Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 34
Í augum erlendra aðila gæti árið 2019 reynst gott ár til þess að stíga inn í íslenskt hagkerfi. Skotsilfur Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Stefnt að sameiningu Deutsche Bank og Commerzbank Forsvarsmenn Deutsche Bank og Commerzbank sögðust á sunnudag hafa hafið formlegar viðræður um sameiningu. Sameinaður banki yrði sá næst stærsti á evrusvæðinu með eignir upp á samanlagt 1,9 þúsund milljarða evra. Hugmyndir um sameiningu hafa lengi mætt andstöðu af hálfu stéttarfélaga starfsmanna bankanna og þá hafa nokkrir stærstu hluthafar Deutsche Bank lýst efasemdum um samrunann. NORDICPHOTOS/GETTY Ein helsta fyrirstaða þess að fjárfestar komast að viðeig-andi niðurstöðu er tilhneiging þeirra til að stjórnast af tilfinningum fremur en hlutlausu mati á aðstæð- unum – stundum taka þeir aðeins eftir jákvæðu þáttunum og hunsa þá neikvæðu, og stundum á hið öfuga við, en sjaldan einkennist upplifun þeirra og túlkun af jafnvægi og hlut- leysi.“ Þessi orð Howards Marks, eins þekktasta fjárfestis Bandaríkjanna, endurspeglar þá skoðun að áhættu- fælni og ákvörðunartaka „yfir- burða fjárfesta“ sveiflast ekki með þjóðarsálinni. Aukin áhættufælni einkennir efnahagslífið á Íslandi í dag og kemst fátt að nema umræða um verkföll, loðnubrest og færri flugsæti. Afleiðingin er minnkandi atvinnuvegafjárfesting og sam- dráttur í innflutningi. Enginn vill taka slæmar ákvarðanir, aftur. Sú staðreynd að áhættufælni er afstæð, því hún tekur mið af upplifunum og aðstæðum, þýðir þó að þeir sem standa fyrir utan íslenskan efna- hagsveruleika gætu lesið stöðuna öðruvísi en við. Seðlabanki Evrópu (ECB) opnaði fyrr í mánuðinum fyrir aðgang evr- ópskra banka að ódýru fjármagni til að f leyta áfram til fyrirtækja í álfunni á ný. Um þrjú ár eru síðan þessum aðgangi var lokað, þegar vonir voru um að hagvöxtur og verðbólga færu hækkandi. Samhliða þessu útspili tilkynnti ECB lækkun á 2019 hagvaxtarspá sinni fyrir álfuna úr 1,7% í 1,1%. Þrátt fyrir að atvinnu- leysistölur í Evrópu séu nú í lágmarki eftir fjármálakrísuna er lítil hreyfing á verðlagi. ECB vonaðist eftir 2% verðbólgu á þessu ári, markmið sem virðist nú ekki í augsýn næstu tvö árin. Væntingar um vaxtahækkanir ECB á árinu eru því orðnar að engu. Svipaða sögu má segja um stöðuna vestanhafs, þó þar sé spáð 2,5% hagvexti. Nýjustu verðbólgutölur eru þær lægstu í tæp tvö ár og Seðla- banki Bandaríkjanna hefur stoppað af það vaxtahækkunarferli sem fór af stað 2017. Þetta kann að hljóma okkur að öllu leyti ótengt. En margir bjugg- ust við því að vaxtamunur milli hávaxtalanda, sem Ísland tilheyrir enn, og Bandaríkjanna og Evrópu myndi minnka á árinu. Slík þróun fæli í sér minni áhuga erlendra fjár- festa á fjárfestingartækifærum í löndum líkt og Íslandi. Raunin gæti nú orðið önnur. Afstaða erlendra fjárfesta til landsins tekur mið af þeirra aðstæðum og upplifun. Sem snýst ekki aðeins um verkföll, loðnubrest og flugsæti, heldur einn- ig efnahagsaðstæður ytra. Í augum erlendra aðila gæti 2019 reynst gott ár til stíga inn í íslenskt hagkerfi, sér í lagi þar sem fjárfestingartækifæri er oft að finna þegar áhættufælni eykst meðal þeirra sem næst aðstæðunum standa. Hagvaxtarhorfur á árinu hér á landi eru betri en í Evrópu, aðeins verri en í Bandaríkjunum, en vaxta- stigið margfalt hærra. Þó efnahags- spár séu ónákvæmar er efnahags- ástandið metið betra til næstu ára hér á landi en bæði austan- og vest- anhafs. Auðvitað verður hagkerfið fyrir áhrifum af minnkandi útflutn- ingsvexti og verkföllum, en grunn- stoðirnar eru enn sterkar og ekki búist við margra ára niðursveiflu. Flestir fjárfesta til nokkurra ára, ekki ársfjórðunga. Mengi þeirra fjár- festa sem hingað líta hefur auk þess stækkað, með nýlegum breytingum á lögum um fjármagnsinnflæði. Mótvægi gæti því myndast gagn- vart þeim neikvæðu þáttum sem við einbeitum okkur að þessa dagana og teljum að leiði af sér veikingu krónunnar og hærri vexti. Áhættu- mat erlendra fjárfesta er síður tengt þjóðarsálinni sem eykur hlutleysi í fjárfestingarákvörðunum. Í lok árs 2014 var spáð 2,9% hagvexti að meðaltali fyrir árabilið 2015-2017 hér á landi. Raunin varð 5,3%, en á fyrsta ári þessa tímabils streymdi hingað talsvert fjármagn að utan. Ekki er sanngjarnt að slá því föstu að erlendir spáaðilar hafi vitað betur en innlendir, enda mikil óvissa um efnahagsspár. Eitt er þó víst, að þeir sáu hér tækifæri miðað við það sem þeim bauðst annars staðar. Ef sú staða kemur aftur upp á árinu gæti það stutt við gjaldmiðilinn, óháð því hvort sú afstaða og aftenging við þjóðarsálina reynist hagstæð eða ekki í baksýnisspegli framtíðarinnar. Með erlendum augum  Kristrún Frostadóttir aðalhagfræð­ ingur Kviku banka  Íslenskir stjórnmálamenn eiga erfitt með að átta sig á því að íslenskur sjávarútvegur sé í alþjóðlegri samkeppni og líði fyrir sérstaka skattheimtu á þeim vett- vangi. Framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi benti í byrjun vikunnar á það að Hægri- f lokkur Ernu Solberg, forsætis- ráðherra Noregs, hefði ályktaði á landsfundi sínum að ekki skyldi skattleggja sérstaklega fiskveiðar og fiskeldi þar í landi. Benti fram- kvæmdastjórinn jafnfram réttilega á að Norðmenn væru okkar helstu keppinautar þegar kemur að sölu á fiski á alþjóðlegum markaði. Heimatilbúnar hindranir hafa nú þegar skaðað samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Samtökin birtu í vetur samanburð á þeim opinberum gjöldum sem leggjast á norskan togara annars vegar og íslenskan hins vegar. Saman- burðurinn leiddi í ljós að íslenski togarinn greiðir hlutfallslega um 17 prósentustigum meira í opinber gjöld en sá norski. Þar vega veiði- gjöldin þungt. En greinin skilar arði og sú stað- reynd ein og sér skapar tækifæri fyrir stjórnmálamenn og aðra til að ala á öfund. Þeir benda ein- göngu á meint tekjutap ríkissjóðs en hunsa öll hin jákvæðu áhrif sem gróska í sjávarútvegi leiðir af sér. Engu virðist skipta þó að aukin arðsemi hafi aukið fjárfestingar- getu fyrirtækjanna. Fjárfestingar í sjávarútvegi skiluðu meðal annars því að losun koltvísýrings frá fisk- veiðum og fiskeldi dróst saman um tæp 43 prósent á árunum 1995 til 2016. Þessi árangur hefði ekki náðst ef markmiðið hefði ávallt verið að hámarka tekjur ríkissjóðs af greininni. Það er ekki sjálfgefið að lítil eyþjóð byggi upp atvinnugrein sem skipar sér í fremstu röð á heims- vísu. Annað mætti halda af orð- ræðu margra íslenskra stjórnmála- manna að dæma. Þeir taka því sem sjálfgefnu og tala fyrir því að draga sem mest fjármagn úr greininni. Fjármagnið  á síðan að renna til ríkissjóðs þar sem skrifræðið tekur vænan skerf. Verðmætin glatast, og atvinnugreinin dregst aftur úr í alþjóðlegri samkeppni. Eitt er að hafa áhyggjur af því að misskipting gæða á Íslandi fari vaxandi, að sumir einstaklingar fái meira af verðmætaaukningu í sinn hlut en aðrir. Það er réttmætt sjónarmið, rétt eins og það að hafa engar áhyggjur, en þá þarf að horfa til misskiptingar á milli einstakl- inga. Annað er að leggja skaðlegan skatt á rekstur fyrirtækja sem veik- ir heila  atvinnugrein og öll  hin jákvæðu áhrif sem af henni leiða. Það er ekki lausn heldur skemmdar- verk undir fölsku yfirskini. Dragbítur í alþjóðlegri samkeppni Nóg að gera Tryggvi Þór Herberts- son, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins, hefur í nógu að snúast í ráðgjafar­ störfum þessa dagana en hann að­ stoðar nú meðal annars erlendu stórfyrirtækin Berjaya Corpor­ ation og Quadran Inter national við fjárfestingar sínar hér á landi. Fyrrnefnda samsteypan, frá Malasíu, er að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 og hefur lýst yfir áhuga á að fjár­ festa hér meðal annars á sviði hótelstarfsemi. Þá hefur franski orkurisinn sýnt HS Orku áhuga í söluferli íslenska félagsins. Stórkarlalegar yfirlýsingar Óhætt er að segja að Erlendur Magnús- son, stjórnarfor­ maður Heima­ valla, hafi sent forkólfum verkalýðshreyf­ ingarinnar tóninn á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Hann sagði ýmsa sem hafa þóst bera hag leigjenda fyrir brjósti hafa gefið „stórkarla­ legar“ yfirlýsingar um leigu­ markaðinn og jafnvel haldið því fram að Heimavellir gætu ráðið þar verðmyndun, þrátt fyrir litla hlutdeild. Slíkt væri „hreinasta fjarstæða“. Hann nefndi auk þess að enginn gæti haldið því fram með nokkurri sanngirni að ávöxt­ unarkrafa félagsins við útleigu væri óeðlilega há. Klár í slaginn Munurinn á starfsháttum Eflingar og Starfsgreinasambandsins er sláandi. Samband­ ið með Björn Snæbjörnsson í broddi fylking­ ar hafði fullan hug á að semja. Þegar það sleit viðræðum og boð­ aði verkföll gat það ekki dregið fram aðgerðaplan. Daginn eftir að Efling sleit viðræðum var búið að líma baráttumerki á sendibíl og hafist var handa við að fram­ kvæma hernaðaráætlunina. Það stóð ekki til að semja heldur sýna „auðvaldinu“ löngutöng. 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 9 -0 C E C 2 2 9 9 -0 B B 0 2 2 9 9 -0 A 7 4 2 2 9 9 -0 9 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.