Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is SPRING AIR EXCELLENT heilsudýna – allar stærðir Aðeins 58.435 kr. VERÐDÆMI Stærð 120 x 200 cm Fullt verð 89.900 kr. 35% AFSLÁTTUR DÝNUDAGAR Aðeins 38.950 kr. VERÐDÆMI Stærð 90 x 210 cm Fullt verð 77.900 kr. 50% AFSLÁTTUR DÝNUDAGAR 120 / 140 / 180x200 cm www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Dýnudagar Allar dýnur* 20-50% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR á dýnudögum Classic botn, cover og fætur Afgreiðslutími Rvk Mán. til föst. kl. 10–18 (Holtagörðum) Mán. til föst. kl. 11–18:30 (Smáratorgi) Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði OP IÐ Á SU NN UD ÖG UM Í DO RM A SM ÁR AT OR GI * Gildir ekki af dýnum frá Simba. SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G SHAPE DELUXE heilsudýna 90x210 cm • Pokagormakerfi • Hægindalag í yfirdýnu • Bómullar áklæði • Sterkur botn • Steyptur svampur í köntum • 26 cm þykk heilsu dýna sem lagar sig alveg að líkama þínum • Non-slip efni á botni dýnunnar • Engir rykmaurar • Ofnæmisprófuð HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir dagsins og ítarlega umöllun um málefni líðandi stundar. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Tónlistarkennarar hafa orðið varir við áber-andi aukinn áhuga grunnskólakrakka á hljóðfæraleik og að engum nótnablöðum sé um það að fletta að Queen-kvik- myndin Bohemian Rhapsody ráði þar mestu. Krakkar í skólahljómsveitum í Reykjavík blása um þessar mundir We Will Rock You af miklum móð og þverflautur og önnur blásturs- hljóðfæri og í Seyðisfjarðarskóla er bassinn plokkaður og Bohemian Rhapsody leikið á píanó. „Ég er að kenna unglingum Seyðisfjarðarskóla og það er mjög greinilegt að þeim, kannski aðallega strákunum, finnist þeir og Freddie Mercury sérstaklega alveg hrika- lega töff,“ segir Benedikt Hermann Hermannsson, einnig þekktur í tón- listinni sem Benni Hemm Hemm. „Ég hef alveg heyrt þetta úr f leiri áttum þannig að það er ekkert bara hérna sem krakkar eru í þessum gír. Þau eru að kynnast þessari tónlist í gegnum þessa mynd,“ segir Benni um þessa nýju og nokkuð óvæntu kynslóð Queen-aðdáenda. „Maður fattar það ekki alveg þegar maður er orðinn miðaldra að fólk þekki ekki bara Queen sjálfkrafa.“ Benni segir þessa vakningu vita- skuld vera hið besta mál en hann vakti athygli á þessari sveif lu í umræðum um myndina á Face- book-vegg Arnars Eggerts Thor- oddsen, tónlistargagnrýnanda með meiru. Þar sagði Arnar Eggert myndina vera frábæra en viðbrögðin við þeirri yfirlýsingu voru ekki öll jafn jákvæð. „Fólk var eitthvað að hafa skiptar skoðanir á þessu og ég sagði að mér þætti hún góð, þótt ég hefði ekki séð hana, vegna þessa.“ Benni segir samanburði myndar- innar við raunveruleikann í vand- lætingartóni litlu skipta þegar horft sé til þessara jákvæðu áhrifa sem myndin hefur á unglingana. „Þegar maður sér þetta og metur þessa tvo póla þá finnst mér ekki spurning hvað skiptir meira máli.“ Benni segir það enga spurningu að myndin kveiki áhuga krakkanna á því að læra á hljóðfæri. „Hér er til dæmis einn strákur sem er ekki að læra á hljóðfæri en er búinn að læra byrjunina á Bohemian Rhap- sody á píanó og maður gerir það ekkert nema mann langi virkilega til þess. Akkúrat núna er hann að spila á fullu á píanó og það er annar sem er að læra bassalínuna í Under Pressure.“ Benni segist ekki geta séð að Queen-æðið kveiki áhuga á einu hljóðfæri umfram annað. „Ég hefði skotið á að það væri píanóið en þetta er greinilega ekkert bund- ið við það.“ Bassinn kemur einn- ig sterkur inn, jafnvel umfram rafmagns- gítarinn sem sá mikli meistari Brian May hefur þanið með Queen í áratugi. „Ég er alltaf að tala um hversu frá- bær hann er en hann er einhvern veginn ekkert efstur á blaði,“ segir Benni og bætir við að það virðist mjög handahófskennt og einstakl- ingsbundið hvað heillar. „Kannski er hann ekkert spenn- andi í myndinni, ég veit það ekki. Annars þarf ég náttúrlega að sjá þessa mynd til þess að geta sagt eitt- hvað af viti um hana en mér finnst þessi áhrif bara frábær.“ Benni viðurkennir fúslega að hann sé sjálfur mikill Queen- aðdáandi og hafi frætt nemendur sína um hana áður en æðið skall á. „Ég hef alveg kynnt Queen fyrir krökkum sem þekkja ekki hljóm- sveitina og það er eitthvað í þessari tónlist sem gerir það að verkum að maður þarf ekki nostalgíuna til þess að tengja við hana. Það er einhver grunnkjarni í tónlistinni sem allir tengja við og krakkar fatta strax.“ t h o r a r i n n @ f r e t t a - bladid.is Queen-æðið hefur góð áhrif á krakkana Bohemian Rhapsody hefur kveikt brennandi áhuga á hljóðfæra- leik hjá grunnskólakrökkum. Tónlistarkennari á Seyðisfirði segir einhvern kjarna í lögum Queen sem krakkarnir fatti strax. Mercury og May í ham. Tónlist þeirra hefur vakið mikinn áhuga krakka á tónlistarnámi. NORDICPHOTOS/GETTY Benedikt Hermann segir jákvæð áhrif Queen-myndarinnar miklu mikilvægari en þras um gæði hennar. Athugasemd Benna á Facebbok Ég hef ekki séð þessa mynd. En ég hef hitt fáránlega marga unglinga sem eru byrjaðir að læra á píanó og eru búnir að stofna hljómsveitir eftir að hafa horft á hana. Það er nóg fyrir mig til að elska þessa mynd. 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 9 -0 3 0 C 2 2 9 9 -0 1 D 0 2 2 9 9 -0 0 9 4 2 2 9 8 -F F 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.