Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018
Sú afstaða hefur lengi verið við lýði að
náttúran sé óumbreytanlegt fyrirbæri í þjón-
ustu mannkyns. Hin upplýstari á meðal okk-
ar hafa hins vegar gert sér grein fyrir því að
þetta viðhorf mun leiða okkur í glötun. Um-
hverfið er ekki lengur annars flokks
áhyggjuefni; það er satt að segja grundvall-
aratriði sem ætti að hafa að leiðarljósi í öll-
um málum sem varða þróun til framtíðar.
Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrir
litlar þjóðir eins og Sílebúa – sem oft verða
fyrir mestum búsifjum út af tjóni við strand-
lengjuna vegna loftslagsbreytinga – að vinna
að því að vernda umhverfið og viðhalda um
leið efnahagslegum uppgangi nú þegar vöxt-
ur heldur áfram hjá iðnvæddum löndum á
borð við Brasilíu og Kína halda áfram að
vaxa og millistéttin heldur áfram að stækka
og í kjölfarið á því að Bandaríkjamenn höfn-
uðu Parísarsáttmálanum.
Góðu fréttirnar eru að umhverfisvandinn
er orðinn svo brýnn að hann hefur skerpt
vitund okkar um stöðuna. Slæmu fréttirnar
eru að við erum þegar orðin sein fyrir. Við
erum síðasta kynslóð valdhafa sem geta tekið
ákvarðanir í tæka tíð til að afstýra hörm-
ungum á plánetunni allri. Þær ákvarðanir,
sem við tökum í dag, gætu leitt okkur til
framtíðar þar sem lofslagsmál verða í betri
skorðum eða þær gætu grafið undan öryggi í
mat, vatni og orku um ókomna áratugi.
Til að átta sig á mikilvægi umhverfismála
þarf hver sem nálgunin er óhjákvæmilega að
spyrja spurninga um kostnað. Það þarf að
taka frá talsvert fjármagn eigi að draga úr
áhrifum, að ekki sé talað um að laga sig að
breyttum aðstæðum og greiða fyrir um-
skiptin frá úreltum framleiðsluháttum. Um
leið og við sættum okkur við að hugmyndin
um skammtímahagvöxt getur ekki verið okk-
ar eina leiðarljós eru næstu spurningar:
Hversu mikið eigum við að fjárfesta í þessu?
Hvað miklu erum við tilbúin að fórna?
Það er ekkert einfalt svar. Lykillinn hér er
að skilja að í allri hagfræðilegri nálgun þarf
að gera ráð fyrir hlutfallslega litlum kostnaði
af að fara þessa leið þegar tekin eru með í
reikninginn áhrif vaxandi magns koltvísýr-
ings í andrúmsloftinu.
Daglega koma fram nýjar rannsóknir sem
veita vísbendingar um hvað aðgerðarleysi
getur verið afdrifaríkt: þurrkar, skógareldar,
ofsaveður og öfgakennd úrhelli sem hafa
mikil áhrif á uppskeru, kvikfénað og innviði.
Kostnaður aðgerðarleysis kemur líka fram í
því að milljónir manna eru tilneyddar að fara
á vergang og skyndilega er kominn þrýst-
ingur á heilbrigðiskerfi að vera tilbúin að
bregðast við brjótist út sjúkdómsfaraldrar.
Samkvæmt Alþjóðabankanum valda nátt-
úruhamfarir á ári hverju tjóni sem sam-
svarar 250 milljarða dollara (30 billjóna
króna) tapi í neyslu. Staðreyndin er sú að
loftslagsbreytingar gætu orðið til þess að
þeim sem búi við sára fátækt hafi fjölgað um
100 milljónir árið 2030. Eins og sérfræðingar
hafa áður bent á erum við einfaldlega að
ónýta þróunarstarf ef við komum ekki bönd-
um á loftslagsbreytingar.
Í Síle höfum við hafist handa við þetta
verkefni, að minnsta kosti að hluta. Þökk sé
ágengri orkustefnu, sem hrint var í fram-
kvæmd 2014 á öðru kjörtímabili mínu á for-
setastóli, höfum við þrefaldað þá endurnýj-
anlegu orku, sem er á boðstólum í
dreifikerfi okkar og lækkað verðið úr 130
dollurum (16.300 krónum) í 32 dollara (4.000
krónur) á kílóvattstund. Fyrir 2014 vorum
við ekki aðeins háð innfluttri orku frá öðrum
löndum, við vorum einnig komin upp á náð
og miskunn langvarandi þurrka. Síðan höf-
um við beislað orku sólar og vinds í eyði-
mörkum okkar og meðfram strandlengj-
unum og nýtt okkur gufuna djúpt ofan í
eldfjöllunum með jarðhitaveitum.
Við höfum tekið stærra hafsvæði undir
verndarvæng ríkisins til að vernda sjávar-
auðlindir okkar og vistkerfi strandlengj-
unnar. Með því að vinna með einkageiranum
hefur okkur einnig tekist að efla landvernd
þannig að nú nær hún til svæðis á stærð við
Sviss, sem opnar gríðarlega möguleika í þró-
un sjálfbærrar ferðamennsku. Við erum einn-
ig að fjárfesta í framtíðinni með fyrstu
grænu sköttunum í álfunni og banni við
plastpokum.
Við höfum sýnt að framleiðnilíkön geta
þróast. Líkt og fólk hefur uppgötvað á Ís-
landi og í Kosta Ríka höfum við komist að
því að það eru góð viðskipti að draga úr út-
blæstri. Og við höfum sýnt að öll ríki, stór og
smá, geta veitt forustu gagnlegum lausnum
við umhverfisvandamálum.
En ef við viljum breytingar um allan heim
getum við ekki búist við að hvert land geri
það sama og geri það upp á eigin spýtur.
Við verðum að helga sameinaða krafta okk-
ar vörn almannaheilla og finna jafnvægi á
milli hagvaxtar, atvinnusköpunar og
umhverfiskrafna. Ef við höldum áfram að
gera allt eins og venjulega mun okkur mis-
takast. Að halda þannig áfram væri leið til
glötunar í ljósi sprengingar í fólksfjölgun,
vaxandi eftirspurnar eftir orku og hættu-
legra neysluvenja. Alþjóðlegt samstarf á
borð við Parísarsamkomulagið og 2030 dag-
skrána um sjálfbæra þróun veita fyrirmynd
að því hvernig samnýta eigi krafta, styðja
þá sem hafa setið eftir og leggja til aðrar
leiðir.
En við þurfum einnig að færast fram á við
og gera áætlun – líkt og Bandaríkin gerðu
þegar þau settu á fót Marshall-aðstoðina og
buðu Evrópu efnahagsaðstoð eftir síðari
heimsstyrjöld – til að hraða aðgerðum okkar
og greiða fyrir fjárfestingum sem skipta máli
og meðal annarra hluta draga úr þeim hætt-
um sem fylgja kröfu hagkerfa okkar um
framleiðni.
Heimur ónýttra möguleika kemur til
dæmis fram þegar við veltum fyrir okkur
orkuskiptum. Verkefnið Drawdown, um-
hverfisbandalag sem ekki er rekið í hagn-
aðarskyni, hefur reiknað út að með því að
auka framleiðslu vindorku á landi um 21,6%
fyrir 2050 mætti draga úr losun CO2 um 8,4
gígatonn og spara 7,4 billjónir dollara (904
billjónir króna). Það er kominn tími til að
meta virði þeirrar þróunar sem búast má
við að leiði til varanlegrar samstöðu og frið-
ar. Um það snýst þetta allt saman: að
mannkyn lifi af og það verði gert með rétt-
um hætti.
©2018 The New York Times og Michelle Bachelet
Veiðimaður við yfirgefinn bát í hinu uppþorn-
aða Poopó-vatni í Bólivíu. Íbúarnir eru farnir.
Josh Haner/The New York Times
Iðnaðarmenn einangra leiðslu í nýrri jarðvarmavirkjun í Síle. Þjóðin reiddi sig áður á innflutta orku, en hefur nú lagt áherslu á sjálfbæra orkugjafa.
Meridith Kohut/The New York Times
Það er lífsspursmál fyrir ríki heims að finna jafnvægi á milli hagvaxtar, atvinnusköpunar og sjálbærni í umhverfismálum.
MICHELLE BACHELET
var kjörin forseti Síle fyrst kvenna. Hún gegndi emb-
ættinu frá 2006 til 2010 og aftur frá 2014 til 2018.
Hún er yfir mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Með því að vinna með einkageiranum
hefur okkur einnig tekist að efla land-
vernd þannig að nú nær hún til svæðis á
stærð við Sviss, sem opnar gríðarlega möguleika
í þróun sjálfbærrar ferðamennsku.
TÍMAMÓT: Í SKÝRSLU SÞ UM LOFTSLAGSMÁL ER DREGIN UPP DÖKK MYND AF ÁSTANDINU ÁRIÐ 2040
’’
Hunsið loftslagsbreytingar
á eigin ábyrgð