Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 44
Frakkar urðu heimsmeist- arar í annað sinn hinn 15. júlí eftir að hafa lagt Króata 4-2 í úrslitaleik keppninnar á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu. Tuttugu ár voru þá liðin frá því að Frakkar unnu titilinn í fyrra skiptið á heimavelli eftir eft- irminnilegan sigur á Bras- ilíumönnum. Keppnin í Rússlandi var umdeild af ýmsum ástæðum, en fram- kvæmd mótsins þótti heppnast vel. Philippe Wojazer/Reuters Frakkar vinna HM 44 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI Axel Schmidt/Reuters Merkel stígur til hliðar sem leiðtogi CDU Fulltrúar Kristilega demókrata- flokksins komu saman 7. og 8. des- ember í Hamborg til þess að velja næsta leiðtoga flokksins, en Angela Merkel Þýskalandskanslari hafði ákveðið í október að stíga til hliðar eftir að flokkur hennar beið afhroð í sveitarstjórnarkosningum. Merkel hefur stýrt flokknum frá árinu 2000 og setið sem kanslari frá 2005. Hún hyggst sitja áfram sem kanslari til 2021, en mun ekki sækjast eftir endurkjöri. Annegret Kramp- Karrenbauer var valin eftirmaður hennar, en þær hafa verið nánir bandamenn. Eldur braust út 2. september í þjóðminjasafni Brasilíu í Rio de Janeiro. Eldsvoðinn breiddist fljótlega út um alla bygginguna, sem er 200 ára gömul, og var með meira en 20 milljón muni frá Egyptalandi til forna, Rómaveldi og frumbyggjamenningu Brasilíu. Nærri því 90% af safn- inu eyðilögðust í eldinum, en safnið er jafnframt elsta vísindastofnun Brasilíu. Lianne Milton/The New York Times Þjóðminjasafn Brasilíu fuðraði upp Tyrkneska líran náði nýjum lægðum í ágúst eftir verstu efnahagskreppu Tyrklands frá árinu 2001. Hagfræðingar héldu því fram að ábyrgðin væri á herðum Receps Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseta, sem hefur treyst á skuldsetningu til að fjármagna mikla innviðauppbyggingu. Þá varð spenna milli Tyrkja og Bandaríkjamanna einnig til að ýta undir fall lírunnar. Nicole Tung/The New York Times Tyrkland í kreppu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.