Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 10
Ég vaknaði með bros á vör. Égheyrði að stelpurnar vorukomnar á fætur og teygði mig í símann, 9:07. Jæja, það var nú bara nokkuð gott! Ég lá í smástund og renndi yfir gærkvöldið. Ég hafði náð svo góðu samtali við pabba og Ingu systur. Það hafði nú ekki gerst í marga mánuði, þau eru alltaf á þön- um, og ég reyndar líka. Gaman að heyra hvað gamli er bissí þótt hann sé formlega hættur að vinna. Ég brosti að atorkunni og vonaði að þetta biði mín líka þegar ég kæmist á eftirlaun. Ég skreið fram úr, best að athuga með stelpurnar og hvort Maggi væri ekki örugglega frammi að sinna þeim eða hvort hann lægi flatur ofan í kon- fektskálinni. Þegar ég rölti fram þyrmdi yfir mig. Pappír og drasl úti um allt. Við höfðum farið snemma af stað til Ingu systur í gærmorgun og ekki komið snemma heim frekar en venjulega á jóladagskvöld. Ein aðal- ástæða þess að jóladagur er í uppá- haldi hjá mér. Ég settist niður og horfði á átaka- svæðið. Gjafapappír, borðar og um- búðir úti um allt, þótt megnið hefði nú ratað ofan í poka, pappírinn og plast sér svo það færi í endurvinnsl- una. Gjafir innan fjölskyldunnar voru gefnar í fjölnota pokum sem við not- um ár eftir ár en það er víst erfitt að stjórna því hvað kemur inn á heim- ilið. Þarna lá líka brotinn tyggjókúlu- skammtari, ugh! Ég var ekki lítið svekkt þegar þetta kom upp úr pökk- unum hjá stelpunum. Ég hafði sér- staklega beðið mömmu að vera ekki að kaupa plastdrasl handa þeim í jólagjöf. „En þær hafa svo gaman af þessu,“ hafði hún sagt með afsök- unartón þegar ég hermdi þetta upp á hana í gær. Annar skammtarinn hafði brotnað strax um kvöldið, meira ruslið. Stelpurnar lágu og horfðu á jóla- teiknimyndir úr sófanum, en hvar var Maggi? Jú, þarna var hann, að hella upp á kaffi í eldhúsinu. Á eld- húsbekknum sá ég glitta í Mach- intoshið sem hann fékk frá vinnunni í jólagjöf. Nokkrir litríkir molar lágu á bekknum. Ég sem hafði passað mig sérstaklega á að kaupa íslenskt kon- fekt í lágmarksumbúðum fyrir jólin, svo fékk hann þetta í jólagjöf. Ég stóð upp og rölti inn í eldhús eftir bolla. „Góðan daginn elskan,“ sagði Maggi og rétti mér uppáhalds- jólakönnuna mína með jólasveininum á sundbuxunum, með áletruninni „Sometimes it’s nice to be naughty“. „Já,“ svaraði ég, þurr á manninn. „Hvað, vaknaðir þú öfugum meg- in?“ Maggi var frekar hissa á sinni konu. „Æ, fyrirgefðu.“ svaraði ég, „ég er bara að svekkja mig á þessum endalausa umbúðaaustri og óþarfa drasli sem fylgir jólunum.“ „Þá er best að ég sé ekkert að opna fyrir þig ísskápinn“, sagði Maggi glottandi. „Æ, nei vertu ekki að því,“ svaraði ég, enda vissi ég vel að ísskápurinn var fullur af veislumat síðan á að- fangadag og við á leiðinni til tengdó í jólaboð seinnipartinn. „Við setjum eitthvað af þessu í frystinn á eftir,“ sagði Maggi og kyssti mig á kinnina. Ég settist við eldhúsborðið. Þar stóð aðventukransinn með rauðu kertunum sem ég hafði keypt í nóv- ember, áður en ég las um að kerti sem ekki væru umhverfisvottuð væru unnin úr jarðolíu og sóta og menguðu andrúmsloftið innanhúss, sérstaklega fyrir börnum. Ég starði ofan í kaffibollann og fann hvernig samviskubitið og vonleysið rann eins og kalt vatn niður bakið á mér. Þótt ég væri löngu hætt að panta af alí og reyndi að kaupa allt umhverfisvottað frá klósettpappír upp í hótelgistingu þá bara gat ég ekki vitað allt. Ég passaði auðvitað að álbakkarnir und- an sprittkertunum, ónýtar jólaseríur og annað færi á réttan stað í Sorpu en … ugh. Ég sá líka alveg svipinn á foreldrunum í bekknum þegar stelp- urnar mættu á litlu jólin með gjaf- irnar í pakkaleikinn pakkaðar inn í auglýsingapappír. Stelpurnar höfðu haft svo gaman af því að velja flott- ustu myndirnar sem þær fundu og gera pakkana flotta. Ég fann hönd strjúkast yfir axl- irnar á mér. Maggi settist við hliðina á mér og brosti huggandi, ekki í fyrsta sinn sem hann sá þennan svip á andlitinu á mér. „Þú ert ekki ein í þessu liði, elskan,“ sagði hann rólega. „Nei, það er rétt.“ Ég vissi það alveg en stundum var ég bara svo lítil í stóra samhenginu. „Mamma!“ Öskrin í Aldísi vöktu mig til lífsins, „hvenær förum við til ömmu?“ Hún skoppaði brosandi til mín. „Ekki fyrr en seinnipartinn, elskan,“ sagði ég, „ertu svöng?“ „Nei, við Freydís vorum að borða mandarínurnar sem voru á sófaborð- inu,“ sagði Aldís um leið og hún teygði sig eftir bleikum Machintosh- mola á eldhúsbekknum. Ég nennti ekki að hreyfa mótbárum. Freydís kom hlaupandi inn í eld- hús. „Æ mamma, minn brotnaði líka,“ sagði hún og rétti mér brotinn tyggjó-skammtara. „Æ, ekki þolir þetta nú mikið,“ sagði ég. „Já, þetta er nú meira draslið, mamma,“ sagði Freydís, „af hverju er amma að kaupa svona plastdrasl?“ „Sjórinn er fullur af plasti,“ muldr- aði Aldís án þess að líta upp úr bók- inni sem hún var að fletta. „Ég veit það ekki, elskan,“ sagði ég og leit aft- ur á Freydísi. „Við þurfum að segja henni að hætta að kaupa svona drasl,“ sagði Freydís áhyggjufull. Ég fann hvernig samviskubitið skreið aftur niður bakið á mér, var ég búin að smita stelpurnar af þessum um- hverfisáhyggjum líka? „Við berum ekki ábyrgð á inn- kaupum annarra, elskan,“ sagði ég, „við getum bara borið ábyrgð á okk- ar eigin hegðun. Við kaupum ekki svona, við reynum að kaupa sem minnst af plasti, minnst af óþarfa og förum vel með það sem við eigum. Það er það sem við getum gert. Svo eru fleiri sem gera það sama og margt smátt gerir eitt stórt. Í vinnunni hjá mömmu er líka verið að kaupa minna og breyta umbúðunum sem við seljum svo það verði minna plast. Við erum komin með stefnu í sjálfbærni.“ „Já,“ sagði Freydís hugsi, „það er gott. Mamma, getum við horft á Álf?“ „Aftur?“ svaraði ég, bara búin að sjá hana þrisvar í des- ember. „Já, við förum ekki alveg strax,“ sagði Aldís. „Allt í lagi,“ sagði ég og leyfði stelpunum á toga mig á fætur. Þegar við löbbuðum inn í stofu horfði ég yfir allar gjafirnar og papp- írsruslið og hugsaði með mér að ég gæti ekki stjórnað öðrum en ég get stjórnað mér og ég hef áhrif. Ég hef áhrif á stelpurnar, ég hef áhrif á fólk- ið sem ég vinn með, fjölskyldu og vini. Sem betur fer eru fleiri og fleiri að vakna, bæði einstaklingar og fyr- irtæki. Ég get átt viðskipti við þá sem eru að breyta til betri vegar og vilja taka þátt í sjálfbæru samfélagi. En núna eru jól og ég ætla mér að lifa og njóta með fjölskyldunni minni á eins sjálfbæran og samviskubits- lausan hátt og ég get. Áhyggjur gera ekkert nema stela af mér gleðinni og fæla frá því að gera hlutina á nýja vegu. Ég veit ekki allt og get ekki allt, en ég get margt og margt smátt gerir eitt stórt. Gleðileg jól, lesendur góðir. Njót- um hátíðanna, sleppum óþarfa og áhyggjum. Sjálfbær jólasaga Í átt að sjálfbærni dr. Snjólaug Ólafsdóttir snjolaug@andrymi.is ’Ég fann hvernig sam-viskubitið skreið afturniður bakið á mér, var égbúin að smita stelpurnar af þessum umhverfis- áhyggjum líka? Thinkstock VETTVANGUR 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2018 Rekaviðarhálsmen frá kr. 15.500 Teketill úr postulíni kr. 36.500 Smádúkur úr lífrænni bómull kr. 4.900 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Roðtöskur Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.