Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 10
Haukar - Stjarnan 57-78 Haukar: Rósa Björk Pétursdóttir 11, Þóra Kristín Jónsdóttir 11, Klaziena Guijt 10, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Sigrún Björg Ólafs- dóttir 4, Bríet Lilja Sigurðardóttir 3, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 2, Magdalena Gísladóttir 2. Stjarnan: Bríet Sif Hinriksdóttir 23, Danielle Victoria Rodriguez 16/12 fráköst/13 stoð- sendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 16, Veronika Dzhikova 10/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Sólrún Sæmundsdóttir 3. Nýjast Domino’s-deild kvenna Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 NÝR FORD TRANSIT CONNECT FLOTTARI OG BETRI! ford.is 2.250.000 VERÐ FRÁ: KR. ÁN VSK Með nýtt útlit bæði að innan sem utan og tæknilegri en nokkru sinni áður hefur nýi Transit Connect þróast á næsta stig hvað varðar þægindi og öryggi. Staðalbúnaður er mjög ríkulegur og má þar nefna upphitanleg framsæti, Webasto olíumiðstöð með tímastilli (standard heitur á morgnana), upphitanlega framrúðu, Easy Fuel eldsneytisáfyllingu, spólvörn, brekkuaðstoð og margt fleira. 2.790.000 kr. með VSK. Transit Connect 2 5x15 20190318.indd 1 18/03/2019 10:31 HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í handbolta heldur til Pól- lands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari lands- liðsins, var brattur þegar Fréttablað- ið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stór- mótum,“ segir Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur  á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spila- mennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel segir Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan  Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er upp- sveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mari- am Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikja- hléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vand- lega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spán- verjum rétt eins og þau munu fylgj- ast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikj- unum okkar um helgina.“ kristinnpall@frettabladid.is Sjáum hvar liðið stendur Axel ræðir við leikmenn íslenska landsliðsins í æfingaleik gegn Svíþjóð fyrir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Íslenska kvennalands- liðið í handbolta heldur út til Póllands á fjögurra liða æfingamót í dag. Mótið er hluti af undir- búningi landsliðsins fyrir umspilsleiki gegn Spánverjum í sumar. Landsliðsþjálfarinn er ánægður með að fá þessa leiki til að sjá á hvaða stað íslenska liðið er. Það verður gott að sjá hvar liðið stendur í aðdraganda leikjanna gegn Spáni. Axel Stefánsson FÓTBOLTI Al Arabi í Katar staðfesti í gær að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefði skrifað undir samning hjá félaginu. Hjá Al Arabi mun hann vinna með Heimi Hallgrímssyni á ný eftir að Eyja- maðurinn tók við liðinu nú í des- ember. Aron skrifaði undir tveggja ára samning í Katar með möguleika á eins árs framlengingu. Aron k lárar tímabilið með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni og gengur til liðs við Al Arabi í sumar þegar samningur hans hjá Cardiff rennur út. Aron verður fyrsti íslenski leik- maðurinn sem leikur í Katar eftir að hafa verið í ellefu ár á Englandi. – kpt Staðfestu komu Arons til Katar Aron og Heimir vinna saman á ný í Katar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 9 -0 3 0 C 2 2 9 9 -0 1 D 0 2 2 9 9 -0 0 9 4 2 2 9 8 -F F 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.