Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018
Almennt er ég á því að fyrir hvern hlut sem við
glötum hlotnist okkur eitthvað annað. Í neðan-
jarðarlestinni í New York-borg í gær taldi ég 30
manns í vagninum og allir nema einn störðu á
snjalltækið sitt. Sumir voru einnig með heyrn-
artólin í eyrunum. Skyndilega sá ég þessa
senu eins og ég væri að horfa á hana úr fram-
tíðinni; græjurnar sem fólkið var með í hönd-
um voru gamaldags og klunnalegar, eins og
allir væru með súrefnistank. Ég er viss um að
dag einn verða þessi tæki grædd í fólk með
skurðaðgerð. Það er bara spurning um tíma.
Ég játa að ég er fíkill líkt og milljónir annarra
manna. Mér finnst ég nakinn án snjalltækis-
ins. Ég fyllist örvæntingu þegar ég man ekki
hvar ég lagði það frá mér. Ég játa: mér finnst
gott að vera með framlengingu á heilanum
þegar ég man ekki einhverja staðreynd.
Mundi ég vilja að tækið yrði grætt í mig? Ég
held ekki.
Það sem við höfum bætt við í aðgengi að
upplýsingum hefur glatast þegar kemur að tíma okkar. Hverjum einasta tölvupósti, hverjum
skilaboðum, hverju símtali fylgja væntingar um tafarlaus viðbrögð. Félagsvefir og fréttaflutn-
ingur allan sólarhringinn krefjast stöðugrar athygli. Eina leið hef ég fundið til að endurheimta
dálítinn tíma og hún er að hægja einfaldlega á hlutunum með íhugun. Taka nokkur augnablik
út af fyrir mig. Kippa úr sambandi við býflugnabúið.
©2018 The New York Times og Richard McGuire.
Anja Jahn
Richard McGuire
Richard McGuire er bandarískur listamaður, tónlistarmaður og rithöfundur.
Nýútkomin bók hans heitir Richard McGuire Art for the Street 1978-82.
Hann skrældi alltaf eplið hægt, yfirvegað,
gerði hlé til að stilla hljóðið í útvarpinu þar
sem við sátum við eldhúsborðið. „Þetta eru
fréttir klukkan sex …“ sagði þulurinn að venju
og afi brosti. Amma, sem var fyrir aftan okkur
upptekin yfir pottunum, settist ávallt hjá okkur
og hellti sér í glas úr Johnny Walker-viskí-
flösku, sem innihélt aðeins vatn þar sem
áfengisbanni hafði verið lýst yfir í Pakistan
mörgum árum áður.
Síðan hófust nánast alltaf sögur þar sem afi
lýsti sætu mangóunum, sem hann hnuplaði af
trjám nágrannans. Amma sagði frá and-
spyrnuhreyfingunni, sem hún gekk í áður en
Indlandsskaga var skipt 1947. Tvö barnabörn
sátu hugfangin og bitu hvort í sína eplasneið-
ina.
Þessi síðdegi við eldhúsborðið og sögurnar
sem okkur voru sagðar mótuðu hvernig við
sáum heiminn. Við höfðum munað tímans og
löngun til að deila honum með öðrum. Nú eru
dætur mínar með græjur og hafa svo mikið að
gera að meira kemst ekki fyrir á dagatalinu. Það er enginn tími fyrir niðurskorin epli eða sög-
ur. Það er mjög lítill tími til að vera barn.
©2018 The New York Times og Sharmeen Obaid-Chinoy
Bina Khan
Sharmeen Obaid-Chinoy
Sharmeen Obaid-Chinoy er pakistanskur blaðamaður, kvikmyndagerðar-
maður og aðgerðasinni. Hún hefur unnið tvenn Óskarsverðlaun og þrenn
Emmy-verðlaun.
Á næstu þremur áratugum munu náttúru-
greind og gervigreind verða eitt; við munu
lifa um ófyrirséðan tíma og verða billjón
sinnum greindari. Á þessum tímum hröð-
unar í þróun tækninnar eru fátækt, sjúkdóm-
ar, skortur á nauðsynjum, ólæsi og ofbeldi á
undanhaldi. Á undanförnum tuttugu árum
hefur fátækt í heiminum minnkað um rúman
helming. Á undanförnum 200 árum hafa lífs-
líkur okkar tvöfaldast. Þetta eru aðeins tvö
dæmi um undraverðar framfarir sem við höf-
um náð fram eftir því sem fram heldur í nú-
tímanum og sambærilegar framfarir hafa
náðst í að auka menntun, tryggja hreinlæti
og koma á lýðræði um allan heim.
Grundvöllur þessarar þróunar er jöfn og
stöðug tvöföldun á hlutfalli verðs og afkasta
annars vegar og bolmagni hins vegar í upp-
lýsingatækni – tækni sem er þúsund sinnum
öflugri nú en fyrir nokkrum árum og verður
milljón sinnum öflugri eftir 20 ár. Um leið og
læknavísindi, landbúnaður, orka og fram-
leiðsla verða birtingarmyndir upplýs-
ingatækni munum við sjá róttækar breyt-
ingar á öllum sviðum lífs okkar, þar á meðal í
heilsu, mat, fatnaði, húsnæði og vinnu.
Framtíðin er betri en þú heldur. Þannig að
frekar en að horfa til þess sem samfélagið
gæti hafa orðið viðskila við hlakka ég til
framtíðar þar sem tegund okkar rýfur af sér
viðjar erfðafræðilegar arfleifðar okkar og
nær meiri hæðum í greind, efnislegum fram-
förum og langlífi en við getum ímyndað okk-
ur.
© 2018 The New York Times og Ray Kurzweil
Weinberg-Clark Photography
Ray Kurzweil
Ray Kurzweil er bandarískur rithöf-
undur, tölvunarfræðingur, uppfinn-
ingamaður og framtíðarfrömuður.
Þegar ég gekk í Brooklyn College
snemma á áttunda áratugnum voru engin
skólagjöld. Þar sem ég bjó heima hjá mér
voru einu útgjöld mín bækur, hádegis-
matur og strætómiðar í og úr skóla. Ég
notaði tímann til að leggjast yfir listir og
bókmenntir og hafði á tilfinningunni að ég
væri að leggja í ævilanga för sem skipti
öllu máli.
Ólíkt matsölustöðunum þar sem ég
borðaði hádegismat á hverjum degi rétti
háskólinn mér ekki reikning eftir tíma eða
þegar ég hafði setið við klukkustundum
saman á bókasafninu. Á vetrarkvöldum
leið mér eins og birtan, sem barst út um
glugga skólastofanna, hefði orðið til
vegna heilastarfseminnar, sem fram fór
þar innan dyra. Orkan kom hins vegar frá
sama stað og sú sem fór í ljósastaurana
sem lýstu mér leiðina heim, úr vösum
skattborgaranna í þágu íbúa Brooklyn.
Á undanförnum árum hef ég átt þess
kost að kenna við einkaháskóla í Banda-
ríkjunum og ríkisrekna háskóla í Evrópu.
Nemendurnir, sem ekki þurfa að borga,
nálgast vinnu sína með yfirvegun, sem
ekki eru möguleg þegar skólagjaldamæl-
irinn tifar í bakgrunninum.
Í hagkerfi þar sem hugmyndin um að
þurfa „starf“ til að vera verðugur tryggðra
grunntekna er dregin í efa er augljóst að
þeim borgurum, sem hafa áhuga, ætti að
nýju að standa til boða að læra og kenna
í háskólum án skólagjalda sem ríkið styð-
ur.
©2018 The New York Times og Ben Katchor
handout
Ben Katchor
Ben Katchor er bandarískur teiknari
og þekktastur fyrir teiknimyndasög-
urnar um Julius Knipl fasteigna-
ljósmyndara sem hafa hlotið lof
gagnrýnenda.
Við erum að miklu leyti hætt að leggja vísvitandi rækt við lýðræðislega þekkingu – þá þekkingu, hæfileika og getu sem fólk á opinberum
vettvangi þarf að hafa til að bera til að viðhalda heilbrigðu lýðræði.
Samkvæmt bandarísku námsstofnuninni höfðu þeir sem útskrifuðust úr menntaskóla í Bandaríkjunum tekið þrjú ólík námskeið um lýð-
ræði, samfélag og stjórnsýslu og samfélagsfræði voru samofin námsefni fyrstu tólf ár skólagöngunnar. Nú er nám um samfélagið aðeins
einnar annar námskeið í stjórnsýslu eða samfélagsfræðum í þeim 40 ríkjum þar sem slík krafa er fyrir hendi.
Afleiðingarnar af því að draga úr fjárfestingu í menntun í samfélagsmálum virðist skýr. Samkvæmt stjórnmálafræðingunum Roberto
Foa og Yascha Mounk telja aðeins um 30% aldamótakynslóðarinnar „grundvallaratriði“ að búa við lýðræði, en 72% þeirra, sem fæddust
fyrir seinni heimsstyrjöld, líta svo á. Við ættum að snúa þessu við og getum gert það.
Í júní vor sett ný viðmið í námsskrá Massachusetts þar sem ég á heima. Kynnt var til sögunnar ársnámskeið í samfélagsmálum fyrir
áttunda bekk og áherslan var aukin á samfélagsfræði á öðrum sviðum námsefnisins. Við getum endurreist fræðslu um samfélagið ríki
fyrir ríki. Vitaskuld myndi menntun í samfélagsmálum án úrbóta á því hvernig pólitískar stofnanir eru reknar ekki leysa vandann, en án
borgara sem vita hvernig á að reka lýðræðislegar stofnanir og hvers vegna við gætum viljað hafa þær munum við ekki geta bjargað lýð-
ræðinu.
©2018 The New York Times og Danielle Allen
Handout
Danielle Allen
Danielle Allen er fornfræðingur og stjórnmálafræðingur. Hún er prófessor við Harvard-háskóla og höfundur Cuz:
The Life and Times of Michael A.
STÓRA SPURNINGIN