Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 17
16.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Valdimar lærði ljósmyndun íBournemouth and PooleCollege of Art and Design í Bretlandi á árunum 1994 til 1998 og kunni vel við sig. „Ég lærði margt úti, ekki síst af einum kenn- aranna, Jeff Drury. „Valdimar, take it to the edge,“ var hann van- ur að segja við mig, „farðu fram á brúnina“, og því hollræði hef ég reynt að fylgja í listinni og lífinu.“ Í fríum heima á Íslandi bjó hann sér til verkefni sem hverfðist um að mynda þekkta Íslendinga heima hjá þeim eða í vinnunni. Einn af fyrstu mönnunum sem Valdimar hugsaði til var Rúnar heitinn Júlíusson tónlistarmaður sem bauð hinum unga ljósmynd- ara heim til sín í Keflavík og fór myndatakan fram á neðri hæð hússins, þar sem Rúnar starf- rækti upptökustúdíó. Eftir nokkr- ar pælingar fékk Valdimar þá hugmynd að fá Rúnar til að fara með bassann í baðkarið og standa þar, eins og hann væri á miðjum tónleikum. Myndin heppnaðist ákaflega vel og er sú frægasta sem eftir Valdimar liggur. Ljósmynd varð að styttu „Ég færði Rúnari myndina skömmu síðar og hann varð strax mjög hrifinn af henni; talaði um að setja hana jafnvel framan á næsta plötuumslag. Sú hugmynd virtist reyndar hafa dottið upp fyrir þeg- ar ég fékk tækifæri til að sýna nokkrar myndir í Mogganum. Eftir það komst aftur skriður á málið; Þorfinnur Sigurgeirsson sem sá um þessi mál fyrir Rúnar hringdi akút í mig og vildi endi- lega skella myndinni á plötu- umslag. Það var að sjálfsögðu vel- komið og ég myndaði Rúnar fyrir nokkur fleiri umslög eftir þetta, þar á meðal fyrir plötuna Reykja- nesbrautin en sú mynd var síðar höfð til viðmiðunar þegar gerð var stytta af Rúnari. Ég held að hún sé núna á Hamborgarafabrikk- unni á Akureyri. Ég gerði líka tvö tónlistarmyndbönd fyrir Rúnar með vini mínum Einari Óla Ein- arssyni lj́ósmyndara og okkur Rúnari varð ágætlega til vina. Hann var algjör öðlingur en á sama tíma lak töffaraskapurinn af honum.“ Valdimar man vel eftir annarri myndatöku af Rúnari. „Við Einar Óli vorum búnir að mála bak- grunn og útbúa sérstakan búning fyrir Rúnar. Allt leit vel út en virkaði þó ekki þegar á hólminn var komið. Hugmyndin skilaði sér ekki á mynd. Þá var annar vinur ræstur út, Jón Sæmundur Auð- arson, sem gaf Rúnari svartan bol með hauskúpum og allt í einu steinlá þetta,“ segir Valdimar sem sjálfur klæddist samskonar bol fyrir myndatökuna vegna þessa viðtals. „Ég hef mjög gaman af til- vísunum.“ Vinnur enn í myndunum Þess má geta að Valdimar er hvergi nærri hættur að vinna í ljósmyndunum sínum, enda þótt hann sjái þær ekki lengur. Hann fær aðstoð við myndvinnsluna og á dögunum færði hann Sæma Rokk mynd sem hann tók af hon- um um árið. Myndin af Rúnari í baðkarinu hangir uppi á vegg hjá Valdimari í Hátúninu og þar er einnig mál- verk sem gesturinn veit engin deili á. „Þetta verk er eftir langömmu mína, Ólöfu Grímeu Þorláks- dóttur. Hún byrjaði að mála um sjötugt og málaði til 93 ára aldurs. Seinni maður Ólafar var Sig- ursveinn D. Kristinsson, stofnandi Tónskóla Sigursveins. Hann fékk lömunarveiki ungur og stóð ásamt fleirum fyrir því að þetta hús var byggt. Ellefu eða tólf ára gamall fór ég með Sigursveini að Bessa- stöðum að hitta norska gesti. Sem barn bjó ég í þrjú ár í Noregi og talaði því málið. Það var mjög gaman að hitta Kristján Eldjárn forseta en hann var góður vinur afa míns, Valdimars Jóhannssonar bókaútgefanda.“ Var í Vandræðum Valdimar myndaði ekki bara tón- listarmenn, til skamms tíma var hann sjálfur í hljómsveit, sem kall- aðist Vandræði, og reis frægðarsól hennar hæst þegar lagið Tequila Blues hafnaði í þriðja sæti í laga- keppni Stjörnunnar sálugu vet- urinn 1987-88. Texti lagsins var eftir Steinar Kristjánsson söngv- ara, Valdimar spilaði á trommur, fyrrnefndur Jón Sæmundur Auð- arson lék á munnhörpu og átti raunar að syngja líka en þurfti að hætta við það þegar hann fékk sýkingu í hálsinn eftir að ryð komst í munnhörpuna, Arnar Ást- ráðsson, núverandi heila- og taugaskurðlæknir í Danmörku, sem seinna gerði garðinn frægan með laginu Ástin mín eina í for- keppni Júróvisjón, lék á hljóm- borð, Végeir Hjaltason á bassa og Sigurður „Clapton“ á gítar. Spurður um tónleikahald Vandræða glottir Valdimar við tönn. „Við tróðum einu sinni upp í tvítugsafmæli Halldórs Jörg- enssonar vinar okkar – í bíl- skúrnum heima hjá honum.“ Á leið á McCartney- tónleika Veturinn eftir fór Valdimar í rekstrarfræði á Bifröst og lék þá á trommur með hljómsveit skól- ans og tók meðal annars þátt í Bifróvisjón, þar sem hann lék undir hjá sigurvegaranum, Magn- úsi Stefánssyni, síðar ráðherra. „Mig minnir að hann hafi tekið Angel of Harlem með U2.“ Eftir þetta kom Valdimar ekki nálægt trommuleik fyrr en hann flutti inn í Hátúnið. Festi þá kaup á forláta rafmagnstrommusetti og gekk til liðs við hljómsveit hússins sem heitir því ágæta nafni Úrkula vonar. Úr því rætt er um tónlist vill svo skemmtilega til að nú um helgina er Valdimar staddur í Lundúnum, þar sem stefnan er tekin á tónleika með sjálfum Paul McCartney. Með í för eru alda- vinur hans, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, og gamall bekkjar- félagi frá Bournemouth, Rob Cadman ljósmyndari, sem nokkr- um sinnum hefur heimsótt Valdi- mar til Íslands – og er löngu kol- fallinn fyrir landinu, eins og svo margir úr þeirri ágætu stétt manna. „Hann kom síðast í fimm- tugsafmælið mitt ásamt „his lo- vely wife“, Christina Grater.“ Valdimar og vinir hans, Jón Sæmundur Auðarson og Einar Óli Einarsson, með mynd af Rúnari heitnum Júlíussyni rokkara og eðaltöffara. „Farðu fram á brúnina“ Ljósmyndin fræga af Rúnari Júlíussyni með bassann í baðkarinu sem Valdimar tók fyrir tuttugu árum. Ljósmynd/Valdimar Sverrisson Valdimar er mikill áhugamaður um kvikmyndir og enda þótt hann hafi ekki lagt leiklist fyrir sig náði hann að láta drauminn rætast og koma fram í kvikmynd – ekki bara einni heldur tveimur. „Ég er mikill Clint Eastwood- aðdáandi og þegar auglýst var eftir statistum í mynd hans, Flags of Our Fathers, sem tekin var að hluta upp hér á landi árið 2005, fór hjartað að slá örar. Þegar á reyndi var ég hins vegar búinn að bóka mig í frí erlend- is með fjölskyldunni á sama tíma og tökur áttu að fara fram. Mjög svekkjandi. Þegar ég kom heim úr fríinu rakst ég hins vegar á pínulitla frétt í blaði þess efnis að tvær stórar tökur væru eftir og bæta þyrfti við statistum. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, hringdi fyrir allar aldir og vakti aumingja konuna sem hélt ut- an um skráninguna. Og var beðinn að mæta.“ Valdimar var sendur í hermanna- klippingu, búningamátun og meik- aður „skítugur“ og málaður „særð- ur“ ásamt öðrum statistum. Lá svo drjúga stund á jörðinni áður en Eastwood sjálfur kom aðvífandi og fór að velta vöngum. Verandi ljós- myndari ákvað Valdimar í útsjón- arsemi sinni að leggjast í miðjan hópinn og fékk grun sinn staðfestan þegar málband staðnæmdist nánast á nefinu á honum. Það þýddi að menn voru búnir að finna fókusinn í atriðinu. Og viti menn, myndavélin endaði á Valdimari og hann sést í fjórar sekúndur í myndinni. Vegfarandi við morðstað Sama haust kom út ný bók eftir Arnald Indriðason. Eymundsson opnaði á miðnætti til að hefja söluna og fram kom að fyrstu kaupendur á vettvang gætu jafnframt skráð sig sem statista í kvikmyndina Mýrina, sem til stóð að gera. Valdimar lét ekki segja sér það tvisvar; dreif sig af stað og var samþykktur. Fyrsta tökudaginn fékk hann það hlutverk að vera vegfarandi fyrir ut- an morðstaðinn í Norðurmýrinni. Fjölmiðlar mættu á staðinn og dag- inn eftir birtist baksíðumynd í Morg- unblaðinu, þar sem Valdimar horfir beint í linsu ljósmyndarans í Tim- berland-jakkanum sínum. Ekki nóg með það, Valdimar lét gamla skólasystur úr Verzló, Lilju Pálmadóttur, eiginkonu leikstjórans, Baltasars Kormáks, vita af aðkomu sinni og hún sendi honum um hæl tvo miða á frumsýningu á Mýrinni. Þar með lauk „kvikmyndaferl- inum“. „Ég var búinn að vera í ís- lenskri mynd og Hollywood-mynd og nú gat ég glaður sest í helgan stein.“ Kom fram í tveimur kvikmyndum Valdimar „særður“ á tökustað stór- myndarinnar Flags of Our Fathers.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.