Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Page 37
TÓNLIST Búið er að tilkynna hvaða tónlist- arfólk verður innlimað í frægðarhöll rokksins árið 2019; Radiohead, Janet Jackson, Stevie Nicks, Def Leppard, The Cure, Roxy Music og The Zombies. Þau verða vígð inn í frægð- arhöllina við hátíðlega athöfn í Barclays Center í Brooklyn 29. mars á næsta ári. Til þess að geta hlotið þennan heiður þurfa 25 ár að vera liðin frá útgáfu fyrstu plötu eða smáskífu tónlist- armannsins eða sveitarinnar. Nicks komst fyrst inn í frægðarhöllina sem hluti af Fleetwood Mac árið 1998. Fjölgar í frægðarhöllinni AFP kannski aðeins vinir og fjölskylda fá að sjá og leggja sviðspersónuna til hliðar. Einlægnin er einhvern veginn alltaf hættulegri. Og það er heillandi. Til að ná þessari hlið fram höfðum við það með okkur í liði að Anna er þungavigtarmanneskja í tónlist- arheiminum og fólk treysti henni. Sjálf þekkti ég lítið til í þessum heimi og kom því glæný inn sem var líka mjög spennandi, ég hafði enga fyr- irfram gefna ímynd af listamönn- unum sem við töluðum við svo við Anna nálguðumst þau á ólíkan hátt, sem mér fannst styrkleiki. Ég var líka ströng á því að fáir yrðu á settinu þannig að trúnaðarsamband gæti myndast,“ segir Margrét Seema. Það er ekki sjálfgefið að fólk opni sig svona og bjóði heim til sín. Þannig minnist Anna Hildur þess þegar hún bað Ragga Bjarna um að koma í þættina. „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla. Þegar ég spurði hann hvort ég mætti senda honum tölvupóst þá sagði hann mér að hann væri ekki með tölvu en ég gæti sent honum póst. Ég skrifaði honum bréf og sendi frá London. Hringdi svo viku seinna til að komast að því að bréfið hefði sennilega lent í ruslinu með auglýsingapósti. Það var svo Þorgeir Ástvaldsson sem gerðist milligöngumaður og það varð til þess að Raggi var til í þetta. Og þegar við vorum búnar að ná honum í eitt viðtal hafði hann mikinn metnað til að klára þetta vel með okkur sem hann gerði með Helle konunni sinni. Og úr varð mjög einlægt viðtal um stóru ástina í lífi hans sem hefur staðið með honum í gegnum súrt og sætt og hann með henni,“ segir Anna Hildur en þess má geta að ástin er fyrirferðarmikið umfjöllunarefni í viðtölunum. Þær segja báðar að við svona vinnslu skipti höfuðmáli að fólk finni að það geti treyst og trúnaðarsam- bandið sem skapast sé ekki misnot- að. „Margrét Seema hefur líka eitt- hvert einstakt lag á að laða fram dýpt í fólki og töfrar það fram með ka- merunni. En gald- urinn var líka að gefa okkur tíma og vera í sama takti og viðmælandinn, þannig myndast trúnaðarsamband. Það sem maður áttar sig á enn bet- ur þegar maður fær að vera í svona návígi er hversu harðdugleg þau öll eru. Þetta er listafólk sem hefur allt komið miklu frá sér og er stanslaust í sköpunarferli og flutningi með einum eða öðrum hætti. Maður gengur frá öllum viðtölunum spenntur að sjá hvað gerist næst í ferlinum þeirra,“ segir Anna Hildur að lokum. ’ Það tók langantíma að fá Raggatil að samþykkja aðkoma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hætt- ur að fara í fjölmiðla. 16.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 TÓNLIST Djasssöngkonan Nancy Wilson er látin, 81 árs að aldri, eftir löng veikindi. Hún fékk Grammy- verðlaun þrisvar sinnum á löngum ferli en fyrsta lag- ið sem hún sendi frá sér var „Guess Who I Saw Today“ árið 1961. Stærsti smellur hennar er „(You Don’t Know) How Glad I Am“ frá árinu 1964 en lagið fór hæst í 11. sæti á Billboard Hot 100-listanum og hún fékk jafnframt Grammy-verðlaun fyrir það. Hin tvenn Grammy- verðlaunin hreppti hún rúmum fjórum áratugum síð- ar, eða 2005 og 2007. Hún hætti að koma fram á tón- leikum árið 2011 því hún vildi eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni, ekki síst barnabörnunum. Nancy Wilson látin Wilson á sviði árið 2007. Síðumúli 13 • 108 Reykjavík • 552 9641 • seimei.is seimeiisland • seimei.is Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18, föstud. og laugard. kl. 12-16 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Janet Jackson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.