Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 4
Nú eru 600 um- sækjendur á bið- lista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir geti komið til afgreiðslu á næstu árum. Garðar Sverris- son, formaður stjórnar hús- sjóðsins Brynju Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Vöðva eða liðverkir? Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afslátturaf 100g og 150g Voltaren Gel ÖRYRKJAR Íbúðalánasjóður hafnaði Brynju – Hússjóði ÖBÍ um stofn- framlög til kaupa á íbúðum fyrir öryrkja fyrir skömmu. Sex hundruð manns eru á biðlista hjá Brynju eftir húsnæði. Brynja sótti um stofn- framlög vegna samtals 135 íbúða með það að markmiði að fjölga íbúðum fyrir öryrkja. Um var að ræða 110 tveggja her- bergja íbúðir, 24 þriggja herbergja og eina fjögurra herbergja íbúð. Hússjóðurinn fékk neitun þar sem þetta var of dýrt að mati Íbúðalána- sjóðs og takmarkaðar upphæðir í boði. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja og tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Umsókn Brynju byggir á lögum um almennar íbúðir. Markmið laganna, sem samþykkt voru 2016, er að veita tekjulágum húsnæðis- öryggi og stuðla að því að hús- næðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafn- aði ekki umfram fjórðung tekna. Þannig var ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði, þar með talið fyrir ungt fólk, aldraða og fatlaða. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, breytti hins vegar reglugerð um veitingu stofn- styrks 5. desember síðastliðinn. Þar kemur fram að að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fjármagnsins eigi að renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Garðar Sverrisson, formaður stjórnar hússjóðsins Brynju og fyrrverandi formaður Öryrkja- bandalags Íslands, segir það skjóta skökku við að tekjulægsti hópur- inn, öryrkjar, fái ekki stofnframlög að þessu leyti. „Markmið laganna er skýrt. Með lögunum á að koma til móts við tekjulága. Ætla mætti að tekju- lægsti hópurinn væri þar á meðal. Við höfum því ákveðið að skoða málið frekar. Nú eru 600 umsækj- endur á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir geti komið til afgreiðslu á næstu árum,“ Hússjóðurinn hefur falið lög- fræðingi að kanna hvernig þetta geti samræmst lögunum sem hafa það markmið að bæta húsnæðiskost tekjulágra. Öryrkjar, sem eru ekki á vinnumarkaði, séu þar með settir í annan flokk. Greinarmunur á ein- staklingum sem tilheyra þessum ólíku hópum, öryrkjum sem ekki eru á vinnumarkaði, og tekjulágum á vinnumarkaði, á sér því ekki stoð í lögum. Lögfræðingur Brynju hefur ekki fengið svar við fyrirspurn sinni. sveinn@frettabladid.is Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Umsókn hússjóðsins Brynju um stofnframlög til kaupa á húsnæði til að fjölga leiguíbúðum til öryrkja var hafnað af Íbúðalánasjóði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur eyrna- merkt tvo þriðju fjármagns til fólks á vinnumarkaði og er það sagt gera Hússjóði öryrkja erfiðara fyrir. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra breytti reglugerð í desember síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRLÖGREGLUMÁL Brasilísk kona á þrí- tugsaldri var handtekin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðasta mánuði eftir að hafa reynt að smygla alls 37 pakkningum af kókaíni til landsins innvortis. Konan var að koma frá Madríd á Spáni þegar tollverðir stöðvuðu hana og var hún færð á lögreglustöð. Þar skilaði hún af sér efnunum sem hún hafði komið fyrir í leggöngum, maga og meltingarvegi. Samtals um 400 grömm af kókaíni. Við skýrslutöku kvaðst konan hafa átt að fá sjö þúsund evrur fyrir viðvikið, eða sem nemur tæpri milljón króna. – smj Með magafylli af kókaíni SKIPULAGSMÁL Bæjarráð Fljótsdals- héraðs tekur undir þingsályktunar- tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar. „Er afstaða bæjarráðs í þá veru að f lugvöllur og miðstöð innan- lands- og sjúkraf lugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar,“ segir í bókun sem samþykkt var með tveimur atkvæðum en einn bæjarráðsmað- ur, Steinar Ingi Þorsteinsson, sat hjá. Kvað hann mjög mikilvægt að f lugsamgöngur milli höfuðborgar og landsbyggðar væru skilvirkar. „Það er hins vegar ekki hlutverk löggjafarvaldsins að hlutast til um skipulagsvald sveitarfélags með slíkum hætti,“ bókaði Steinar. – gar Skipulag syðra deiluefni eystra Á Egilsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJARAMÁL „Staðan er okkur í VR mjög þungbær. Það er erfitt að vera í átakaferli til að reyna að þrýsta mönnum að samningaborðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formað- ur VR, um stöðuna í kjaramálunum. Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. Lokatilraun til að afstýra verkfallinu verður gerð hjá ríkis- sáttasemjara á morgun. Ragnar segir að ekki sé tilefni til bjartsýni um árangur þess fundar. Hann hafi rætt við framkvæmdastjóra SA um hvað þyrfti að gerast til að aðilar settust niður og forðuðu þessu frá átökum. „Þeir eru bara ekki tilbúnir til að hreyfa sig. Þeir ætla sér ekki að semja við verkalýðshreyfinguna heldur fara í stríð.“ Samflot iðnaðarmanna sleit við- ræðum sínum við SA í gær og Starfs- greinasambandið í fyrradag. „Þetta erum ekki bara við sem erum að lenda á þessum vegg hjá SA heldur öll verkalýðshreyfingin. Þannig að þessi forysta SA er að stórskaða hér samfélagið algjörlega að óþörfu og af mikilli óbilgirni,“ segir hann. Ragnar Þór segir málin vitanlega leysast að lokum. Mikill vilji sé til staðar við borðið nema á einum stað. „Þetta er alfarið mál sem er á herð- um SA að leysa. Við erum búin að nálgast þá með margvíslegum hætti með möguleika á lausnum. Mér finnst stjórnvöld hafa verið mjög lausnamiðuð í þessu en SA hafa verið algjörlega föst fyrir að bjóða upp á kaupmáttarrýrnun og stórkostlega skerðingu á réttindum okkar,“ segir Ragnar Þór, formaður VR. – sar Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Þeir ætla sér ekki að semja við verka- lýðshreyfinguna heldur fara í stríð Ragnar Þór Ing- ólfsson formaður VR 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 9 -0 7 F C 2 2 9 9 -0 6 C 0 2 2 9 9 -0 5 8 4 2 2 9 9 -0 4 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.