Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Side 15
16.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 gott efni. Svo liðu árin án þess að neitt gerðist. Það var ekki fyrr en á Grensási sem ég fór að leiða hugann að þessu fyrir alvöru. Hugsaði með mér: Ég sé ekki fólkið lengur og þarf fyrir vikið ekki að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Eins fannst mér ég vera kominn með býsna gott efni sem að mestu leyti tengdist sjálfum mér og veikindum mínum. Svartur húmor, gæti einhver sagt, en það var einmitt það sem hjálpaði mér mest að stíga þessa öldu.“ Valdimar hafði horft mikið á Seinfeld í sjón- varpinu gegnum árin og sótti hugmyndir og styrk þangað. Eins var Hellisbúinn í flutningi Bjarna Hauks Þórssonar honum innblástur. „Ég sá þá sýningu á sínum tíma, hún var gjör- samlega frábær. Ég man sérstaklega eftir einu atriði, þar sem salurinn hló svo mikið að Bjarni sá bara einn kost í stöðunni; að hlæja með okkur. Það hlýtur að hafa verið frábær tilfinning.“ Ég verð með uppistand! Meðan Valdimar vann hjá Prentmeti fékk hann útrás fyrir spéþörfina með því að gera myndbönd fyrir árshátíð fyrirtækisins, þannig gat hann bara setið úti í sal meðan spaugið rúllaði. „Vorið 2016 hringdu eigendurnir, Guð- mundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, og buðu mér á árshá- tíð Prentmets og sögðu að skemmtinefndin vildi endilega fá mig í nokkur atriði í mynd- bandinu. Ég var til dæmis vanur að leika Guð- mund Ragnar enda eini maðurinn sem treysti sér í það. Síðan hætti skemmtinefndin við myndbandið sem voru mér talsverð vonbrigði. Það varð til þess að ég hringdi og tilkynnti að ég ætlaði að vera með uppistand á árshátíð- inni. Stutt símtal en stórt skref fyrir mig. Þarna var að hrökkva eða stökkva.“ Fyrsta „gigg“ Valdimars sem uppistandara var á árshátíð Prentmets snemma árs 2016 á Hótel Örk í Hveragerði. „Örn Árnason leikari var veislustjóri, þaulvanur maður, og ég fann hvernig stressið magnaðist með hverri mínútu sem leið. Hvað var ég eiginlega búinn að koma mér út í? Jæja, ég var kallaður upp og byrjaði. Fór svo sem þokkalega af stað en fann fljót- lega að ég var að verða svakalega þurr í háls- inum. Nú fer röddin að gefa sig, hugsaði ég með mér. Í þeim pælingum klikkaði míkra- fónninn – í miðjum brandara. Hann var lagað- ur í snarhasti og á meðan gleymdi ég því hvað ég var þurr í hálsinum og náði mér bara ágæt- lega á strik eftir þetta. Bakkaði bara um tvær línur og hélt áfram. Á heildina litið fannst mér þetta ganga ágætlega og viðtökur voru vonum framar. Er ekki sagt að fall sé fararheill?“ Góða kvöldið, Valdimar! Þetta spurðist út og skömmu síðar var Valdi- mar beðinn um að vera með uppistand í Sjálfs- bjargarhúsinu. Notaði þá megnið af efninu sem hann var með hjá Prentmeti og prjónaði við það um Hátún og veruna þar og kom inn á málefni líðandi stundar. „Ég fann strax að ég var mun afslappaðri þarna, bjó að eldskírninni, og þetta gekk bara ljómandi vel.“ Einn brandarinn snerist um það hvað þjón- ustan væri góð í Hátúni; það væri morg- unmatur, hádegismatur, miðdegiskaffi, kvöld- matur, kvöldkaffi, íbúðin þrifin og fötin þvegin. Þegar Valdimar hélt að þetta yrði ekki betra var hann spurður hvort hann vildi fá næt- urheimsókn. Það hljómaði fáránlega vel í hans eyrum og svo spenntur varð okkar maður að honum kom ekki dúr á auga fyrstu nóttina sem hann átti að fá næturheimsóknina. Um miðja nótt heyrði hann fótatak á ganginum og dyrn- ar opnast. Einhver kom inn í íbúðina og mælt var, djúpri karlmannsröddu: „Góða kvöldið, Valdimar!“ Fólk hló og hló að þessu og skyndilega var Valdimar að upplifa sama augnablik og Bjarni Haukur í Hellisbúanum forðum. Ekki var ann- að í stöðunni en að hlæja með salnum. Smá skáldaleyfi Spurður hvort þetta með næturheimsóknina sé sönn saga glottir Valdimar við tönn. „Maður verður nú að taka sér smá skáldaleyfi! Það er vissulega boðið upp á næturheimsóknir hérna en ég hef aldrei fært mér það í nyt.“ Þau hafa verið nokkur síðan, giggin. Eitt það eftirminnilegasta var síðasta vor á endur- fundum nemenda sem útskrifuðust úr Val- húsaskóla á Seltjarnarnesi 1983. „Megnið af liðinu var mætt þarna og ég, sem þorði aldrei að gera neitt í gaggó, var þarna með helj- arinnar uppistand. Það vakti mikla lukku, þó að ég segi sjálfur frá, og margir komu að máli við mig á eftir og sögðu þetta hafa verið há- punkt kvöldsins. Það var mjög góð tilfinning og yljaði mér um hjartaræturnar.“ Síðan fór Valdimar ennþá lengra út fyrir þægindarammann þegar hann kom fram á „open mic-kvöldi“ á BarAnanas. „Þar ögraði ég mér með tvennum hætti; annars vegar var ég á stað þar sem enginn þekkti mig og hins vegar var uppistandið á ensku. Þetta gekk bara vel og var góð reynsla.“ Það er ekki bara uppistandið, eftir að hann „Sjónin er farin og ég geri mér ekki vonir um að sjá á ný. Auðvitað væri gaman að geta horft aftur á konur og kvikmyndir en ég hugsa samt meira um viðfangsefnin sem blasa við mér í dag. Mér hefur gengið vel að aðlagast nýjum veruleika og kýs að hugsa frekar um kosti en galla þess að vera blind- ur,“ segir Valdimar Sverrisson ljósmyndari. Morgunblaðið/Hari ’Um miðja nóttheyrði hannfótatak frammi áganginum og dyrnar opnast. Einhver kom inn í íbúðina og mælt var, djúpri karlmannsröddu: „Góða kvöldið, Valdimar!“ Valdimar þriggja ára snáði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.