Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 9
fellis gæti komið okkur öllum vel.
Hér er um að ræða framrúðuskífu
í stað gjaldmæla. Framrúðuskífan
er notuð mjög víða á meginland-
inu, jafnt í miðborgum sem og við
aðstæður eins og hér um ræðir. Þessi
möguleiki yrði í boði við innganga,
a.m.k. við bráðamóttökur og fæð-
ingardeild, en einnig aðrar deildir
þangað sem fólk kann að þurfa að
leita í slíkum flýti að það getur ekki
tafið við að finna stæði og greiða
stöðugjald. Bílastæðin skulu kyrfi-
lega merkt til umræddra nota. Leyfi-
legur tími væri tilgreindur á skiltum
við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en
er heimilt er lagt á stöðugjald skv.
ákveðinni gjaldskrá. Klukkuna má
fá víða t.d. í anddyri afgreiðslu bráða-
vaktar eða í móttöku og á bensín-
stöðvum.
Sú lausn að vera með gjaldtöku
við mikilvæga innganga er ekki
viðhlítandi aðferð til að bregðast
við vanda sem fólginn er í ónógum
fjölda bílastæða fyrir starfsmenn.
Er því tilefni til að bregðast við og er
ofangreindri hugmynd m.a. ætlað
að bæta úr þessu ástandi. Tillaga um
að fela Reykjavíkurborg í samstarfi
við Landspítala – háskólasjúkrahús
að innleiða bifreiðastæðaklukkur í
ákveðin stæði næst inngangi bráða-
móttöku og fæðingardeildar í neyð-
artilfellum hefur verið lögð fram í
borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks
fólksins.
Ekki er sanngjarnt að ætlast
til þess að foreldri sem
kemur eitt síns liðs með
slasað/veikt barn á bráða-
móttöku láti greiðslu stöðu-
gjalds seinka því að barnið
komist undir læknishendur.
Aðalfundur
Eikar fasteignafélags hf.
verður haldinn 10. apríl 2019
Aðrar upplýsingar:
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir
sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og
skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi
við eyðublað sem er aðgengilegt á heimasíðu félagsins.
Rafrænt umboð skal senda á netfangið stjornun@eik.is
áður en fundur hefst. Umboð verða ekki afturkölluð svo
gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað
við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins,
hvort heldur sem fyrr er.
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar
á aðalfundinum og leggja fram ályktunartillögur ef hann
gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar
félagsins eigi síðar en kl. 16.00 sunnudaginn 31. mars
2019. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið
stjornun@eik.is. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin
til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur
fyrir framangreindan tíma, verða dagskrá og tillögur
uppfærðar á heimasíðu félagsins eins fljótt og auðið er
eftir móttöku þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða
birtar eigi síðar en miðvikudaginn 3. apríl 2019. Mál sem
ekki hafa verið greind í endanlegri dagskrá aðalfundar er
ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum
nema með samþykki allra hluthafa en gera má um þau
ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn.
Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni
krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á
fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst
þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt ef framboð fleiri
aðila koma fram en nemur fjölda sæta sem kjósa skal um.
Hluthafar geta greitt atkvæði bréflega fyrir fundinn með því
að fylla með skýrum og greinilegum hætti út atkvæðaseðil
sem finna má á heimasíðu félagsins, undirrita og votta
seðilinn, og senda hann með pósti á lögheimili félagsins eða
rafrænt á netfangið stjornun@eik.is. Atkvæðaseðillinn
þarf að uppfylla framangreind skilyrði og berast í síðasta
lagi einni klukkustund fyrir upphaf aðalfundarins svo
atkvæðið teljist gilt.
Frestur til þess að senda tilnefningarnefnd félagsins
framboð til stjórnar rann út 28. febrúar 2019. Tillögur
tilnefningarnefndar koma fram í skýrslu nefndarinnar sem
er aðgengileg hluthöfum á heimasíðu félagsins. Fresti til
að tilkynna um framboð til stjórnar á netfangið stjornun@
eik.is lýkur sjö sólarhringum fyrir aðalfund, nánar tiltekið
kl. 16.00 miðvikudaginn 3. apríl 2019. Eyðublöð vegna
framboðs til stjórnarsetu er að finna á heimasíðu félagsins
og verða upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar birtar
þar og verða til sýnis á skrifstofu þess eigi síðar en sólar
hring eftir að framboðsfrestur rennur út.
Aðalfundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann
er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins.
Aðalfundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn
og atkvæðaseðlar, sem verða afhent á fundarstað, einnig
á íslensku.
Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem
varðar aðalfundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur
stjórnar og hluthafa, starfskjarastefna, skýrsla tilnefningar
nefndar félagsins, eyðublöð vegna umboðs og framboðs til
stjórnar, upplýsingar um atkvæðagreiðslu og atkvæðaseðill
vegna skriflegra kosninga og kosninga fyrir aðalfund,
skjöl sem verða lögð fram á aðalfundi, upplýsingar
um frambjóðendur, upplýsingar um fjölda hluta og
atkvæðafjölda í félaginu, er – eða verður eftir því sem þau
verða til – að finna á heimasíðu félagsins, www.eik.is/
fjarfestar/hluthafar. Auk þess munu viðeigandi gögn
liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Álfheimum 74,
104 Reykjavík, þremur vikum fyrir aðalfundinn.
Upplýsingar um tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum
félagsins og greinargerð með þeim má finna í heild sinni á
heimasíðu félagsins, www.eik.is/fjarfestar/hluthafar.
Í stuttu máli lúta tillögurnar að eftirfarandi atriðum:
• Lagðar eru til breytingar á 19. gr. samþykkta félagsins
um tilnefningarnefnd félagsins. Lagt er til að taka
fram í 1. mgr. 19. gr. samþykkta að stjórnarmenn
skuli ekki sitja í tilnefningarnefnd. Að auki er lagt til
að orðalagi 2. mgr. 19. gr. samþykkta verði breytt
þannig að hluthafafundur kjósi tvo nefndarmenn
í tilnefningarnefnd, án tillits til kyns þeirra, og að
einstaklingar geti boðið sig fram án tilnefningar
frá hluthöfum. Þá felur tillaga að breytingu á 3.
mgr. 19. gr. samþykkta í sér að komi í hlut stjórnar
að rétta kynjahlutföll í tilnefningarnefnd ef báðir
nefndarmenn kosnir af hluthafafundi eru sama kyns.
• Lagt er til að lækkaðir verði þröskuldar, í 5. mgr.
20. gr. samþykkta, til þess að krefjast þess að
margfeldiskosningu verði beitt ef kjósa þarf til
stjórnar. Séu hluthafar 200 eða fleiri þurfi eigendur
a.m.k. 2% hlutafjár að krefjast margfeldiskosningar
en a.m.k. 5% séu hluthafar færri en 200.
Reykjavík, 20. mars 2019
Stjórn Eikar fasteignafélags hf.
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár
2. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, eru lagðir fram til
staðfestingar
3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu og greiðslu arðs
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar og nefnda fyrir störf þeirra fyrir komandi starfsár, að fengnum
tillögum félagsstjórnar
5. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins
6. Tillaga félagsstjórnar um breytingar á samþykktum félagsins
7. Tillaga að starfsreglum tilnefningarnefndar
8. Kosning félagsstjórnar
9. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags
10. Önnur mál sem löglega eru fram borin
Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður
haldinn í salnum Gullteig B á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík,
miðvikudaginn 10. apríl 2019 og hefst stundvíslega kl. 16.00.
Eik fasteignafélag hf.
Álfheimum 74, 104 Reykjavík
www.eik.is
Drög að dagskrá fundarins er svohljóðandi:
Um hríð hefur verið lagt á stöðugjald þegar bifreiðum er lagt á bílastæðum við
m.a. bráðamóttöku Landspítala –
háskólasjúkrahúss í Fossvogi, við
fæðingardeildina við Hringbraut og
víðar við deildir sjúkrahússins. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Bílastæða-
sjóði er umrædd gjaldtaka tilkomin
að frumkvæði Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss í því skyni að koma í veg
fyrir að þessi stæði séu teppt fyrir
þeim sem leita þurfa til viðkomandi
stofnana, ekki síst með bílum starfs-
manna sjúkrahússins.
Það gefur augaleið að oft stendur
þannig á að fólk sem kemur á bráða-
og neyðarmóttökur á eigin bíl getur
ekki tafið við að fara að sjálfsala. Ekki
er sanngjarnt að ætlast til þess að
foreldri sem kemur eitt síns liðs með
slasað/veikt barn á bráðamóttöku
láti greiðslu stöðugjalds seinka því að
barnið komist undir læknishendur.
Viðbúið er hins vegar að þeir sem
ekki geta gefið sér tíma til að sinna
greiðslu stöðugjalds verði fyrir því að
Bílastæðasjóður krefji þá um 6.000
kr. aukastöðugjald vegna vanrækslu.
Þeir sem koma að bifreið sinni, hugs-
anlega í kjölfar erfiðrar reynslu inni
á sjúkrahúsinu, þar sem bíður þeirra
tilkynning frá Bílastæðasjóði um
álagningu aukastöðugjalds, hljóta
oft að upplifa það sem kaldar kveðjur
samfélagsins í þeirri stöðu sem þeir
eru.
Sú tillaga að innleiða bifreiða-
stæðaklukkur í ákveðin stæði næst
inngangi fyrir þá sem þurfa að leggja
bíl sínum í skyndi vegna neyðartil-
Neyðarbílastæði við
bráðamóttöku
Kolbrún
Baldursdóttir
sálfræðingur og
borgarfulltrúi
Flokks fólksins
Ögmundur
Jónasson
fyrrverandi
þingmaður
og ráðherra
Ég hef alltaf haft miklar efa-semdir um samstarf félags-hyggjuflokka við Sjálfstæðis-
f lokkinn. Efasemdir mínar hafa
snúist um prinsipp og praksis.
Prinsippin eru þau að meini
menn eitthvað með pólitískum
stefnumark miðum sínum, þá
Látið ekki Sjálfstæðisflokkinn eyðileggja kjaraviðræðurnar
kennir reynslan að þau fari for-
görðum í slíku samstarfi á milli
hægri og vinstri, því hætt er við
að annar hvor aðilinn svíki sína
umbjóðendur.
Praksisinn er svo einmitt sá að
samstarfið veldur því að annar, og
yfirleitt minni aðilinn, veslast upp,
tærist fyrst að innan og leggur síðan
af – í fylgi. Mín kynslóð man ömur-
legt hlutskipti Alþýðuf lokksins
sáluga, Framsókn var nær dauða
en lífi þegar hún slapp úr hrammi
Íhaldsins og nú er ástæða til að ótt-
ast um VG.
Tilefni þessara hugleiðinga nú er
skattaútspil ríkisstjórnarinnar á
ögurstundu þegar láglaunafólk heyr
baráttu nánast upp á líf og dauða.
Lofað hafði verið myndarlegri
endurskoðun á skatta- og bóta-
kerfinu sem hefði það í för með sér
að hlutur láglauna- og millitekju-
fólks vænkaðist. Verkalýðshreyf-
ingin tef ldi síðan fram tillögum
sem hefðu nákvæmlega þetta í för
með sér, næðu þær fram að ganga,
en vel að merkja, til að koma í veg
fyrir tekjutap ríkissjóðs var gert
ráð fyrir því að hlutur hátekjufólks
vænkaðist ekki og eignafólk greiddi
meira en það gerir nú.
Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei
gleymir því hver hann er, varnar-
virki hátekju-Íslands, tekur þetta
ekki í mál og fjármálaráðherrann
slengir í nafni ríkisstjórnarinnar
fram skattatillögum sem eru nánast
sem löðrungur á verkalýðshreyf-
inguna og vel að merkja samstarfs-
flokkana í ríkisstjórn – hefði maður
haldið: Skattalækkun upp á 6.700
krónur, sú sama fyrir marg-milljón
króna fólkið og þau sem eiga ekki til
hnífs og skeiðar.
Nú þurfa VG og Framsókn og
þeir sjálfstæðismenn sem eiga í sér
félagspólitíska taug – einu sinni
voru þeir til – að rísa upp í samein-
ingu og krefjast þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn sýni ábyrgð og komi til
móts við verkalýðshreyfinguna með
myndarlegum jöfnunaraðgerðum í
sköttum, vaxtabótum, húsaleigu-
bótum og framlagi til félagslega
leigukerfisins hjá sveitarfélögum.
Það er ekki sæmandi að horfa
þegjandi og aðgerðalaus á láglauna-
og millitekjufólk heyja þá baráttu
sem löngu var tímabær.
Mín kynslóð man ömurlegt
hlutskipti Alþýðuflokksins
sáluga.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 2 0 . M A R S 2 0 1 9
2
0
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
9
9
-0
7
F
C
2
2
9
9
-0
6
C
0
2
2
9
9
-0
5
8
4
2
2
9
9
-0
4
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K