Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 ERLENDAR SKOPMYNDIR Sádí-arabískar konur fengu heimild til að aka löglega í fyrsta sinn í sögu lands- ins hinn 24. júní þegar stjórnvöld afléttu áratugalöngu banni. Ríkið var það síð- asta í heimi sem leyfði konum ekki að keyra. Mohammad bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, studdi við afnám bannsins og hefur staðið fyrir öðrum umbótum í ríkinu. Engu að síður er baráttufólk fyrir auknum réttindum kvenna enn handtekið reglulega í Sádí-Arabíu. BLEIBEL/Daily Star – Líbanon Júní Konur í Sádí-Arabíu fá að keyra bíl Andrés Manuel López Obrador lýsti yfir sigri hinn 1. júlí í forsetakosningunum í Mexíkó. Varð hann fyrsti vinstrimaðurinn til þess að leiða landið í meira en þrjá- tíu ár. López Obrador, sem oft er kenndur við skammstöfunina á nafni sínu, AMLO, hlaut 53% atkvæða og lofaði að hefja nýtt tímabil í mexíkóskum stjórn- málum, auk þess sem hann myndi standa í hárinu á Donald Trump Bandaríkja- forseta. Í sigurræðu sinni lofaði hann að berjast gegn spillingu á æðstu stöð- um, takast á við skipulagða glæpastarfsemi og tækla landlæga fátækt í Mexíkó. CHAVEZ/El Tiempo – Hondúras Júlí López Obrador tekur við völdum í Mexíkó Því var lekið í upphafi ágústmánaðar að Google ætlaði sér að setja á laggirnar ritskoðaða útgáfu af leitarvélinni sinni í Kína. Ollu tíðindin hneykslan og reiði frá mannréttindasamtökum og starfsmönnum fyrirtækisins. hin breytta leitarvél myndi ekki finna efni og leitarorð sem kínverska ríkisstjórnin hefði bannað. Verkefnið hófst í upphafi 2017 og markaði þáttaskil fyrir Google, þar sem fyrir- tækið hafði lokað á leitarvél sína í Kína árið 2010 til þess að mótmæla ritskoðun í landinu. VAN DAM/Landsmeer – Holland Ágúst Kínverjar ritskoða netið Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti sam- þykktu 17. september að mynda herlaust svæði í Idlib-héraði í Sýrlandi. Leiðtog- arnir gerðu það til þess að koma í veg fyrir átök á milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en óttast var að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hygðist láta til skarar skríða gegn síðasta vígi uppreisnarmanna í landi. Erdogan vonaði að með því að leyfa stuðningsmönnum uppreisnarmanna að dveljast í herlausa svæðinu mætti koma í veg fyrir flóttamannavanda, sem næði til Tyrklands. BLEIBEL/Daily Star – Líbanon September Tekist á um örlög Idlib-héraðs Þýska lögreglan handtók sex manns sem grunaðir voru um að hafa myndað hryðjuverkahóp öfgahægrimanna í Chemnitz hinn 1. október. Sjöundi mað- urinn sem handtekinn hafði verið í september var talinn leiðtogi hópsins. Sak- sóknarar grunuðu að mennirnir, sem voru allir þýskir ríkisborgarar milli tvítugs og þrítugs, hafi ætlað að ráðast á útlendinga og pólitíska andstæðinga. Hand- taka hópsins kom í kjölfar þess að þýskur maður var stunginn til bana í Chem- nitz, en tveir innflytjendur voru handteknir fyrir morðið. Mótmæli hófust í kjölfar- ið, sem breyttust í átök milli öfgahópa og lögreglunnar, auk þess sem umræða um flóttamannamál í Þýskalandi hófst á ný. GRAFF/Dagbladet - Noregur Október Lögreglan handtekur grunaða hryðjuverkamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.