Fréttablaðið - 16.03.2019, Síða 112

Fréttablaðið - 16.03.2019, Síða 112
EINN MAÐUR VAR TIL DÆMIS SÝKNAÐUR AF BROTI Á KLÁMLÖGUNUM ÞÓTT HEIMA HJÁ HONUM FYNDUST KVIKMYNDIR SEM INNIHÉLDU BARNAKLÁM. Kristín Svava Tómas­dóttir fékk á dögun­um viðurkenningu Hagþenk is, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir bók sína Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingar­ innar. Í rökstuðningi dómnefndar er Kristínu Svövu meðal annars hrósað fyrir djörfung í efnisvali og brautryðjendastarf í rannsóknum. Spurð um viðbrögð við þessari viðurkenningu segir Kristín Svava: „Þetta er frábært og mikill heiður. Það var mjög skemmtilegt að fá til­ nefninguna og ég átti alls ekki von á að vinna því samkeppnin var hörð og bækurnar sem voru tilnefndar allar mjög vandaðar. Bókin er byggð á meistararit­ gerðinni minni í sagnfræði. Fyrir mörgum árum fór ég að velta þessu efni fyrir mér, fyrir algera tilviljun. Klám er mjög gildishlaðið hug­ tak og yfirleitt notað í neikvæðri merkingu. Það er ekki síst það sem er spennandi við það sem við­ fangsefni. Klám er hið fordæmda. Þegar kynferðislegar sviðsetningar eru f lokkaðar í góðar og vondar er klámið vondi f lokkurinn en hinu bjargað yfir í erótík eða list. Í bókinni f jalla ég um skil­ greininguna á hugtakinu klám. Á íslensku er orðið klám notað í mjög víðri merkingu. Í útlöndum hefur verið talað um obscenity og svo pornography, en á íslensku er sama orðið notað um þetta allt saman, hið ósæmilega og hið pornó­ grafíska.“ Yfirvöld vildu ekki kýta um klám Í verkinu beinir Kristín Svava sjón­ um að tímabilinu 1960­1980. „Þá er mikil hugmyndafræðileg gerjun í gangi og verið er að ræða um hluti sem er enn rætt um í dag, það er til dæmis mikil áhersla á kynfrelsi og mikilvægi þess að eiga heilbrigðar samræður um kynlíf. Bókin nær fram til um 1980 og lýkur með vídeó byltingunni en með henni gjörbreytast aðstæður.“ Klám hefur verið bannað í íslenskum hegningarlögum síðan 1869. „Á þeim tíma sem ég fjalla um í bókinni fara fram sex dómsmál vegna kláms. Mín niðurstaða er reyndar að yfirvöld hafi ekki haft neinn sérstakan áhuga á að fara með þessi mál fyrir dómstóla og ekki viljað rífast opinberlega um klámlögin. Þau vildu frekar afgreiða þau á bak við tjöldin. Djarfar kvikmyndir fara til dæmis aldrei fyrir dóm vegna þess að búið var að koma upp ágætis kerfi þar sem kvikmyndaeftirlitið hafði fyrirmæli um að láta stjórn­ völd vita ef ekki þótti nægja að banna mynd innan sextán ára. Þá var bara samið við bíóstjórann að sýna hana ekki eða senur klipptar úr myndinni.“ Að hluta til barnaklám Á þessum tíma fóru fram sex dómsmál vegna kláms. Í einu máli var maður kærður fyrir að dreifa klámmyndum á filmum. Annað mál snerist um plaköt með skugga­ myndum af fólki í kynlífsstellingum og það mál fór alla leið upp í Hæsta­ rétt. Hin fjögur málin snerust um sjopputímarit og bækur. Það höfðu fáir áhuga á að verja þau rit opin­ berlega þannig að stjórnvöld þurftu ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fólk færi að rífast um tjáningar­ frelsi út af Tígulgosanum. Ég skoða hvað það er sem gerir að verkum að þessi tilteknu verk voru öll metin klámfengin fyrir dómi. Ég kemst að þeirri niður­ stöðu að í fyrsta lagi hafi það verið vegna þess að efninu var dreift fyrir peninga, þetta var einhvers konar klámiðnaður. Í öðru lagi voru þau seld og þeim dreift þannig að börn og unglingar höfðu greiðan aðgang að þeim. Sjoppuritin voru seld í sjoppum og þangað kom mikið af börnum og unglingum og skugga­ myndaplakötin voru seld í vinsælli verslun, Karnabæ. Ég skoða síðan hvað það er í sjálfu efninu sem gerir að verkum að það er talið klám. Mín niðurstaða er að sé tvennt. Annars vegar þegar blandað er saman kynlífi og vald­ beitingu eða of beldi. Hins vegar ef um var að ræða verk sem lýstu ann­ ars konar kynlífi en hefðbundnu gagnkynhneigðu kynlífi sem gat stuðlað að fjölgun mannkyns, til dæmis samkynja kynlífi, hópkyn­ lífi, endaþarmsmökum og fleira. Það er áhugavert og sláandi að í þremur af þessum sex tilvikum er að hluta til um að ræða barnaklám. Þar kemur við sögu efni þar sem er verið að sýna eða fjalla um börn á aldrinum 10­16 ára í kynferðislegu samhengi. Það er hins vegar ekk­ ert talað um það í dómunum. Einn maður var til dæmis sýknaður af broti á klámlögunum þótt heima hjá honum fyndust kvikmyndir sem innihéldu barnaklám. Innan við tveimur áratugum síðar var orðið ólöglegt að eiga þannig efni, hvað þá að dreifa því. Maður sér í dæmum eins og þessu hvað hlut­ irnir hafa breyst mikið.“ Verðlaunabók um hið fordæmda klám Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Stund klámsins eftir Kristínu Svövu fékk viður- kenningu Hagþenk- is. Beinir sjónum að tímabilinu 1960- 1980 en þá urðu sex dómsmál vegna kláms. „Ég átti alls ekki von á að vinna því samkeppnin var hörð og bækurnar sem voru tilnefndar allar mjög vandaðar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI BÆKUR Að vetrarlagi Isabel Allende Þýðing: Sigrún Á. Eiríksdóttir Útgefandi: Mál og menning Blaðsíður: 368 Einn öflugasti vetrarstormur í manna minnum geisar í New York og leiðir saman ólöglega innflytjandann Evelyn, lífsþreytta háskólaprófessorinn Richard og rithöfundinn og baráttukonuna Luciu. Einföld aftanákeyrsla hrindir af stað atburðarás sem tekur ófyrir­ séða snúninga og meðfram línulegri frásögn eru ólík lífshlaup þessara þriggja einstaklinga rakin sem öll eiga sér þó einhverjar en misþykkar rætur í Suður­Ameríku. Meginstef bókarinnar er hinn margliti en þó nístandi veruleiki margra þeirra sem búa í Mið­ og Suður­Ameríku, veruleiki sem getur orðið svo erfiður og blóðugur að þúsundir einstaklinga hætta lífi sínu á hverjum degi til að komast til fyrirheitna landsins Bandaríkjanna þar sem óprúttnir einstaklingar nýta sér oftar en ekki neyð þeirra í ýmsum óskemmtilegum tilgangi. Mansal, glæpagengi og hrottalegar hefndaraðgerðir koma við sögu og stíga dans við litríkt persónugallerí og að hætti Allende eru vangaveltur um stjórnmálaástand og mannrétt­ indi aldrei langt undan. Það sama má segja um töfraraunsæið og hinn einstaklega heillandi frásagnarhátt Allende og eftir því sem á líður sög­ una sogast lesandinn lengra inn í örlög og harma persónanna. Það tekur þó smátíma fyrir söguna að komast í gang en þegar hún gerir það er það fyllilega þess virði. Myndmálið er einkar vel unnið, andstæðunum hita og kulda tef lt saman bæði í sögu­ sviðunum sem eru annars vegar nístingskaldur veturinn í New York og hins vegar hitinn, stundum óbærilegur, í Suður­ Ameríku, og í persónum Rich­ ards og Luciu sem eru að auki bæði komin yfir miðjan aldur og eins og venjulega einkar skemmtilegt að lesa um tilfinn­ ingalíf þroskaðra einstaklinga sem stundum getur verið alveg eins heitt og ástríðufullt og þeirra sem yngri eru. Enda hefst bókin á tilvitnun í Albert Camus: „Um hávetur komst ég loks að raun um að innra með mér ríkti ósigrandi sumar.“ Sá grunur læðist jafnvel að lesand­ anum að Lucia sé að einhverju leyti byggð á Allende sjálfri sem dregur síst úr lestrargleðinni. Saga Evelyn er svo saga f lóttamanns og inn­ flytjanda sem varpar ljósi á ömur­ legar aðstæður þeirra sem eiga hvergi grið. Sagan er þannig bæði grimm og blíð, nokkuð sem les­ endur Allende kannast við úr fyrri bókum hennar. Þýðingin rennur lipurlega og þó að stundum verði vart við einstaka klifun er bókin þægileg aflestrar og nær vel að fanga hinn einstaka frá­ sagnarblæ Allende. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Sagan er hæg í gang en nær góðu flugi og aðdáendur Isabel Allende munu kannast við sig og njóta. Ósigrandi sumar um hávetur 1 6 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 2 -8 1 E 0 2 2 9 2 -8 0 A 4 2 2 9 2 -7 F 6 8 2 2 9 2 -7 E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.