Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 6
B A -3 1- 12 -2 01 8- 1- 1- A F O R -6 -r af al - C M Y K 6 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Tvö fjármálafyrirtæki voru skráð á almennan hlutabréfamarkað á árinu. Í mars voru bréf Kviku banka skráð á First North markaðinn og um miðjan júní voru bréf Arion banka tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar hér á landi og í Svíþjóð. Bæði fyrirtækin komu mikið við í fréttum á árinu og tengdust þær ekki aðeins fyrrnefndum skráningum. Þannig styrkti Kvika stöðu sína með kaupum á Gamma Capital Markets en þau viðskipti gengu í gegn undir lok árs. Fyrr á árinu losnaði um eignarhald ríkissjóðs á Arion banka. Seldi þá ríkið 13% hlut í bankanum fyrir 23,4 millj- arða króna. Er bankinn eftir þau viðskipti í samkeppni við tvo viðskiptabanka, Íslands- banka og Landsbanka, sem báðir eru að nær öllu leyti í eigu ríkisins. Ríkið tekur áhættu með bönkunum Þótt jákvætt skref hafi verið tekið með sölu bréfanna í Arion banka hljóta talsverðar áhyggjur að fylgja þeirri stöðu sem ríkissjóður er í með hinni gríðarstóru stöðutöku í bönkun- um tveimur. Í lok september síðastliðins var ríkissjóður með ríflega 400 milljarða króna bundna í eigin fé þeirra. Áhættan sem því fylgir endurspeglast ekki síst í þeim miklu breytingum sem eru að verða á fjármálamörk- uðum þessi misserin. Hafa sérfræðingar sem Morgunblaðið hefur rætt við á undanförnu ári bent á að líklega séu bankarnir dæmdir til þess að rýrna að verðgildi á komandi árum, bæði vegna aukinnar samkeppni af hendi lífeyris- sjóða en ekki síður fjártæknifyrirtækja af ýms- um toga sem nú ryðja sér til rúms. Tæknibylt- ingin virðist einnig opna möguleika á samkeppni að utan en undir lok árs voru fréttir fluttar af því að þýski netbankinn N26 hygðist bjóða Íslendingum upp á þjónustu sína. Enn liggur ekki fyrir hvaða viðtökur þjónusta hans mun fá en hann er með yfir 1,5 milljónir við- skiptavina þótt hann hafi aðeins hafið starf- semi árið 2015. Í fjárlögum ársins 2019 er áréttuð heimild ríkissjóðs til að selja hlut sinn í Íslandsbanka og allt að 30% hlut í Landsbankanum. Ósenni- legt verður að teljast að fjármálaráðherra hafi stuðning samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn til að stíga skref í átt að sölu veru- legs hluta í bönkunum en ánægjulegt væri að sjá hið minnsta annan þeirra skráðan á markað samhliða útboði á nýju ári. Það myndi bæði styrkja íslenskan hlutabréfamarkað en einnig gefa fjármálaráðherra tækifæri til að grynnka enn á skuldum ríkissjóðs sem nú í árslok nema um 843 milljörðum króna. Fjármagnskostn- aður vegna þeirra skulda nemur um 40 millj- örðum ár hvert. Brugðust seint við nýrri ógn Örar tæknibreytingar á fjármálamarkaði eru ekki hinar einu sem hrista upp í íslensku hag- kerfi. Innreið Costco á íslenskan smásölu- markað á fyrri hluta árs 2017 hefur haft ófyr- irséð áhrif á þann markað. Það hefur ekki aðeins gerst í tilfelli verslunar með matvöru og drykkjarföng. Ný viðmið í verðlagningu hjól- barða olli því að rótgróin fyrirtæki á þeim markaði þurftu að endurskoða alla sína álagn- ingu. Og þá varð gríðarlegur titringur á elds- neytismarkaði í kjölfar opnunar bensínstöðvar fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ. Hefur fyr- irtækið selt nærri 100% meira af eldsneyti en olíufélögin íslensku höfðu gert ráð fyrir að því yrði unnt með einn útsölustað og tiltölulega fá- ar dælur. Margt bendir til að forsvarsmenn smásölu- keðjanna íslensku og olíufélaganna hafi mis- reiknað stöðuna í tengslum við komu Costco til landsins. Hið minnsta má fullyrða að þeir hafi brugðist seint við breyttum veruleika. Og þá er ljóst að þeir tóku ekki með í reikninginn það langa reiptog sem rekast þurfti í við Sam- keppniseftirlitið, þegar þeir leituðu leiða til að þétta raðirnar og auka samkeppnishæfni sína. En nú er rykið tekið að setjast og tvö olíufélög nú tvinnuð inn í tvær stærstu matvörukeðjur landsins. Samkeppniseftirlitið heimilaði í júlí síðastliðnum kaup N1 á Festi sem m.a. rekur Krónuna, Nóatún, Kjarval og Elko, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Hagar fengu svo heimild í september til kaupa á Olís. Hagar gerðu reyndar einnig tilraun til að hasla sér völl á lyfjamarkaði en yfirvöld ógiltu þó kaup fyrirtækisins á Lyfju í júlí. Að þeirri niður- stöðu fenginni má velta upp þeirri spurningu hvort Hagar eða Festi (N1 tók upp heiti hins keypta félags) muni reisa frá grunni smásölu- þjónustu á lyfjum. Fleiri leitast við að treysta stöðu sína Þótt stóru smásölukeðjurnar hafi verið hvað mest í kastljósi viðskiptafjölmiðla vegna fyrr- nefndrar samþjöppunar eru fleiri aðilar á markaðnum sem nú gera sitt til að tryggja grundvöll sinn á markaðnum. Þannig sam- þykkti Samkeppniseftirlitið kaup Samkaupa á 10 verslunum sem félagið Baskó hefur rekið undir heitinu Iceland og 10-11, auk tveggja Há- skólabúða. Hver sem markaðshlutdeild Costco verður hér á landi á komandi árum er ljóst að fyrir- tækið hefur breytt smásölumarkaðnum til frambúðar og flest bendir til þess að tveir verslunarrisar, Festi og Hagar hafi fest sig í sessi með samþættingu olíu- og matvöruversl- unar. Gera má ráð fyrir að koma H&M inn á ís- lenskan fata- og búsáhaldamarkað kunni að hafa svipuð áhrif á þeim markaði og Costco hafði á markaði með eldsneyti og matvöru. Það er nú þegar komið fram í því að Hagar hafa að- lagað sig breyttu rekstrarumhverfi með lokun verslana og hagræðingu af ýmsum toga. Senni- legt má telja að H&M Home muni hafa áhrif á tiltekna þætti í vörusölu IKEA og ILVA en ósennilegt er að þau verði varanleg eða mikil, enda önnur svið sem þessi fyrirtæki eru stærri á en þau sem H&M heggur í. Koma Costco og H&M til landsins undir- strikar að þrátt fyrir fámennið sjá alþjóðlegir verslunarrisar sér hag í því að beina sjónum sínum hingað til lands og sækja markaðs- hlutdeild hjá neysluglaðri þjóð. Og jafnvel þótt fjöldi slíkra aðila verði aldrei jafn mikill og á stærstu mörkuðum hefur tæknibyltingin sem velgir bönkunum undir uggum, rétt eins og flestum öðrum atvinnugreinum, breytt neyslu- venjum og tryggt aðgengi fólks að nær öllu vöruúrvali sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Sú þróun hefur áhrif nær sem fjær og nú er hægt hér á landi, líkt og víða annars staðar, að sleppa við ferðir í matvöruverslanir og feng- ið matinn sendan heim að dyrum eftir „heim- sókn“ í netverslun sem aðgengileg er hvar og hvenær sem er í gegnum síma eða tölvu. Athygli flestra á flugmarkaðnum Lengst af hafa Íslendingar búið við alvarlega fákeppni á flugmarkaði. Því ræður fámennið og lega landsins. Á síðustu árum hefur aukinn áhugi erlendra ferðamanna á landinu, auk hag- stæðrar flugleiðar milli Evrópu og Bandaríkj- anna, valdið því að um 30 flugfélög bjóða flug til og frá Keflavíkurflugvelli. Mörg þeirra bjóða þó aðeins þjónustu sína yfir háönnina og á fáa tengipunkta erlendis. Vöxtur WOW air á síðustu árum breytti þeirri mynd og gerði það að verkum að Icelandair hefur ekki eitt staðið sem hryggjarstykkið í fólksflutningum til og frá landinu. Harkalegur viðsnúningur á flugmarkaði hef- ur hins vegar gert báðum þessum félögum lífið leitt og á stundum hefur litlu mátt muna að WOW air hafi sogast niður með hinni al- þjóðlegu niðursveiflu á þessum markaði. Um tíma benti flest til þess að Icelandair myndi kaupa WOW air og að nær algjör samþjöppun yrði á flugmarkaðnum til og frá landinu. Af þeim kaupum varð ekki og enn ríkir mikil óvissa um hver afdrif WOW air verða. Möguleg aðkoma Indigo Partners að félaginu, ásamt að- gerðum sem miða að því að skala reksturinn verulega niður, gefa þó fyrirheit um að félagið muni áfram geta veitt Icelandair samkeppni. Þó er ljóst að Icelandair stendur nú eitt eftir sem óskoraður burðarás í því verkefni að tryggja tengingu almennings hér á landi við út- lönd. Stórtíðindi af íslenskum sjávarútvegi Þótt mest hafi farið fyrir fréttum af flugfélög- unum á síðari hluta ársins verður ekki hjá því komist, í umfjöllun um uppstokkun í viðskipta- lífinu á árinu 2018, að minnast á Guðmund Kristjánsson, sem oftast er kenndur við Brim. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hafa tug- milljarða viðskipti sem hann hefur verið arki- tektinn að, ratað í fjölmiðla. Fyrst hristi hann upp í sjávarútveginum með kaupum á nærri 37% hlut í HB Granda af Kristjáni Loftssyni og viðskiptafélögum hans. Því næst settist hann í stól forstjóra fyrirtækisins og fékk samþykkt kaup HB Granda á Ögurvík af útgerðarfélagi sínu Brimi hf. Mitt í væringum tengdum þeim viðskiptum var svo tilkynnt að hann hefði losað um þriðjungs hlut sinn í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum. Hafði hann eldað grátt silfur við meirihluta eigenda í því félagi um langt árabil. Í samtali við ViðskiptaMoggann í september sagði Guðmundur að íslenskur sjávarútvegur yrði að þétta raðirnar og stækka rekstrarein- ingarnar. Það væri sannfæringin sem ræki hann áfram í þeim viðskiptum sem hann hefði staðið í á yfirstandandi ári. Ástæðan væri sú að íslenskur sjávarútvegur væri í alþjóðlegri sam- keppni. Flest bendir til að Guðmundur hafi rétt fyrir sér í þessu efni. Tæknibyltingin hefur hins vegar valdið því að þetta á við um flestar greinar atvinnulífsins. Því má spyrja hvort uppstokkunin 2018 sé upphafið að frekari um- skiptum í íslensku efnahagslífi. Ekki er ósenni- legt að sú verði reyndin. Stjórnendur hafa tekið upp kústinn og leitað leiða til hagræðingar á árinu sem nú er liðið. Morgunblaðið/Eggert Ár uppstokkunar að baki Miklar breytingar urðu á eignarhaldi íslenskra stórfyrirtækja á árinu 2018 og talsverð samþjöppun varð í stórum atvinnu- greinum á borð við smásölu, sjávarútveg og í fjármálastarfsemi. Margt bendir til að komandi ár verði nokkuð á sömu lund. STEFÁN EINAR STEFÁNSSON er fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Þótt mest hafi farið fyrir fréttum af flug- félögunum á síðari hluta ársins verður ekki hjá því komist, í umfjöllun um uppstokkun í viðskiptalífinu á árinu 2018, að minnast á Guðmund Kristjánsson, sem oftast er kenndur við Brim. ÍSLENSK FYRIRTÆKI REYNA AÐ FÓTA SIG Í HARÐNANDI ALÞJÓÐLEGRI SAMKEPPNI ’’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.