Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 57 Fyrsta verslun Ikea var opnuð í Hyderabad á Indlandi og var brugðið frá hefðbundinni stefnu með því að lækka verð og breyta vöruúrvali – meira að segja matseðlinum í kaffihúsi verslunarinnar – til þess að falla indverskum neytendum í geð. Í bígerð er hjá stærsta húsgagnasala heims að opna þrjár verslanir til viðbótar á næstu tveimur árum til að ná til ört vaxandi millistéttar í landinu. NYT Fyrsta verslun Ikea á Indlandi Fyrsta konan bættist í raðir orrustuflugmanna í Japan í ágúst og rauf þar með kynjamúrinn í landi þar sem karlar ráða lög- um og lofum á vinnumarkaði. Misa Matsumi er 26 ára gamall liðþjálfi og sagðist hún hafa fengið innblástur frá bandarísku kvikmyndinni „Top Gun“. Hún gekk í japanska varnarliðið ár- ið 2014. Þar var byrjað að taka við kvenkyns umsækjendum árið 1993, en konur máttu ekki sækja um að verða orrustu- flugmenn fyrr en 2015. Ákvörðunin um að aflétta banninu við að konur mættu vera orrustuflugmenn var hluti af átaki um að fjölga konum á vinnumarkaði í Japan. Jiji Press Fyrsta konan í röðum orrustuflugmanna í Japan Metverð fékkst fyrir verk eftir lifandi bandarískan blökkumann þegar myndin „Fyrri tímar“ („Past Times“) var seld á uppboði hjá Sotheby’s fyrir 21,1 milljón dollara (2,6 milljarða króna). Myndin er frá 1997 og sýnir svart fólk að spóka sig. Tónlistarstjarnan Sean „Diddy“ Combs keypti verkið. Seljandi var hafnar- og ráðstefnustjórn Chi- cago-borgar, sem keypti verkið á 25 þúsund dollara (rúmar þrjár milljónir króna). Sotheby’s Metverð fyrir málverk eftir bandarískan blökkumann GIUSEPPE CACACE Fyrsta tískuvikan í Sádi-Arabíu Tískuvika var haldin í fyrsta sinn í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í apríl. Sjá mátti að viðburð- urinn var haldinn í konungsríki þar sem íhaldssemi ræður för. Þrátt fyrir að áhorfendur væru aðeins konur ríkti samfélagsmiðlabann þannig að myndum af konum, sem ekki voru klædd- ar abaja eða gólfsíðum yfirklæðum, yrði ekki lekið. Skipuleggjendur sögðu hins vegar að um tímamótaviðburð hefði verið að ræða í landi þar sem enn er ætlast til þess að konur lúti karl- kyns gæslumönnum sínum. Chris Wattie Marijúana leyft í Kanada Neysla marijúana í afþreyingarskyni var lögleidd í Kanada, sem varð fyrsta stóra hagkerfið til að stíga þetta skref. Kanada er annað landið til að lögleiða marijúana. Áður hafði það verið gert í Úrúgvæ. Frá og með miðjum október gátu þeir sem eru yfir 18 ára aldri keypt og notað þurrkuð marijúanalauf og -olíur. Búist er við að lögleiðingin muni skila milljörðum dollara í tekjur þegar hún verður komin til fullrar framkvæmdar. Safn í París opnað fyrir strípalinga Forráðamenn safnsins Palais de Tokyo í París ákváðu að láta sér ekki nægja að vera með nektarmyndir í sal- arkynnum sínum og opnuðu dyr þess fyrir strípal- ingum í fyrsta skipti. Nútímalistasafnið bauð sam- tökum náttúrusinna í París upp á skoðunarferð um safnið, en aðeins í þetta eina skipti. Í París er einnig fyrsti veitingastaðurinn fyrir þá sem vilja láta Adams- og Evuklæðin duga, O’Naturel. Hann var opnaður seint á árinu 2017. Þar er einnig að finna svæði í al- menningsgarði fyrir þá sem vilja vera naktir. Fyrsta „pulsuhundasafn“ sögunnar Tveir fyrrverandi blómaskreytingamenn opnuðu fyrsta safnið sem helgað er „pulsuhundum“. Dackel-safnið er í Bæjaralandi í Þýskalandi. Þar má finna hundafrí- merki, brauð í laginu eins og hundar, postulínsstyttur, plaköt og aðra muni helgaða greifingjahundinum, sem er ein elsta ræktaða hundategundin í Þýskalandi. Vél til að hreinsa plast úr sjó Fyrsta vélin til að hreinsa plastrusl úr sjó var sett í gagnið í september. Var haldið í áttina að svæði í Kyrrahafinu á milli Havaí og Kaliforníu þar sem einna mest hefur safnast saman af plastúrgangi. Vélin er hugarfóstur manns sem flosnaði upp úr háskóla. Hug- myndina fékk hann á táningsaldri. Sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að vélin muni gera meiri skaða en gagn og betra væri að einbeita sér að því að koma í veg fyrir að plast fari í hafið. Franska þingið bannar snjalltæki í skólum Franska þingið setti lög um að banna snjallsíma í skól- um og tóku þau gildi í september. Nemendur á aldr- inum þriggja til fimmtán ára verða að skilja snjallsíma, spjaldtölvur og önnur stafræn tæki eftir heima eða slökkva á þeim á skólalóðinni. Undantekningar eru gerðar fyrir fatlaða og óhefðbundið skólastarf. Sumir þingmenn hæddust að nýju lögunum og bentu á að þegar væri bannað að nota snjallsíma í kennslustof- unni á meðan kennsla færi fram. Fyrsta verksmiðjan til að vinna orku úr rusli í Afríku Fyrsta verksmiðjan til að vinna orku úr sorpi var gang- sett í Eþíópíu. Mulatu Teshome, forseti landsins, var meðal fyrirmenna við opnun verksmiðjunnar sem kost- aði 120 milljónir dollara (15 milljarða króna) og nefnist Reppie. Verksmiðjan var reist á landfyllingu í útjaðri Addis Ababa. Gert er ráð fyrir að hún taki við 80% af sorpi sem verður til í höfuðborginni og sjái borg- arbúum fyrir 30% af orkuþörf þeirra. ©2018 The New York Times og Tricia Tisak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.