Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 60
Táknrænir gervihandleggir fjarlægðir af eftirmynd af Venusi frá Míló á neðan- jarðarlestarstöðinni Louvre-Rivoli í París í mars að afstaðinni herferð Handi- cap International til að vekja athygli á þörfinni um allan fyrir gervilimi handa fólki, sem misst hefur útlimi. Christophe Archambault/Agence France-Presse — Getty Images Hefur eitthvað mikilvægt orðið eftir hjá okkur? Eftir því sem nútímalífið breytist vaknar spurn- ingin hvort samfélagið hafi skilið eitthvað mik- ilvægt eftir. Er hægt eða ætti að reyna að ná í það aftur? Við báðum Daniel Libeskind, Juliu Alvarez, Ray Kurzweil, Mörtu Vieira da Silva, Ben Katc- hor, Sharmeen Obaid- Chinoy og fleiri að leggja af mörkum hugleiðingar sínar um þá mikilvægu hluti sem við kunnum að vera að missa sjónar á í hraðvaxandi flaumi at- burða líðandi stundar. ©2018 The New York Times STÓRA SPURNINGIN 60 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Allt frá því hvernig ég bý til uppskriftir til þess hvernig ég skapaði rýmið sem varð að bak- aríinu og kaffihúsinu mínu í Austur-London þá horfi ég til fortíðar um leið og ég held stöðugt fram veginn. Ég tók hugmyndina um notalegu kökubúðina í Evrópu og nútímavæddi upplif- unina, en starf mitt er samruni þess sem er núna og starfs fyrirrennara minna. Við byggjum stöðugt á fortíðinni, pússum hana, endursköpum hana. Uppskriftir eru full- komið dæmi um þetta. Þær ganga frá kynslóð til kynslóðar, með athugasemdum hvers bak- ara sem notar þær. Þegar ég hannaði brúðarkökuna fyrir Harry prins og Meghan Markle í vor hurfum við frá hinni hefðbundnu ávaxtaköku og kusum þess í stað sítrónu og ylliblóm, bragð sem beislaði inntak augnabliksins: árstíð og sjálfbærni. Hinir fallega smíðuðu, gylltu kökustandar kon- ungsfjölskyldunnar höfðu verið notaðir í fjölda skipta í áranna rás og voru komnir með gljáða áferð sem ég tel fallegri en eitthvað nýtt og fullkomið. Og hinar mörgu hendur, sem hafa haldið á þeim gera þá að eðli og inntaki fallegri. Ég leyfi mér að halda að samfélag okkar kunni að meta þessi blæbrigði. Eitthvað gamalt. Eitthvað nýtt. ©2018 The New York Times og Claire Ptak Handout Claire Ptak Claire Ptak er bakarameistari. Hún á bakaríið Violet Cakes í London og er höfundur The Violet Bakery Cookbook. Allt frá minni fyrstu heimsókn varð ég ást- fangin upp fyrir haus af Miðjarðarhafinu. Á fimm ára fresti eða svo þegar fjöl- skyldan hafði efni á lögðum við í hann yfir álfuna og skildum eftir þurran og kaldan veturinn í Jóhannesarborg til að heimsækja afa og ömmu á lítilli eyju við Grikklands- strendur. Sjórinn var veldi galdurs, konungdæmi sem af öðrum heimi þar sem kolkrabbar dönsuðu hægum hreyfingum og bleikir kór- allar og ígulker röðuðu sér á kletta eins og lítil, skrítin hús í neðansjávarþorpi. Mörg ár eru liðin frá fyrstu heimsóknum mínum og þótt Vetrarbrautin lýsi enn upp hæðirnar og hljómmikið suðið í söngtifunum fylli loftið hefur innrás verið gerð í neðansjávarkon- ungdæmið mitt og Miðjarðarhafið er nánast í auðn. Nú koma ferðamenn eins og ég yfir sum- armánuðina í stórum ferjum á meðan snekkj- ur fylla flóann og rennilegir bátar, sem líta út eins og geimskip, láta keilur öflugra ljóskast- ara skína í tómt hafið fyrir neðan. Þegar ég horfi ofan í sjóinn sem áar mínir eitt sinn könnuðu vona ég með öllu hjarta lítillar stelpu að þar sé leynilegur, falinn afkimi þar sem verur barnæsku minnar eru í felum og bíða þess að við slökkvum ljósin. © 2018 The New York Times og Alexia Webster Hannah Reyes Morales Alexia Webster Alexia Webster er heimildaljósmyndari og sjónlistamaður frá Suður-Afríku. Þjóðfélagið hefur gleymt hugmynd, sem hefur fylgt mannkyni frá ómunatíð: útópíu. Sú hug- mynd að það beri að sækjast eftir og dreyma um nýjan og betri heim hefur að miklu leyti horf- ið úr samfélagi okkar sem er allt of efagjarnt, ef ekki kaldhæðið. Það er nóg af ófremdarríkjum, dystópíum, til að valda okkur martröðum, en ef til vill er heimur án útópíu ekki þess virði að búa í honum; útópía, fyrirmyndarríkið, gegnir sama hlut- verki í hugmynd okkar um söguna og hraði ljóssins í alheiminum. Hún mótar sjóndeildar- hring möguleikanna sem skipta sköpum til að ná áttum í heiminum. Án hugmyndaríkrar leitar að betra samfélagi erum við dæmd til að rolast í ráðvilltri skilvirkni. Vegna þess að hugmyndafræðilegar stefnur liðinnar aldar voru afhjúpaðar sem falskar út- ópíur höfum við verið svipt hugmyndinni um betri framtíð. Hvort hugmyndin um útópíu mun nokkru sinni snúa aftur veltur á krafti mannsandans, trú okkar á það sem er í vændum. En hvað eigum við þó með að gera kröfur til andans sem mun fara ferða sinna að vild? © 2018 The New York Times og Daniel Libeskind Stefan Ruiz Daniel Libeskind Daniel Libeskind er pólsk-bandarískur arkitekt, prófessor og sviðshönnuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.