Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018
FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI
Nokkuð var um mikla elds-
voða á árinu. Alvarlegasti
bruninn varð þó á Selfossi í
októbermánuði, þar sem
tvær manneskjur fórust í
brunanum. Húsráðandi og
vinkona hans voru hand-
tekin vegna eldsvoðans, en
grunur lék á að annað
þeirra hefði valdið honum.
Gæsluvarðhald yfir mann-
inum var framlengt fram yfir
áramót í lok ársins og málið
er enn í rannsókn.
Morgunblaðið/Hari
Áberandi
eldsvoðar
Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey í ágústmánuði og reyndi fjölmennt lið starfsmanna
hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík og björgunarsveitarmanna að halda lífi í þeim. Annar
hvalurinn drapst en hinn komst lifandi en nokkuð særður á flot á kvöldflóðinu.
Morgunblaðið/Eggert
Andarnefju bjargað
Það varð uppi fótur og fit í borgarstjórn Reykjavíkur þegar í ljós kom að endurgerð á bragga í
Nauthólsvík hefði farið langt fram úr áætlun. Ýmsir kostnaðarliðir voru gagnrýndir, þar á
meðal rándýr strá frá Danmörku. Svört skýrsla kom út um málið í desember.
Morgunblaðið/Hari
Braggablús í borginni
Mikill baráttuhugur var í konum sem fjölmenntu á Arnarhól í tilefni af kvennafrídeginum 24.
október síðastliðinn. Voru konur hvattar til að leggja niður störf þann dag klukkan 14:55 og
voru samstöðufundir haldnir víða um land í tilefni dagsins.
Morgunblaðið/Eggert
Fjölmenni á Arnarhóli
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, stóð í ströngu á árinu, en mikil umræða var um að rekstur
flugfélaganna væri þungur. Þrátt fyrir að erlent flugrekstrarfélag, Indigo Partners, fengist til
að fjárfesta í félaginu varð ekki komist hjá uppsögnum um miðjan desembermánuð.
Morgunblaðið/Eggert
WOW air í vanda