Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 48

Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 ERLENDAR SKOPMYNDIR Sádí-arabískar konur fengu heimild til að aka löglega í fyrsta sinn í sögu lands- ins hinn 24. júní þegar stjórnvöld afléttu áratugalöngu banni. Ríkið var það síð- asta í heimi sem leyfði konum ekki að keyra. Mohammad bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, studdi við afnám bannsins og hefur staðið fyrir öðrum umbótum í ríkinu. Engu að síður er baráttufólk fyrir auknum réttindum kvenna enn handtekið reglulega í Sádí-Arabíu. BLEIBEL/Daily Star – Líbanon Júní Konur í Sádí-Arabíu fá að keyra bíl Andrés Manuel López Obrador lýsti yfir sigri hinn 1. júlí í forsetakosningunum í Mexíkó. Varð hann fyrsti vinstrimaðurinn til þess að leiða landið í meira en þrjá- tíu ár. López Obrador, sem oft er kenndur við skammstöfunina á nafni sínu, AMLO, hlaut 53% atkvæða og lofaði að hefja nýtt tímabil í mexíkóskum stjórn- málum, auk þess sem hann myndi standa í hárinu á Donald Trump Bandaríkja- forseta. Í sigurræðu sinni lofaði hann að berjast gegn spillingu á æðstu stöð- um, takast á við skipulagða glæpastarfsemi og tækla landlæga fátækt í Mexíkó. CHAVEZ/El Tiempo – Hondúras Júlí López Obrador tekur við völdum í Mexíkó Því var lekið í upphafi ágústmánaðar að Google ætlaði sér að setja á laggirnar ritskoðaða útgáfu af leitarvélinni sinni í Kína. Ollu tíðindin hneykslan og reiði frá mannréttindasamtökum og starfsmönnum fyrirtækisins. hin breytta leitarvél myndi ekki finna efni og leitarorð sem kínverska ríkisstjórnin hefði bannað. Verkefnið hófst í upphafi 2017 og markaði þáttaskil fyrir Google, þar sem fyrir- tækið hafði lokað á leitarvél sína í Kína árið 2010 til þess að mótmæla ritskoðun í landinu. VAN DAM/Landsmeer – Holland Ágúst Kínverjar ritskoða netið Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti sam- þykktu 17. september að mynda herlaust svæði í Idlib-héraði í Sýrlandi. Leiðtog- arnir gerðu það til þess að koma í veg fyrir átök á milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en óttast var að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hygðist láta til skarar skríða gegn síðasta vígi uppreisnarmanna í landi. Erdogan vonaði að með því að leyfa stuðningsmönnum uppreisnarmanna að dveljast í herlausa svæðinu mætti koma í veg fyrir flóttamannavanda, sem næði til Tyrklands. BLEIBEL/Daily Star – Líbanon September Tekist á um örlög Idlib-héraðs Þýska lögreglan handtók sex manns sem grunaðir voru um að hafa myndað hryðjuverkahóp öfgahægrimanna í Chemnitz hinn 1. október. Sjöundi mað- urinn sem handtekinn hafði verið í september var talinn leiðtogi hópsins. Sak- sóknarar grunuðu að mennirnir, sem voru allir þýskir ríkisborgarar milli tvítugs og þrítugs, hafi ætlað að ráðast á útlendinga og pólitíska andstæðinga. Hand- taka hópsins kom í kjölfar þess að þýskur maður var stunginn til bana í Chem- nitz, en tveir innflytjendur voru handteknir fyrir morðið. Mótmæli hófust í kjölfar- ið, sem breyttust í átök milli öfgahópa og lögreglunnar, auk þess sem umræða um flóttamannamál í Þýskalandi hófst á ný. GRAFF/Dagbladet - Noregur Október Lögreglan handtekur grunaða hryðjuverkamenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.