Lýðræði er hugrökk leið til að byggja upp land. Persónudýrkun er kjark- laus leið til að eyðileggja land. TÍMAMÓT: KÍNVERJAR AFNEMA TAKMÖRK VIÐ VALDATÍMA FORSETA ’’ Þjónn á kaffihúsi skammt frá Mamajev Kúrgan minnis- varðanum um orrust- una um Stalíngrad í Vol- gograd í Rússlandi. Heigulsásjóna alræðis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.