Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 40
 AMY GERÐI ÞETTA MEÐ SVO SÉRSTÖKUM HÆTTI AÐ ÉG HELD AÐ HÉR Á LANDI SÉU ENGIN FOR- DÆMI FYRIR SLÍKU. Gjöfin frá Amy Engil-berts er heiti sýn-ingar í Listasafni Íslands sem stendur til 12. maí. Amalie Engilberts var dóttir Jóns Engilberts listmálara og Tove Engilberts, fædd árið 1934 í Dan- mörku og lést í desember árið 2007. Amy eins og hún var kölluð, var vin- sæl spákona hér á landi og fékkst við dulspeki í fjölda ára. „Amy lést árið 2007 og stuttu síðar kom í ljós að hún hafði ánafn- að Listasafni Íslands fjármuni til listaverkakaupa, auk nokkurra listaverka úr eigu sinni. Amy gerði þetta með svo sérstökum hætti að ég held að hér á landi séu engin for- dæmi fyrir slíku. Fjármunina átti að setja í sjóð í hennar nafni og í 10 ár ætti að festa kaup á nýrri íslenskri myndlist að vali safnsins,“ segir Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands. „Þarna var Amy ekki að setja hömlur, hún hefði vel getað sett skil- yrði um það hvaða verk saf nið ætti að kaupa. Það gerði hún ekki og það sýnir hversu mikið örlæti og stórhugur bjó þarna að baki. Hún setti þó einhverjar kvaðir sem hægt var að ganga að og þar á meðal var sú að sett yrði upp sýning á verkunum að 10 árum liðnum. Innkaupanefndir safnsins hafa séð um kaupin og fyrsta listaverkið var keypt árið 2009 en það var verk eftir Eygló Harðardóttur sem var útnefnd myndlistarmaður ársins á dögunum. Tvö síðustu verkin voru síðan keypt í upphafi árs.“ Þrjár kynslóðir listamanna Verkin sem keypt voru og eru nú á sýningunni eru öll eftir núlifandi listamenn. Þeir eru: Bjarki Braga- son, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Thoroddsen, Helgi Þórsson, Hildi- gunnur Birgisdóttir, Hulda Vil- hjálmsdóttir, Jeannette Castioni, Jón Axel Björnsson, Magnús Helga- son, Pétur Thomsen, Sigga Björg Sigurðardóttir og Þórdís Aðalsteins- dóttir. „Þetta eru svona þrjár kynslóðir listamanna, þeir elstu eru fæddir kringum 1955 og yngsti listamað- urinn er fæddur 1983, ferill lista- mannanna er mislangur eins og gefur að skilja. Verkin eru mjög ólík en rauði þráðurinn er Amy Engil- berts. Sýningin ber með sér hversu góða myndlistarmenn við eigum. Verkin eru mjög sterk, fjölbreytt og af miklum gæðum,“ segir Harpa. Ólík nágrannaþjóðum Spurð hvort það sé ekki sérlega gleðilegt fyrir safnið að hafa fengið þessa aukafjármuni til kaupa á listaverkum segir Harpa: „Það flaug engill yfir safnið. Ég fór einu sinni inn í safn í miðri Amst- erdam og safnstjórinn sagði: „Þetta var lítið einkasafn sem var í bílskúr í úthverfi borgarinnar. Svo kom maður sem átti peninga. Hann var engillinn sem f laug yfir þetta safn.“ Mér þótti þetta fallega sagt. Stundum fljúga englar yfir söfn og það gerðist hjá okkur hér í Lista- safni Íslands. Ég segi stundum þegar ég lýsi starfi mínu sem safnstjóri að það er tvennt sem fyllir mann verulega góðri orku og gleður hjartað. Það er þegar englar f ljúga yfir söfn og þegar myndast biðraðir inn á söfn. Þetta tvennt hef ég upplifað.“ Spurð hvort eitthvað sé um það að einstaklingar styrki safnið segir Harpa: „Einstaklingar og fjöl- skyldur hafa allt tíð styrkt Listasafn Íslands með ýmsum hætti, sér- staklega hvað varðar gjafir á lista- verkum, af miklum rausnarskap. Við erum ríkisstofnun, rekin að hluta með fjármunum frá ríkinu og að hluta með þeim tekjum sem við öflum sjálf, til dæmis með aðgangs- eyri að sýningum og viðburðum okkar. Það er ekki endilega greið leið að styrktaraðilum, við erum ólík nágrannaþjóðum okkar sem eiga ýmsa sjóði sem beina sjónum að stofnunum eins og okkar.“ Það flaug engill yfir safnið Amy Engilberts ánafnaði Listasafni Ís- lands fjármuni til listaverkakaupa. Nú stendur yfir sýning í safninu á þeim verkum sem keypt voru fyrir gjöfina. „Verkin eru mjög sterk, fjölbreytt og af miklum gæðum,“ segir Harpa. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 130 verk Hjá Listasafni Íslands er komin út bókin 130 verk úr safneign Listasafns Íslands. Eins og titillinn gefur til kynna er þar að finna 130 listaverk sem raðað er eftir aldri og hverju verki fylgir greinargóður texti á íslensku og ensku. „Þessi bók er skrifuð af sérfræðingum, mestu leyti sér- fræðingum safnsins. Halldór Björn Runólfsson fyrrverandi safnstjóri valdi verkin ásamt ritnefnd,“ segir Harpa Þórs- dóttir. „Þessi verk eru vörður í íslenskri listasögu. Þau eru ólík og þarna eru ekki bara alþekktustu verk þjóðarinnar. Það verður gaman fyrir marga að kynnast verkum sem þeir þekktu ekki áður. Í bókinni er einungis eitt verk eftir hvern myndlistarmann, en bækur þessarar gerðar eru vinsæl vara í safnbúðum listasafna. Við eigum af nægu að miðla svo framhald gæti orðið á svona útgáfu hjá okkur.“ Verkin eru öll eftir núlifandi listamenn af þremur kynslóð- um. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 9 -0 7 F C 2 2 9 9 -0 6 C 0 2 2 9 9 -0 5 8 4 2 2 9 9 -0 4 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.