Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 41
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 20. MARS 2019 Hvað? Tónleikar Hvenær? 12.15 Hvar: Salurinn Kópavogi Fiðluleikarinn Sif Tulinius og píanóleikarinn Sólveig Anna Jóns- dóttir leiða tónleikagesti Salarins í ferðalag um Frakkland, Þýska- land og Ítalíu. Þær leika verk eftir Leclair, Beethoven og Czardas eftir Monti og spanna tónleikarnir því tímabilið frá barrokk til róman- tíkur. Tónleikarnir eru liður í dag- skrá Menningarhúsanna í Kópa- vogi, Mennning á miðvikudögum sem fer fram í hverri viku. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Hvað? Málþing í tilefni af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Hvenær? 12-13.30 Hvar: Askja, salur N-132, Sturlu - götu 7, Reykjavík Lagastofnun Háskóla Íslands efnir til málþings í tilefni af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Framsögumenn verða Davíð Þór Björgvinsson, dómari í Lands- rétti, Björg Thorarensen prófessor, Trausti Fannar Valsson dósent, Kristín Benediktsdóttir dósent og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðs- dómari og formaður Dómara- félagsins. Hvað? Myndakvöld Ferðafélags Íslands Hvenær? 20 Hvar: Mörkin 6, Reykjavík  Sigurjón Pétursson ljósmyndari verður með sýningu af slóðum Árbókar 2019 sem nefnist Mos- fellsheiði, landslag, leiðir og saga. Eftir hlé verður Gísli Óskarsson með frásögn af dagsferð sem lengdist í annan endann. Mynda- sýning í minningu Jóhannesar Jónssonar rafvirkja. Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og kleinur í hléi. Hvað? Kvartett Péturs Östlund Hvenær? 21 Hvar: Kaldalónssalur Hörpu Jazzklúbburinn Múlinn, ný-krýnd- ur verðlaunahafi Íslensku tónlist- arverðlaunanna, heldur áfram með vordagskrá sína sem að þessu sinni fer fram í Kaldalónssal, Hörpu. Á tónleikunum í kvöldkemur fram kvartett trommuleikarans Péturs Östlund. Með honum leika saxó- fónleikarinn Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson leikur á píanó og bassaleikarinn Gunnar Hrafns- son. Miðaverð er 2.500 krónur og 1.500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is. Capernaum (eng sub) ....................... 17:30 Brakland (danish w/eng sub) ....... 18:00 *Taiwan Film Festival - Sérverð 800 kr* *Warriors of Rainbow (eng sub) 19:00* FYRIR: Fordrykkur + EFTIR: leikstjóra Q&A Birds of Passage (ice sub) ........... 20:00 Taka 5 // Take 5 (eng sub) ........... 20:00 Arctic (ice sub)....................................... 22:00 Birds of Passage (eng sub) ..........22:15 Free Solo (english - no sub) ..........22:30 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Aðalfundur Símans hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 10:00 að Nauthól við Nauthólsvík Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endur- skoðanda, lagður fram til staðfestingar. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs. 4. Kosning tveggja einstaklinga í tilnefningarnefnd. 5. Kosning stjórnar félagsins. 6. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins sem og þóknun nefndarmanna í tilnefningarnefnd fyrir störf þeirra. 8. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 9. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum skv. 55. gr. hlutafélagalaga og framkvæmd endurkaupaáætlunar. Verði tillagan samþykkt felur það í sér að heimildarinnar verður getið í sérstökum viðauka við samþykktir félagsins og skal viðaukinn vera hluti af samþykktunum þann tíma sem heimildin er í gildi, sbr. grein 8.1 samþykkta félagsins. 10. Önnur mál. Reykjavík, 20. mars 2019, Stjórn Símans hf. BÆKUR Húðflúrarinn í Auschwitz Höfundur: Heather Morris Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Útgefandi: Forlagið Blaðsíður: 298 Skáldævisagan Húðf lúrarinn í Auschwitz kom út á frum-málinu fyrir rúmu ári. Verkið leit dagsins ljós í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári. Um er að ræða skál- dævisögu skrifaða af hinni nýsjá- lensku Heather Morris, byggða á frásögnum slóvakíska gyðingsins Ludwigs Eisenberg frá árum hans í útrýmingarbúðum nasista. Það er ýmislegt sem gerir Húðflúrarann í Auschwitz frábrugðna öðrum frá- sögnum af helförinni, en helst er það að verkið er í grunninn ástar- saga tveggja fanga úr búðunum. Aðalsöguhetjan, Ludwig eða Lale, kemur til Auschwitz árið 1943. Fyrir röð tilviljana fær hann það verkefni að húðf lúra númer á aðra fanga í búðunum. Hann kynnist hinni ungu Gitu, þegar hann fær það verkefni að húðf lúra fanganúmer á hana. H ú ð f l ú r a r i n n í Auschwitz verður strax hugfanginn af ungu, ókunnugu konunni og fella þau hugi saman, mitt í skelfingu fanga- búðanna. Vegna starfs síns í búðunum nýtur Lale ýmissa „fríð- inda“ og tekst meðal annars að smygla inn í búðirnar lyfj- um og mat til þess að halda sjálfum sér, en helst öðrum, á lífi. Hryllingurinn og myrkrið í verk- inu víkur fyrir voninni og hinni mannlegu þrá til að lifa af og elska í búðunum sem brenndar eru í manna minni og saga hinna ungu elskenda er stórmerkileg. En þrátt fyrir að saga þeirra Lale og Gitu sé mögnuð þá skilar verkið henni ekki fyllilega. Bókin er byggð upp eins og nokkuð einfaldur reyf- ari eða ódýr ástarsaga sem maður finnur rykugan uppi í bústað. Sam- tölin eru einföld og oft, sérstaklega í síðari hluta verksins, tilgerðarleg. Lesanda þyrstir eftir meiri dýpt í umhverfið, allar litlu frásagnirnar í verkinu og samtölin. Á sama tíma nær verkið ekki að mála upp sterka mynd af Gitu. Lesandinn fær einungis að sjá hana flata, í gegn- um augu Lale. Verkið er að sjálfsögðu skrifað út frá frásögnum Lale, svo það er að vissu leyti skiljanlegt en á sama tíma gerir höfundur tilviljana- kenndar tilraunir til að skrifa út frá sjónarhorni Gitu og mistekst það. Verkið gerir sögu Gitu og Lale engan veginn fyllilega skil. Undir- rituð getur ekki annað en óskað þess að sögupersónur væru enn á lífi til þess að hægt væri að gera aðra tilraun til að skrifa sögu þeirra. Bryndís Silja Pálmadóttir NIÐURSTAÐA: Mögnuð saga í litlausum búningi. Elskendur í útrýmingarbúðum Björg Thorarensen prófessor er einn framsögumanna í Öskju. MYND/VALLI Pétur Östlund mætir með kvartett sinn í Kaldalónssal Hörpu. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 2 0 . M A R S 2 0 1 9 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 9 -1 6 C C 2 2 9 9 -1 5 9 0 2 2 9 9 -1 4 5 4 2 2 9 9 -1 3 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.