Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 31
kosti við innkaup, samanber net- verslun og kaup erlendis. Eftirspurnin eftir fatnaði í Hag- kaup til dæmis í Borgarnesi er með þeim hætti að hún réttlætir ekki að halda úti slíkri verslun.“ Hvernig gengur rekstur Zöru? „Hann gengur ágætlega. Við lok- uðum versluninni í Kringlunni árið 2017 og fjárfestum í versluninni í Smáralind. Með þeim hætti tókst okkur að snúa rekstrinum okkur í hag. Zara, sem er fremsta fyrir- tækið á þessu sviði í heiminum, er ótrúlega flott fyrirtæki sem vinnur vel með okkur. Verðstefnan og þær vörur sem eru í boði eru lykillinn að árangrinum.“ Réttlætir arðsemin það að reka Zöru á Íslandi? „Já, ég myndi segja það, en þetta er krefjandi verkefni og markaður.“ Freistar það að setja Zöru í sölu? „Það hefur ekki komið til umræðu. Við höfum fjárfest í rekstrinum og Zara hefur sérstöðu á markaðnum.“ Funduð þið fyrir samdrætti hjá Zöru þegar H&M var opnuð? „Við vorum að breyta rekstrinum úr tveimur verslunum í eina við opn- unina. Opnun H&M hafði ekki mikil áhrif á rekstur Zöru. Samkeppnis- hæfni vörumerkisins er með þeim hætti að á flestum mörkuðum hefur Zara yfirhöndina.“ Fjárfestar hafa sýnt Útilífi áhuga. Hvað geturðu sagt um það? „Við höfum verið að einfalda rekstur Útilífs, meðal annars fækk- að verslunum úr fjórum í tvær, og endurnýjað útlit þeirra í Kringlunni og Smáralind. Auk þess hefur verið lögð vinna í að efla vörumerkið og eftir því hefur verið tekið. Fjárfestar hafa knúið dyra af og til og sýnt Úti- lífi áhuga. Hagar eru skráðir í Kauphöll og í ljósi þess að í skoðun er hvort hægt verði að ná saman við fjárfesta um kaup á Útilífi þótti okkur eðlilegt að upplýsa markaðinn um stöðu mála á dögunum. Rekstur Útilífs er í góðu horfi. Ef ekki fæst ásættanlegt verð fyrir fyrirtækið rekum við það áfram með bros á vör.“ Kaupin tóku 22 mánuði Ræðum aðeins um samskiptin við Samkeppniseftirlitið varðandi sam- eininguna við Olís. Ferlið tók drjúgan tíma. „Það tók drjúgan tíma, mun lengri tíma en æskilegt er. Það setur fyrir- tækið sem er að fjárfesta og fyrir- tækið sem er til sölu í erfiða stöðu. Ferillinn þyrfti því að vera styttri. Hins vegar verður engum einum kennt um hversu langan tíma ferlið tók. Viðræður um sameiningu hófust f ljótlega á árinu 2017 og ritað var undir kaupsamning í apríl það ár. Gild samrunatilkynning var send til Samkeppniseftirlitsins í septem- ber, tólf mánuðum síðar náðist sátt við Samkeppniseftirlitið og þá hóf óháður kunnáttumaður að meta hæfi kaupenda að eignum sem við urðum að selja samhliða kaupunum á Olís. Þeirri vinnu lauk ekki fyrr en í lok nóvember og þá var öllum fyrirvörum aflétt. Kaupferlið sem stjórnendur Haga unnu að tók því 22 mánuði og þar af var vinnan með Samkeppniseftirlitinu 15 mánuðir. Samkeppniseftirlitið var einkum að horfa til skilgreiningar á mörkuð- um og hvort við værum að kaupa fyr- irtæki sem væri á markaði sem við værum fyrir á. Jafnframt var litið til þess hvort umsvif Haga yrðu of mikil við kaupin. Horft var á landfræðilega markaði, eins og Vestfirðir teljast sér markaðssvæði, og það er tímafrekt að rýna í alla markaði landsins. Eins þarf Samkeppniseftirlitið ávallt að óska eftir álitum frá keppinautum og hagsmunaaðilum á öllum mörk- uðum og meta hvað þeir hafa að segja. Þetta er tímafrek vinna.“ Er þörf á Samkeppniseftirlitinu? „Já, það er þörf á því og starfsemi þess er mikilvæg. Það þarf að koma í veg fyrir samkeppnisbrot og gæta þess að fyrirtæki fari að lögum. Sam- keppniseftirlitið sinnir f lóknum verkefnum fyrir lítinn markað. Það má einfalda þá vinnu og gera hana skilvirkari, sérstaklega þegar um er að ræða samruna sem er neytendum til hagsbóta. Jafnvel þótt Hagar séu stórt fyrir- tæki á Íslandi erum við alls ekki stórt fyrirtæki. Vinnan reyndi mikið á starfsmenn okkar. Það starfa tólf á skrifstofu móðurfélagsins og enginn okkar er lögmaður, því síður er hér rekin lögfræðideild sem getur sinnt verkefnum á borð við þetta. Stjórnendur fyrirtækisins eru störfum hlaðnir við að sinna dag- legum rekstri og samruni sem þessi tekur mikinn tíma og orku frá þeim. Það mættu vera skýrari leiðbein- ingar frá Samkeppniseftirlitinu og það hefði verið til bóta ef það hefði komist á lausnamiðað samtal fyrr í ferlinu. Það þarf að auðvelda atvinnulíf- inu að bregðast hratt við breyttum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samdrátt í efnahagslífinu, innkomu alþjóðlegra keðja á markað eða breyttan veruleika vegna tækninýj- unga, samanber aukna netverslun.“ Í ljósi samruna við Olís: Er einhver framtíð í að selja bensín? „Jarðefnaeldsneyti verður áfram drjúgur þáttur í sölu á orkugjöfum í einhvern tíma. Það er hins vegar ljóst að draga mun úr sölunni. Að því sögðu, þá er ekki handan við hornið að hægt verði að knýja áfram vöru- flutninga, sjávarútveg og landbúnað með öðru en jarðefnaeldsneyti þótt einkabíllinn og almenningssam- göngur muni í auknum mæli verða drifin með umhverfisvænni hætti. Það eru mikil verðmæti fólgin í rekstri Olís, mannauði og í þeim staðsetningum sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Hægt er að samhæfa rekstur Olís við rekstur dagvöru sem Hagar hafa undir höndum.“ Þróa reit í Breiðholti Talandi um staðsetningar. Hagar hafa hafið viðræður við Reykja- víkurborg um þróun á landsvæði við Stekkjarbakka. Segðu aðeins frá því. „Hagar festu kaup á reitnum, sem telur tæplega 20 þúsund fermetra, fyrir fáeinum árum. Það vill svo til að Olís er með starfsemi á svæðinu og á næstu lóð. Eftir sameiningu fyrir- tækjanna var ákveðið að skoða upp- byggingu á svæðinu að nýju. Við sjáum fyrir okkur annars vegar allt að 400 íbúða byggð á reitn- um og hins vegar að þar verði rekin verslun og þjónusta. Svæðið hentar okkar rekstri vel. Það liggur að umferðaræðum og það er eftirspurn eftir Bónus á svæðinu. Þá viljum við einnig koma á fót ÓB bensínstöð. Hefði ekki verið brugðið á það ráð að skipuleggja svæðið af sjálfs- dáðum hefði okkur skort tækifæri til að opna verslun í nágrenninu. Við sjáum fyrir okkur að geta rekið þarna öfluga búð en auk þess eru umtalsverð verðmæti fólgin í bygg- ingarverkefninu sem er steinsnar frá fyrirhugaðri Borgarlínu.“ Er uppbyggingin komin á rekspöl? „Við erum í þann mund að fara að kynna frekari hugmyndir fyrir Reykjavíkurborg og erum bjartsýn á það samtal. Það er búið að kynna frumhugmyndir og hefja samtalið en núna fer það vonandi á fulla ferð í framkvæmd.“ Hvernig á að haga uppbyggingunni á svæðinu í ljósi þess að stefnt er á að byggja fjölda íbúða? „Hagar munu ekki byggja og selja íbúðir. Okkar þáttur í uppbygging- unni er verslun og þjónusta. En það eru verðmæti fólgin í reitnum. Þar sjáum við fyrir okkur samstarfsað- ila. Við gætum til að mynda selt hann að hluta eða í heilu lagi til verktaka eftir að nýtt skipulag hefur fengist samþykkt.“ Hvaða verkefnum eru þið einkum í varðandi samruna við Olís? „Verkefnin eru fjölmörg. Það er til dæmis unnið að því að f lytja vöruhúsastarfsemi Olís í Aðföng, dreif ingarmiðstöð Haga. Með þeim hætti mun nást töluverð hagkvæmni. Bætt vörudreifing er grunnurinn að bættum innkaupum og betri magnafsláttum, sem bætir samkeppnishæfni dótturfélaganna og gerir okkur kleift að bjóða við- skiptavinum góðar vörur á góðu verði. Jafnframt er unnið að því að endurfjármagna Haga. Við samruna við Olís var okkur gert að selja Bónus á Hallveigarstíg. Við höfum fengið mikil viðbrögð við lokuninni. Það er ákall um að opna Bónus í miðbænum. Það nægir ekki að reka verslunina á Laugaveginum. Við horfum því til þess að reisa Bón- usverslun á Sæbraut ásamt ÓB stöð, á lóð í eigu Olís, en það mun taka tíma að vinna að þeirri uppbyggingu. Hún yrði í göngufæri frá stórum húsum í grenndinni.“ Agnarsmá alþjóðlega Eru öflug vöruhús lykillinn að sam- keppnishæfni í verslun þegar kemur að því að bjóða gott verð á Íslandi? „Já. Margir segja að við séum stór- ir kaupendur á Íslandi en við erum agnarsmáir kaupendur í alþjóð- legu samhengi. Það að geta flutt inn ákveðnar vörur í heilum gámi og dreift í ólíkar verslanir skiptir veru- lega máli. Fjöldi erlendra fyrirtækja selur ekki til Íslands nema í gegnum milliliði, því við erum fámenn þjóð.“ Costco kom með hvelli en nú virðist verslunin vera á minni siglingu. Talið er að í upphafi hafi markaðshlut- deildin verið 15 prósent en sé nú fimm prósent. Hvernig horfir það við þér? „Á íslenskan mælikvarða eru þetta umtalsverð viðskipti og virðist heimilt að selja vörur undir kostn- aðarverði. Við höfum til dæmis séð íslenskar vörur verðlagðar undir okkar kostnaðarverði. Þetta hefur áhrif á íslenska markaðinn. Við urðum fyrir töluverðri gagn- rýni fyrir tveimur árum þegar næst- stærsti smásali í heimi kom inn á markaðinn. Fyrir þann tíma og eftir opnunina hefur Bónus verið ódýrasti valkosturinn á Íslandi í fjölda verðk- annana og við bjóðum sama verð um land allt. Ég segi það fullum fetum: Við erum að gera margt vel og erum stolt af því að Bónus er ódýrasti val- kosturinn á markaði þar sem alþjóð- legur risi keppir.“ Fyrst þú nefnir Bónus. Mín upp- lifun er að Krónan hafi verið sprækur keppinautur að undanförnu og betr- umbætt verslanir sínar. „Okkar keppinautar hafa fjár- fest mikið í nýjum verslunum og aukið við verslunarfermetra sína. Við höfum hins vegar fækkað versl- unarfermetrum um 25 þúsund á fimm árum. Á þeim tíma var tekið til í rekstrinum og áhersla lögð á sam- keppnishæfni til lengri tíma. Á sama tíma uxu okkar helstu keppinautar og bættu við verslunum. Það er því eðlilegt að það hafi orðið breyting á þessum tíma.“ Voruð þið að spila varnarleik á meðan þeir voru í sókn? „Já, að vissu leyti varnarleik og á sama tíma unnum við að eðlilegum breytingum í takt við aukna sam- keppni og breytt umhverfi.“ Hagar hafa á undanförnum árum dregið sig að mestu út úr fataversl- un. Áður rak samstæðan Topshop, Debenhams, All Saints, Day, Coast, Dorothy Perkins, Evans og Ware- house. Þarf að fríska upp á Bónus? „Bónus stendur fyrir sínu og fólk veit að hverju það gengur í Bónus. Bónus býður lægsta vöruverð á Íslandi og það skiptir mestu máli. Bónusverslunin sem opnuð var í Skeifunni í desember er vel heppn- uð. Fyrir rúmu ári endurgerðum við verslunina á Smáratorgi og hún er í anda þeirrar sem er í Skeifunni. Viðtökur sýna að viðskiptavinir eru ánægðir með Bónus í þeirri mynd sem það er. Áherslan er á markvisst vöruúrval og lágt vöruverð. Það selur enginn á dagvörumarkaði jafn mikið af íslenskri vöru. Bónus er jafnframt langódýrasta verslunin á markaðnum. Þetta er það sem neyt- endur vilja.“ Athygli vekur að hluti af sátt Haga við Samkeppniseftirlitið vegna sam- runa Olís var að selja verslanir Bón- uss við Hallveigarstíg, í Faxafeni og á Smiðjuvegi. Í kjölfarið opnuðu for- svarsmenn Bónuss veglegri verslun í Skeifunni, steinsnar frá Faxafeni, og hafa í skoðun, eins og fyrr segir, að opna búð við Sæbraut, sem er í grennd við Hallveigarstíg. Hvernig horfir netverslun með matvöru við þér? „Það styttist í að hún fari á f lug. Vefverslun með dagvöru, hér á landi og víða erlendis, stendur enn sem komið er ekki undir sér. Stærsta fyrirtækið á þessu sviði í Bretlandi, Ocado, hefur verið rekið með tapi á annan áratug. Það er eðlismunur á netverslun með fatnað og mat. Í hverri inn- kaupakörfu með fatnað eru keyptar færri vörur, þær kosta einhver þús- und og framlegðin er meiri. Í matar- körfunni er fjöldi vara sem kosta lítið og eru með lága álagningu. Starfs- maður þarf að tína til, segjum 25 vörur, sem kosta samanlagt mögu- lega fimm eða tíu þúsund krónur. Því næst þarf að pakka þeim í þrennt; þurrvöru, kælivöru og frystivöru. Loks þarf að keyra vörurnar heim að dyrum. Það gengur ekki upp með þeirri álagningu sem er í matvöru, bæði hér og erlendis, að það kosti ekkert aukalega að bjóða þjónust- una. Að þessu sögðu munum við taka skref á þessu sviði innan ekki svo langs tíma og munum gera það með þeim hætti að viðskiptin verða hag- felld fyrir fyrirtækið og okkar við- skiptavini. Það er mikilvægt að nýta tæknina.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að fyrir 15 árum hafi verið löng röð af þeim sem vildu opna fataverslun í Kringlunni og Smáralind. Nú sé röðin horfin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sjálfsafgreiðsla verði í 18 verslunum í ár Sjálfsafgreiðslukassar eru í níu verslunum Haga og stefnt er á að þeir verði í 18 verslunum á þessu ári. „Um 34-52 prósent afgreiðslna fara þar í gegn sem er meira en við bjuggumst við,“ segir Finnur. Lausnin henti vel á álagstímum og fyrir viðskipta- vini á hraðferð sem hafi keypt fáa hluti. „Almennt hentar þetta vel fyrir körfu sem er með 15 stykki eða minna.“ Það sé ekki hagkvæmt að setja upp sjálfsafgreiðslu í versl- unum þar sem fjöldi viðskipta- vina helst nokkuð stöðugur, eins og á ákveðnum stöðum á landsbyggðinni. „Það hefur margt breyst á undanförnum árum. Nú kunna viðskiptavinir betur á sjálfsafgreiðslutækni. Þetta er orðið vinsælt erlendis, sérstaklega í Bretlandi.“ Það er ekki handan við hornið að hægt verði að knýja áfram vöru- flutninga, sjávarútveg og landbúnað með öðru en jarðefnaeldsneyti. MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 2 0 . M A R S 2 0 1 9 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 9 -2 5 9 C 2 2 9 9 -2 4 6 0 2 2 9 9 -2 3 2 4 2 2 9 9 -2 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.