Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 32
Greenvolt er að þróa raf­hlöður morgundagsins með nanótækni. Tæknin okkar mun valda straum­hvörfum. Það verður hægt að aka rafmagnsbíl á einni hleðslu hringinn í kringum Ísland. Draumurinn er að það verði hægt að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á rafmagnsflugvél með því að nýta sólarorku,“ segir Ármann Kojic, fram­ kvæmdastjóri fyrirtækisins. Á meðal fjárfesta í Greenvolt er fjárfestingarsjóðurinn Village Glo­ bal sem meðal annars er fjármagn­ aður af Bill Gates, stofnanda Micro­ soft; Jeff Bezos, stofnanda Amazon, Reid Hoffmann, stofnanda LinkedIn; Evan Williams, stofnanda Twitter, og f leirum. Sjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Aðrir í hluthafahópnum fyrir utan starfsmenn Greenvolt eru engla­ fjárfestar, íslenskir og erlendir, auk lögmannsstofu sem sérhæfir sig í einkaleyfum en þeir vildu fjárfesta í félaginu þegar þeir fóru að vinna í einkaleyfinu. Að svo stöddu eru for­ svarsmenn Greenvolt ekki reiðubún­ ir að upplýsa hve miklu fé fyrirtækið hefur safnað frá fjárfestum. „Einn fjárfestir sagði okkur hvernig hann hafði fjárfest í Tesla en hefði ekki skilið stefnu fyrirtækisins nægilega vel og hefði selt of snemma. Hann vildi því komast inn í fjárfestahóp Greenvolt til að gera ekki sömu mis­ tök tvisvar,“ segir Ármann. Ármann, sem er íslenskur, er með aðsetur í Kísildalnum í Kaliforníu en fjármálastjórinn Stuart Bron­ son, sem er Breti, er með skrifstofu í Sjávarklasanum á Grandavegi. Það er við hæfi þegar rætt er við stórhuga frumkvöðla í fundarherbergi þeirra hér á landi, að Íslendingurinn er rammaður inn í iPad enda staddur í Bandaríkjunum en Bretinn situr með blaðamanni vopnaður tebolla. Ármann viðurkennir að fyrra bragði að hann hafi tamið sér hugsunarhátt tæknifólksins í Kísil­ dalnum. Segja má að við það hafi hann sleppt af sé beislinu, leyfi sér að hugsa mun stærra en áður og hafi mikla ástríðu fyrir verkefninu. Frá­ sögnin ber það með sér. Tæknin mun valda straumhvörfum Greenvolt er að þróa nýja tegund rafhlaða. Draumurinn er að það verði hægt að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á rafmagns- flugvél með því að nýta sólarorku. Á meðal fjárfesta er sjóður sem fjármagnaður er af Bill Gates, Jeff Bezos og fleirum. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Stuart Bronson, fjármálastjóri Greenvolt, segir að ferjur í Noregi verði að vera rafdrifnar frá árinu 2026. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI. Ég spjallaði til að mynda við Michael Bloomberg, stofnanda Bloomberg og fyrrverandi borgarstjóra New York, um rekstur Greenvolt. Ármann Kojic, framkvæmdastjóri Greenvolt ERT ÞÚ AÐ RÁÐA? Vantar þig háskólamenntað starfsfólk? Kynntu þér sumarátak Vinnumálastofnunar og BHM á vinnumalastofnun.is Tæknin virkar Bronson segir að Greenvolt hafi nú þegar framleitt rafhlöðu. „Við höfum sýnt fram á að tæknin virkar, nú er að bæta vöruna og við viljum gera það í samstarfi við önnur fyrirtæki sem þurfa á tækninni að halda.“ Ármann segir að Village Global byggi á öflugu tengslaneti þeirra sem leggi sjóðnum til fé. „Stofnendurnir rannsökuðu hvað skeri úr um hvort sprotafyrirtæki nái miklum árangri. Lykilstefið er tengslanetið. Af þeim sökum er stefna Village Global að frumkvöðlar sem sjóðurinn styðji við bakið á geti leitað ráða til fjár­ festa sjóðsins sem allir eru reyndir úr viðskiptalífinu. Við erum að keppa við olíurisa. Ef við eigum að fara alla leið þurfum við stuðning frá mönnum á borð við þessa sem áður hafa verið nefndir. Við getum leitað til tengslanetsins þegar á þarf að halda. Ég spjallaði til að mynda við Mich­ ael Bloomberg, stofnanda Bloom­ berg og fyrrverandi borgarstjóra New York, um rekstur Greenvolt. Bill Gates hitti fyrir fjórum mánuðum frumkvöðla á vegum Village Global en við ákváðum að bíða með að hitta hann því á þeim tíma vorum ekki komnir nógu langt á okkar vegferð. Prufuútgáfan af rafhlöðunni hafði ekki litið dagsins ljós,“ segir Ármann. Frumkvöðlarnir segja frá raf­ hlöðunni á mannamáli. „Það þekkja allir hvað raf hlöður eru lélegar. Síminn er stöðugt raf­ magnslaus og marga langar í raf­ magnsbíl en drægð er ekki nægt. Hugmyndin okkar er að rafhlaðan í símanum endist í mánuð og mögu­ legt verði að hlaða rafmagnsbílinn jafn hratt og þegar dælt er bensíni á hann. Nú tekur það lengri tíma því hefðbundnar rafhlöður ráða ekki við hraðhleðslu. Í stað þess að vinna áfram með hefðbundnar klunnalegar rafhlöður fórum við þá leið að nýta svokall­ aða „solid state“ tækni. Það er hægt að vefja henni eins og fyrir töfra í koltrefjar. Það er efni sem er mikið nýtt við smíði bíla, báta og flugvéla. Nú eru rafhlöður í rafmagnsbílum 400 kíló. Það er ígildi þriggja fílsunga í skottinu. Okkar hugmynd er að vefja batteríi sem er mun léttara í húdd bílsins, hurðarkarma og ýmis­ legt annað sem gert er úr koltrefjum. Solid state tæknin gerir það líka að verkum að hægt verður að hlaða bílinn á ógnarhraða, jafn hratt og að dæla bensíni á hann,“ segir Ármann. Bronson segir að vandinn við hefðbundnar rafhlöður sé að ekki sé hægt að hlaða þær hratt því þá springi þær. Hleðslutæki dragi því úr spennunni sem sé hleypt í raf­ hlöðuna. „Það takmarkar mjög notkun hefðbundinna rafhlaða og því aukast notkunarmöguleikar verulega þegar þeirri hindrun er rutt úr vegi. Solid state rafhlöður hitna heldur ekki.“ Þróa rafmagnsbáta Greenvolt á í samstarfi við verk­ og ráðgjafarfyrirtækið Novis, sem starfar í sjávarútvegi og er sömu­ leiðis með aðsetur í Sjávarklasan­ um, um að þróa rafmagnsbát. „Það er hægt að koma rafhlöðunni fyrir í skipsskrokknum en þar er pláss sem annars hefði ekki nýst. Hug­ myndin er að smíða fyrst minni strandveiðibáta og f lutningabáta. Hægt og rólega er svo hægt að færa sig upp í stærri skip. Ýmsir bátar þurfa ekki að sigla langar leiðir. Í ofanálag munu ferjur í Noregi þurfa að ganga fyrir raf­ magni frá árinu 2026. Þær henta okkur vel því þær sigla stuttar vega­ lengdir og hægt verður að hlaða þær afar hratt,“ segir Bronson. Starfsmenn Greenvolt eru átta. „Við erum samblanda af Íslending­ um, Bretum og Króötum. Afi minn var Serbi og því er eftirnafn mitt sérkennilegt. Við erum einnig með starfsemi þar í landi,“ segir Ármann. Bronson segir að viðskiptaþróun­ in fari fram á Íslandi en rætt sé við fjárfesta og mögulega samstarfsað­ ila í Bandaríkjunum. „Rannsóknar­ stofan er á ótilgreindum stað,“ bætir Ármann við. Að hans sögn er teymið blanda af vísindamönnum sem hugsa með hefðbundnum hætti og þeim sem leyfa sér að dreyma. „Það er mikil­ væg blanda þegar reynt er á þanþol þess sem er mögulegt.“ Ármann segir að þegar vísinda­ stofnun var að staðfesta einkaleyfið í Bandaríkjunum hafi starfsmenn hennar byrjað á að kenna þeim grundvallaratriði í eðlisfræði enda fór tækni Greenvolt á svig við ýmis viðtekin vísindalögmál. „Eftir að hafa vottað vinnuna okkar báðust þeir afsökunar.“ 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 9 -2 0 A C 2 2 9 9 -1 F 7 0 2 2 9 9 -1 E 3 4 2 2 9 9 -1 C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.