Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Síða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2018 missti sjónina, Valdimar hefur líka látið annan gamlan draum rætast – að syngja op- inberlega. „Ég hafði aldrei lært söng og aldrei sungið nema lágt innan um aðra en þegar ég varð fimmtugur í fyrra þá langaði mig að halda almennilega upp á þann áfanga og um leið þá staðreynd að ég hefði lifað veikindi mín af með því að syngja fyrir veislugesti. Ég bar þetta undir móður mína og hún sagði strax já enda þótt hún hefði aldrei heyrt mig syngja. Þrátt fyrir þá trú ákvað ég eigi að síður að panta mér söngtíma til að undirbúa mig sem best.“ – Og hvernig gekk það? „Það gekk þannig að þegar ég spurði eftir fyrsta tímann hvað hann kostaði þá svaraði söngkennarinn alvarlegur í bragði: Ekkert ef þú lofar að koma aldrei aftur!“ – Nú skrökvarðu! „Já.“ Hann hlær stríðnislega. Valdimar tók nokkra söngtíma og fór á flug eftir að söngkennaranum, Sólveigu Unni Ragnarsdóttur hjá Vocalist, hugkvæmdist að hækka Týndu kynslóðina eftir Bjartmar Guð- laugsson upp um áttund. „Þá small þetta.“ Valdimar fékk hljómsveit undir stjórn Dav- íðs Valdimarssonar vinar síns til að spila undir hjá sér en yfir eitt hundrað manns mætti í fimmtugsafmælið í safnaðarheimili Fríkirkj- unnar á Laufásvegi. Afmælisbarnið fór með gamanmál og söng nokkur vel valin lög, meðal annars Sjúddirarí rei eftir Gylfa Ægisson og nokkur Bítlalög, en þeir Paul McCartney eiga sama afmælisdag. Spurður hvernig til hafi tekist svarar Valdimar: „Bara vel, alla vega tæmdist ekki salurinn.“ Kiss á harmónikku Aðra tónleika hélt Valdimar í afmæli Ingi- bjargar Steinunnar, vinkonu sinnar, á þessu ári og fékk þá Guðmund Steingrímsson, fyrr- verandi alþingismann, til liðs við sig. „Ég heyrði í honum í útvarpinu segja frá því að hann spilaði Kiss-lög á harmónikku og fannst það alveg brilljant. Hringdi í framhaldinu í Guðmund, sem ég þekkti ekki neitt, og hann var alveg til í að spila undir hjá mér í afmælinu hennar Ingu Steinu. Við tókum nokkur Kiss- lög og svo Sjúddirarí rei og það var afmæl- isgjöf mín til hennar.“ Úr því Valdimar var farinn að gera svona vel með þessum erkismelli Gylfa Ægissonar fór hann að velta fyrir sér að gaman yrði að hitta höfundinn. Tók upp símann og hringdi í Gylfa sem brást ljúfmannlega við. „Fyrst ætlaði ég bara að fá ljósmynd af okkur saman en datt svo í hug að gaman yrði að eiga myndskeið líka; þannig að ég dressaði mig upp eins og fullan sjóara með flösku í brúnum bréfpoka og fékk vin minn til að koma með og taka glensið upp. Gylfi var til í tuskið og ég setti mynd- skeiðið á Facebook. Viðbrögð voru góð, þannig að ég fór að velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að taka upp þráðinn og gera árshátíð- armyndband fyrir Prentmet. Ari Eldjárn átti að vera þar með uppistand og ég fékk hann til að bregða á leik með mér. Bróðir minn tók nokkrar myndir af okkur sem ég skellti á Fa- cebook. Þetta heppnaðist mjög vel og í fram- haldinu fékk ég fleiri þekkta Íslendinga til að leika með mér, Kristján Jóhannsson, Bjartmar Guðlaugsson og Kára Stefánsson, svo ein- hverjir séu nefndir.“ Sérð ekki allt þetta ljóta fólk Vinur Valdimars kynnti hann fyrir Kára í lík- amsræktarstöð og óskaði Valdimar eftir fundi með honum. Kári varð við því og boðaði hann á skrifstofur Íslenskrar erfðagreiningar nokkr- um dögum síðar. Tilgangurinn var að fá Kára til að sprella fyrir árshátíðarmyndbandið en þegar á hólminn kom forfallaðist vinur Valdi- mars sem hafði ætlað að vera á myndavélinni. „Þá var ekki um annað að ræða en að biðja leigubílstjórann, sem skutlaði mér, að hlaupa í skarðið og til allrar hamingju var hann til í það. Kári sagði þetta það minnsta sem hann gæti gert og gerði raunar meira en ég bað hann um. Tjáði mér til að mynda að alla jafna væri það ekki kostur að vera blindur en í þessu tilviki kæmi það sér vel – ég þyrfti þá ekki að sjá allt þetta ljóta fólk sem starfaði hjá Prent- meti.“ Varla þarf að taka fram að gestir lögðust nánast í gólfið úr hlátri þegar þetta atriði var spilað á árshátíðinni. Það er ekki bara söngur og spé; Valdimar er líka farinn að hreyfa sig meira en hann gerði síðustu árin fyrir veikindin. Hann skokkaði raunar talsvert þegar hann var yngri og tók til að mynda þátt í fjórum 10 km hlaupum seint á tíunda áratugnum. Síðan dró úr því. „Eftir að ég komst aftur á fætur eftir veikindin fór ég að ganga töluvert á hlaupabretti og það þróaðist á þann veg að ég byrjaði aftur að skokka úti eftir langt hlé. Og fyrst ég var byrjaður á því þótti mér upplagt að stefna á Reykjavíkurmaraþon- ið og núna í sumar hljóp ég 10 kílómetra fyrir Blindrafélagið. Safnaði yfir tvö hundruð þús- und krónum. Jósteinn Einarsson sjúkraþjálf- ari þjálfaði mig og hljóp með mér. Markið var sett á að ljúka hlaupinu á innan við einum og hálfum tíma og það tókst, tíminn minn var 1.26.42, námundað 1.27. Vel fór á því en núm- erið mitt í hlaupinu var 15.327. 1 plús 2 plús 7 eru svo 10. Allt skrifað í tölurnar. Eru ein- hverjar tilviljanir í þessu lífi? Ég stefni ótrauð- ur á að hlaupa aftur á næsta ári og gera ennþá betur.“ Hugsar um kostina, ekki gallana Já, Valdimar Sverrisson hefur ekki setið auð- um höndum eftir að hann varð blindur. Spurð- ur hvers hann sakni mest frá því hann hafði sjónina hallar hann undir flatt og segir: „Ég reyni að hugsa sem minnst um það. Sá tími er liðinn. Sjónin er farin og ég geri mér ekki vonir um að sjá á ný. Auðvitað væri gaman að geta horft aftur á konur og kvikmyndir en ég hugsa samt meira um viðfangsefnin sem blasa við mér í dag. Mér hefur gengið vel að aðlagast nýjum veruleika og kýs að hugsa frekar um kosti en galla þess að vera blindur. Ég meina, það fylgja því allskonar fríðindi að vera blindur. Einu sinni hringdi ég til dæmis í Séð & heyrt og spurði hvort ég ætti ekki rétt á 50% afslætti!“ Engum sögum fer af viðbrögðum hinum megin á línunni. Menn standa ekki einir í baráttu sem þessari og Valdimar vill nota tækifærið og þakka ætt- ingjum og vinum fyrir aðstoðina gegnum veik- indi sín. Nefnir hann foreldra sína sérstaklega í því sambandi, fyrrnefnda Önnu Valdimars- dóttur og Sverri Kristinsson, fasteignasala, bókaútgefanda og listaverkasafnara með meiru, og systkini sín fimm. „Ég gleðst yfir því að vera hérna megin í lífinu og að geta átt dýr- mætar stundir með dætrum mínum og vonandi verið þeim góð fyrirmynd.“ Tíminn hefur flogið í Hátúninu og mál til komið að búa sig til brottfarar. Áður en við kveðjumst dregur Valdimar þó fram bók sem hann má til með að sýna mér. Það er Litli prinsinn eftir Saint-Exupéry sem faðir hans gaf út árið 2016 og tileinkaði syni sínum með af- ar viðeigandi tilvitnun. Vel fer á því að ljúka þessu viðtali á henni: „Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.“ Valdimar eftir Reykjavíkurmaraþonið í sumar ásamt foreldrum sínum, Sverri Kristinssyni og Önnu Valdimarsdóttur sem voru eitt sinn gift og standa þétt við bakið á syni sínum. ’Ég meina, þaðfylgja því alls-konar fríðindi aðvera blindur. Einu sinni hringdi ég til dæmis í Séð & heyrt og spurði hvort ég ætti ekki rétt á 50% afslætti! Mynd Braga Jósefssonar frá herstöðinni á Miðnesheiði á milli veggspjalda tveggja Clint Eastwood- mynda, Letters From Iwo Jima og Flags of Our Fathers, sem Valdimar kom fram í. Valdimar og Jósteinn Einarsson sjúkraþjálfari á hraðri leið í mark í Reykjavíkurmaraþoninu sl. sumar. Valdimar syngur Týndu kynslóðina hástöfum við undir- leik höfundarins sjálfs, Bjartmars Guðlaugssonar. Valdimar og Sæmi Rokk með mynd sem sá fyrrnefndi færði honum. Hann er enn að vinna í myndum sínum. Valdimar og Gylfi Ægisson bregða á leik en sá fyrrnefndi syngur gjarnan Sjúddírari rei þegar hann kemur fram.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.