Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 25
Starfsfólk Laxár býr yfir gríðar- legri þekkingu og reynslu á sínu sviði. Allir starfsmenn eru með tíu til þrjátíu ára starfsreynslu sem tryggir stöðugleika í framleiðslu- gæðum. Hjá Laxá starfa níu manns og eru allir starfsmenn með tíu til þrjátíu ára starfsreynslu sem tryggir stöðugleika í framleiðslugæðum. Við hjá Laxá framleiðum náttúrulegt fiskeldisfóður fyrir allar helstu tegundir af eldisfiski hérlendis, það er fyrir bleikju, lax, f latfisk og regnboga- silung. Til að tryggja hágæða- fóður er ávallt notað fyrsta f lokks hráefni. Helmingur hráefna í ECO-fiskafóðri frá Laxá er inn- lent hágæða fiskimjöl og lýsi sem á uppruna sinn í Norður-Atlants- hafi og auk þess er notað inn- f lutt jurtamjöl og repjuolía til að lækka kostnað við fóðurgerð. Til að uppfylla þarfir markaðarins er eingöngu notað náttúrulegt litarefni í stað hefðbundins litarefnis fyrir laxfiska og því eru öll hráefni í ECO fiskafóðri náttúruleg. Fiskafóðri frá Laxá er ætlað að uppfylla næringarþarfir hverrar fisktegundar og tryggja hámarksvöxt með sem lægstum fóðurstuðli,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Laxár. „Fóðurverksmiðjan Laxá var stofnuð árið 1991 og er því orðin 28 ára rótgróið og stöndugt fyrir- tæki. Verksmiðjan er á Akureyri en Laxá er dótturfélag Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað,“ heldur hann áfram. Framleiðir fyrir innanlandsmarkað „Laxá framleiðir um 10.000 tonn af fiskafóðri árlega og er það eingöngu selt innanlands með áherslu á landeldi á seiðum og matfiski, þar sem tæknilega getur verksmiðjan ekki framleitt þetta fituríka fiskafóður sem notað er fyrir lax í sjókvíaeldi. Meðal við- skiptavina eru þó öll stærstu fisk- eldisfyrirtæki landsins og hefur Laxá yfir 80% markaðshlutdeild Náttúrulegt fiskeldisfóður í hágæðaflokki Fóðurverksmiðjan Laxá hf. framleiðir og selur fóður á innanlandsmarkaði til fiskeldisfyrirtækja. Fyrirtækið var stofnað árið 1991 og er verksmiðjan staðsett á Akureyri. Það framleiðir um 10 þúsund tonn af fiskafóðri á ári. Frá verksmiðjunni á Akureyri. „Við hjá Laxá framleiðum náttúrulegt fiskeldisfóður fyrir allar helstu tegundir af eldisfiski hérlendis, það er fyrir bleikju, lax, flatfisk og regnbogasilung,“ segir Gunnar Örn framkvæmdarstjóri meðal annars. Gunnar Örn, framkvæmdarstjóri Laxár sem framleiðir náttúrlegt fiskafóður. Laxá framleiðir um 10.000 tonn af fiskafóðri árlega og er það eingöngu selt innanlands. í fiskafóðri fyrir landeldi,“ segir Gunnar Örn. Laxá er þekkt fyrir stöðug og góð gæði í fiskafóðri með hátt hlut- fall fiskimjöls og lýsis, auk þess að veita viðskiptavinum sínum góða og sveigjanlega þjónustu. „Hjá Laxá starfa níu manns og eru allir starfsmenn með tíu til þrjátíu ára starfsreynslu sem tryggir stöðugleika í framleiðslu- gæðum. Við hjá Laxá fylgjum strangri gæðastefnu og notum ekki erfðabreytt hráefni við framleiðsluna. Allt okkar hráefni er GMP-vottað, auk þess sem við erum með alþjóðlega Global GAP-gæðavottun fyrir framleiðslu okkar,“ segir Gunnar Örn. Vöruþróun og rannsóknir Vöruþróun og rannsóknir eru mikil vægur hluti af starfsemi Laxár, enda markmiðið að fyrir- tækið sé ávallt í fremstu röð í fram- leiðslu á fiskafóðri. „Laxá tekur þátt í rannsóknum með MATÍS, Hólaskóla og Akuaplan-niva ásamt okkar helstu viðskiptavinum í fiskeldinu, en Laxá hefur tekið þátt í nær öllum rannsóknum sem hafa verið gerðar hérlendis og snerta fóðurgerð fyrir eldisfisk. Auk þess tekur Laxá þátt í norrænum og evrópskum verkefnum sem eru stærri í sniðum og er til að mynda þátttakandi í stóru verkefni þar sem affall úr skógariðnaði er notað sem fæða fyrir SCP-bakteríur, sem með gerjunarferli verða að úrvals próteini í fóðurgerð,“ greinir Gunnar Örn frá. Auk innlendrar framleiðslu flytur Laxá inn og endurselur startfóður fyrir seiði frá Biomar og Skretting. Einnig er f lutt inn ýmis- legt sérfóður frá þessum aðilum og meðal annars fóður fyrir smoltun á laxaseiðum, fóður fyrir vatnsend- urnýtingarkerfi í seiðastöðvum og fóður fyrir hrognkelsi. Laxá. Krossanes, 603 Akureyri. Sími 460 7200. Heimasíða www.laxa.is. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXX 3 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RÍSLENSKUR STRANDBÚNAÐUR 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 8 -F 9 2 C 2 2 9 8 -F 7 F 0 2 2 9 8 -F 6 B 4 2 2 9 8 -F 5 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.