Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2018 LESBÓK TÓNLIST Jennifer Lopez fannst hún þurfa að láta lítið fyrir sér fara þegar hún fór að stíga sín fyrstu skref á tón- listarsenunni. Í viðtali sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Vogue segir Lopez að tímarnir séu mjög breyttir þar sem konur geti í dag strax komið fram fullar sjálfstrausts í tón- listinni, valdefling kvenna og meðbyr þeirra í dag sé mik- ill. Þær þurfi ekki að hafa sig hægar af ótta við að stíga á tær einhverra eða vera alltaf að afsaka sig. „Ef maður sagði sína skoðun eða tjáði sig opinberlega var næsta setn- ing hjá manni: „Ó, fyrirgefðu, varst þú að tala?““ sagði Lo- pez um þann tíma þegar hún var að byrja. Í viðtalinu segir hún jafnframt að það að hafa verið úr hinu ódæmigerða umhverfi frægðarinnar, Bronx, hafi hjálpað sér. Hún var öðruvísi en aðrir og það gaf henni sérstöðu. Fór full varkárni af stað Jennifer Lopez segir Bronx hafa gefið sér sérstöðu. AFP TÓNLIST Breski hluti Amazon í tónlist hef- ur kunngjört hvaða tónlistarmönnum heimsbyggðin ætti að fylgjast með á árinu 2019. Þeirra á meðal eru Grace Carter, As- hnikko, Black Futures, Serine Karthage og Jimothy Lacoste sem talin eru rísandi stjörnur. Það þykir mikill heiður að lenda á þessum lista og Grace Carter sagði í viðtali af þessu tilefni að hún væri afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu sem myndi án efa styðja mik- ið við feril hennar á næsta ári. Listann í heild er hægt að finna á Amazon Music. Listi Amazon kunngjörður Grace Carter er rísandi stjarna. fyrirtæki sitt í London og Reykjavík ásamt bresku leikstjórunum Iain Forsyth og Jane Pollard en þau eru þekktust fyrir mynd sína 20.000 Days on Earth með Nick Cave. Þessi miss- erin vinnur fyrirtækið m.a. að al- þjóðlegu stuttmyndaverkefni og tveimur heimildamyndum. „Það hentaði mér mjög vel að feta mín fyrstu spor í nýjum geira að fjalla um efni sem ég þekkti vel. Svo varð ég fyrir því láni að kynnast Mar- gréti Seemu, ótrúlega hæfi- leikaríkum og ferskum leikstjóra sem hefur búið lengi í New York. Hún kom með sterka sýn og mjög ákveðið sjónarhorn á það hvernig átti að gera hlutina,“ segir Anna Hildur. Margrét Seema bjó í New York í 15 ár og þar á undan í London í fimm ár en hún er með meistaragráðu í leiklist og leikstjórn frá Actors Stud- io Drama School. Í dag er starf henn- ar 60% erlendis og verkefnin eru m.a. heimildamyndir, stuttmyndir, tónlist- armyndbönd og ljósmyndaverkefni. „Kameran hefur fylgt mér frá æsku og strax eftir útskrift fór ég inn í þann heim og hafa helstu verkefni mín verið sögur sagðar í ljósmynda- eða kvikmyndaformi. Núna er ég að snúa mér meira að handritagerð og leikstjórn en held auðvitað áfram að vera á bak við vélina og skjóta. Sjónvarpsþættirnir Trúnó vöktuathygli þegar þeir voru sýndirfyrr á þessu ári en í þeim sýndu fjórar landsþekktar tónlist- arkonur á sér nýjar hliðar í hispurs- lausum viðtölum. Önnur sería fer í loftið í Sjónvarpi Símans Premium 21. desember en í þeim er dæminu snúið við þar sem spjallað er við fjóra tónlistarmenn í jafnmörgum þáttum. Hugmyndina að þáttunum og hand- rit þeirra á Anna Hildur Hildi- brandsdóttir en Margrét Seema Ta- kyer sér um leikstjórn og tökur. „Ég hafði starfað innan tónlist- argeirans í yfir 20 ár og var nýbúin að færa mig yfir í kvikmyndageirann, nýbúin að stofna kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtækið Tatt- aratatt, þegar ég hitti Pálma Guð- mundsson, sjónvarpsstjóra hjá Sjón- varpi Símans, og við áttum tal um þá fremur óljósa hugmynd sem ég gekk með í maganum. Hann hreifst af hug- myndinni og í framhaldinu ákvað Sjónvarp Símans að fjárfesta í henni,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur hefur komið víða við, var fyrsti framkvæmdastjóri ÚTÓN og í því starfi tók hún yfir starfsemi Iceland Airwaves árið 2010. Þá var hún framkvæmdastjóri Nordic Mu- sic Export sem er í eigu ÚTÓN en söðlaði um og setti upp framleiðslu- Ég var nýflutt til Íslands aftur þegar við Anna hittumst fyrir til- viljun á skrifstofu framleiðanda míns, Abbýjar [Arnbjörg] Hafliða- dóttur sem er eiginlega guðmóðir okkar samstarfs. Það kom smá á óvart hvað við smullum strax saman og skelltum okkur hratt út í þetta, vinnan einhvern veginn flæddi áfram sem var mjög gefandi,“ segir Mar- grét Seema. Anna Hildur segist strax hafa ver- ið komin með lista í hausinn hvaða fólk hún vildi tala við og kynnast manneskjunni á bak við svið- spersónuleikann. „Persónulega hafði ég miklar mætur á þeim öllum. Tónlist þeirra hefur fylgt mér lengi og listsköpun þeirra höfðar sterkt til mín af mis- munandi ástæðum. Þau eru öll mjög ólík en eiga það sameiginlegt að hafa sett mark sitt á íslenskt samfélag og höfða til þjóðarsálarinnar með afger- andi hætti.“ Þeir tónlistarmenn sem talað er við í Trúnó 2 eru Raggi Bjarna, Högni Egilsson, Mugison og Gunnar Þórðarson. „Ég hef alltaf hrifist af fólki og sögum og allir eiga sögu. Það sem er spennandi í svona ferli er þegar við- mælendur sem eru þekktir leyfa manni að kynnast prívathliðinni, sem Galdurinn að komast á trúnó Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Margrét Seema Takyer vöktu mikla athygli fyrir þætti sína Trúnó en sería tvö fer í loftið á Sjónvarpi Símans Premium 21. desember. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Anna Hildur þekkir vel til í tón- listarheiminum en hún var fyrsti framkvæmdastjóri ÚTÓN og þá var hún framkvæmdastjóri Nordic Music Export. Margrét Seema Takyar er leikstjóri og tökumaður Trúnó. Hún útskrifaðist úr leiklist og leikstjórn frá Actors Studio Drama og hefur kameran fylgt henni alla tíð en starf hennar er að stórum hluta erlendis. Morgunblaðið/Eggert Þeir sem koma fram í þáttunum eru Mugison, Gunnar Þórðarson, Raggi Bjarna og Högni Egilsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.