Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan 10-18 m/s og slyddu- eða snjóél, en hvessir seint í kvöld, 15-23 í nótt og á morgun með snjóéljum. Hægari og þurrt að kalla NA-til. Kólnandi, hiti kringum frostmark á morgun. SJÁ SÍÐU 14 Dreki úti fyrir Gróttu Ógnvænlegur dreki sveif yfir hafinu úti fyrir Gróttu í gær. Reyndar ekki hreistraður og eldspúandi ævintýradreki heldur þessi fallegi f lugdreki sem sést á myndinni. Brimbrettakappinn fyrir neðan lét veðrið ekki truf la sig heldur skellti sér út í sjó og lék á als oddi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Akstur undir áhrifum vímuefna er aldrei réttlætanlegur. Ökum allsgáð. Minningarsjóður Lovísu Hrundar | lovisahrund.is REYKJAVÍK 239 rekstraraðilar í mið­ borginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gler­ augnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnun­ inni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsam­ tökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bíla­ borg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræð­ ur sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareig­ endur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skóla­ vörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu and­ stæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“ sighvatur@frettabladid.is Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. Líflegar umræður urðu á fundi Miðbæjarfélagsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta er þveröfugt við það sem nú- verandi meirihluti er ávallt að halda fram. Gunnar Guðjónsson, verslunar- eigandi á Laugavegi PÁFAGARÐUR Frans páfi hafnaði í gær afsögn franska kardinálans Phillipe Barbarin. Kardinálinn var sakfelldur fyrr í mánuðinum fyrir að hylma yfir kynferðisbrot prests­ ins Bernard Preynat gegn drengjum á níunda og tíunda áratugnum. Eftir sakfellinguna sagðist Barbarin ætla að bjóða páfa afsögn sína en eins og áður segir hefur páfi nú hafnað henni. Barbarin sendi út yfirlýsingu um málið í gær og sagði að páfi hefði þó ráðlagt sér að stíga til hliðar tíma­ bundið. „Hann gaf mér frelsið til þess að taka bestu mögulegu ákvörðun­ ina fyrir söfnuðinn í Lyon,“ sagði í yfirlýsingu kardinálans. The New York Times hafði eftir Anne Barrett Doyle, stjórnanda sam­ takanna Bishop Accountability, að ákvörðun páfa væri áminning um að páfa sé sama um þolendur. „Nú sem fyrr stendur Frans með meðsekum biskup og hlustar ekki á vitnisburð þolenda.“ – þea SAMFÉLAG Markaðsdeild Þjóðleik­ hússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. Líklega gangi markaðssetningin á leikritinu lengra því fólk sé að leita að upp­ skálduðum tilboðum í versluninni. Markaðssetningin fyrir leikritið Súper snýst um að auglýsa fáránleg tilboð, til dæmis „hægsvæfða spena­ grísi á teini“. Sigurður Pálmi Sigur­ björnsson, eigandi Super 1, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að það hefði verið fyndið í fyrstu er við­ skiptavinir spurðu um lundir af nýsvæfðum grísum. En nú markaðs­ setningin sé áreiti á starfsfólk hans. Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins, segir það merkilega tilviljun að verslunin Super 1 hafi verið opnuð eftir að Jón Gnarr hafi skrifað leikrit með sama nafni. „En ég viðurkenni að mér hafi fundist það fyndið þegar ég frétti að hann væri að taka við símtölum frá fólki sem er ósátt við orðalag í aug­ lýsingu sem kemur honum ekki við. Og enn fyndnara að fólk sé að leita að uppskálduðum tilboðum í Super 1, það segir mér að það er opinn markaður fyrir talsvert fleiri hluti en maður telur eðlilegt,“ segir Atli Þór. „Fyrir vikið finnst mér líklegra að við gefum í og göngum lengra. Sigurður verður bara að vonast til að leikritið verði skammlíft eða skella hreinlega í gott kok­ teilsósutilboð og sjá sóknarfærin í þessu.“ – ab Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleik- hússins. Kardínáli fær ekki að víkja 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 8 -F 4 3 C 2 2 9 8 -F 3 0 0 2 2 9 8 -F 1 C 4 2 2 9 8 -F 0 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.