Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 16
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Borgun sagði í lok síðasta árs upp viðskiptasamböndum við seljendur sem ekki rúmast innan nýrrar áhættustefnu korta- fyrirtækisins, að því er fram kemur í ársreikningi fyrirtækisins fyrir síðasta ár. Forsvarsmenn Borgunar segjast þannig setja langtímahags- muni framar skammtímasjónar- miðum og telja að uppsagnirnar muni vera fyrirtækinu til hagsbóta til framtíðar. Sem kunnugt er gerði Fjármála- eftirlitið á árinu 2017 margvíslegar athugasemdir við eftirlit kortafyrir- tækisins með peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka. Krafðist eftir- litið þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að fyrirtækið kannaði ekki áreiðan- leika upplýsinga um þau með full- nægjandi hætti. Í skýringum við ársreikning Borgunar fyrir síðasta ár er bent á að síðla árs 2017 hafi viðskiptasam- böndum verið sagt upp við tölu- verðan fjölda seljenda sem seldu þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða. Ekki hafi verið stofnað til nýrra viðskipta- sambanda við slíka seljendur á síðasta ári. Þá hafi Borgun ákveðið, í sam- ræmi við nýja áhættustefnu sína, að segja upp viðskiptasamböndum sem ekki rúmist innan stefnunnar. Eins og Markaðurinn hefur greint frá nam tap Borgunar tæp- lega 1,1 milljarði króna í fyrra. Í ársreikningnum er tekið fram að tapið skýrist fyrst og fremst af hratt minnkandi tekjum af erlendum við- skiptum hjá seljendum sem selja vöru og þjónustu eingöngu yfir int- ernetið. Auk þess megi rekja lægri hreinar þjónustutekjur til aukins kostn- aðar umfram tekjur af innlendri færsluhirðingu sem skýrist aðal- lega af drætti í innleiðingu á nýjum lögum um lækkun milligjalda. Þá hafi hreinar þjónustutekjur einnig lækkað vegna neikvæðrar fram- legðar af stórum erlendum seljanda sem Borgun tók í viðskipti í lok árs 2017. Hreinar rekstrartekjur Borgunar voru 2.031 milljón króna í fyrra og drógust saman um 52 prósent á milli ára. Rekstrargjöld voru 3.312 milljónir á síðasta ári og lækkuðu um tæp 11 prósent frá fyrra ári. Íslandsbanki ákvað í byrjun árs- ins að hefja að nýju söluferli á 63,5 prósenta hlut bankans í Borgun, eins og fram hefur komið í Markað- inum, en alþjóðlega ráðgjafarfyrir- tækið Corestar Partners stýrir ferl- inu. – kij Sleit viðskiptum sem rúmast ekki innan áhættustefnu Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar. 52% var samdráttur í hreinum rekstrartekjum Borgunar í fyrra. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, telu r að jafnvel þótt nýjum keppinautum takist ekki að hrifsa til sín stóra sneið af innlánamarkaðinum muni aukin samkeppni mögulega auka jaðarkostnað stóru viðskipta- bankanna þriggja af innlánum. Aukin samþjöppun á markað- inum eftir að sparisjóðirnir féllu sé stór ástæða þess að vaxtamunur hafi aukist á undanförnum árum. „Bankarnir munu sjá harðari heim,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Innan við viku eftir að Auður, ný fjármálaþjónusta Kviku banka, hóf að bjóða sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga á fjögurra prósenta vöxtum höfðu meira en fimm millj- arðar króna safnast á reikningana, samkvæmt heimildum Markaðar- ins. Þjónusta Auðar, sem tók til starfa á þriðjudag í síðustu viku og býður óbundna reikninga á netinu, miðar við að viðskiptavinir afgreiði sig sjálfir en fái á móti, eins og tekið var fram í tilkynningu frá Auði, umtalsvert betri vexti en aðrir bankar bjóði sem eru á bilinu 0,3 til 2,15 prósent. „Innlánsvextir á Íslandi eru lágir og með lítilli yfirbyggingu sáum við tækifæri til þess að geta boðið betri kjör en bjóðast núna. Þetta er vís- bending um hvert bankakerfið er að þróast og hvernig sú þróun getur leitt til þess að viðskiptavinir njóti betri kjara,“ var haft eftir Ólöfu Jónsdóttur, forstöðumanni Auðar, í Fréttablaðinu í síðustu viku. Arion banki og Íslandsbanki segj- ast í svari við fyrirspurn Markaðar- ins ekki hafa, enn sem komið er, fundið mikið fyrir áhrifum af nýju samkeppninni. Fyrrnefndi bank- inn nefnir að nokkuð hafi verið um Samkeppni leiði til minni vaxtamunar Dósent í hagfræði segir aukna samkeppni á innlánamarkaði geta birst í minni vaxtamun. Innlán á nýjum reikningum Auðar, sem er í rekstri Kviku, eru komin yfir fimm milljarða. Íslandsbanki bendir á að meiri áhætta fylgi fjárfestingarbanka en alhliða banka. Mikil samþjöppun á íslenskum innlánamarkaði kann að hafa leitt til þess að mun meira bil er á milli innlána og stýrivaxta hérlendis en þekkist á Norðurlöndunum, segir í nýlegri hvítbók um fjármálakerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is fyrirspurnir frá viðskiptavinum og einhverjir hafi f lutt innistæður sínar. Ekki hafi þó verið mikið um slíkt enda séu innlánseigendur almennt varkárir í eðli sínu. ✿ Innlán heimila í bankakerfinu Í milljörðum króna n Óbundin lán n Bundin lán 408 475 Íslandsbanki bendir jafnframt á að á meðan rekstraraðili Auðar, Kvika banki, sé fyrst og fremst fjárfestingarbanki sé fjárfestingar- bankahluti Íslandsbanka lítill í heildarrekstrinum. „Starfsemin er því mjög ólík en ljóst er að töluvert meiri áhætta fylgir fjárfestingar- banka,“ segir í svari Íslandsbanka. Ásgeir nefnir að samkeppni hafi minnkað á skuldahlið fjármála- stofnana eftir að sparisjóðirnir hurfu af sjónarsviðinu þar sem bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – séu nú nær einráðir á innlána- markaði. Þess má geta að innlán heimila í bankakerfinu námu alls 883 millj- örðum króna í lok janúarmánaðar en þau jukust um 76 milljarða króna á síðasta ári. „Þetta hefur verið nokkuð kósí fyrir bankana,“ segir Ásgeir. „Auk þess bjuggu þeir lengi vel við afar góða lausaf járstöðu og þurftu kannski ekkert að vera að teygja sig til þess að ná í innlán en það eru merki um að það sé nú að breytast. Það er meiri lausafjárskortur að gera vart við sig,“ nefnir hann. Ásgeir segir að aukin samkeppni, til að mynda tilraun Kviku banka til þess að gera sig gildandi á innlána- markaði, muni hafa áhrif á bankana og bætast við þann þrýsting sem þegar er til staðar og felst í minna lausafé í umferð. „Aukin samkeppni er þannig til þess að fallin að hækka jaðar- kostnað innlána. Jafnvel þótt það muni ekki fara mikill peningur yfir á sparnaðarreikninga Auðar þá gæti samkeppnin þýtt að bank- arnir þurfi að gera meira, svo sem að gefa betri kjör á innlánum, til þess að halda sínum viðskipta- vinum. Áhrifin gætu birst í minni vaxta mun,“ nefnir Ásgeir. Í nýlegri hvítbók um fjármála- kerfið var tekið fram að mikil samþjöppun á íslenskum innlána- markaði kynni að hafa leitt til þess að mun meira bil væri á milli inn- lána og stýrivaxta hér á landi en þekktist á Norðurlöndum. Þannig virtist sem vaxtamunurinn kynni almennt að hvíla meira á innláns- eigendum heldur en lántakendum. Fylgjast vel með samkeppninni Landsbankinn segist í svari við fyrirspurn Markaðarins fylgjast vel með samkeppni, úr hvaða átt sem hún komi. Bankinn bjóði við- skiptavinum betri kjör þegar um sé að ræða bundin innlán sem við- skiptavinir nýti almennt fremur til sparnaðar en óbundin innlán. Sem dæmi um slík kjör bjóði bankinn 3,85 prósent vexti á fast- vaxtareikningum ef viðskiptavin- urinn er tilbúinn til þess að binda að lágmarki 500 þúsund krónur í þrjá mánuði. Vextirnir séu 4,2 pró- sent ef innistæðan er bundin í tólf mánuði og þá séu hæstu vextir á bundnum innlánum nú allt að 5,5 prósent. Þá leggi bankinn áherslu á alhliða fjármálaþjónustu fyrir viðskipta- vini en í því felist „mun meira en að bjóða aðeins eina tegund innláns- reikninga fyrir einstaklinga og litla eða enga aðra þjónustu“. Arion banki bendir á að við- skiptavinir bankans hafi um langt skeið átt þess kost að fá sambæri- lega vexti og eru á reikningum Auðar gegn bindingu til skamms tíma. Til dæmis séu vextir á reikn- ingi með þriggja mánaða skamm- tímabindingu 3,9 prósent og ekki sé gerð krafa um lágmarksinnlögn, ólíkt reikningum Auðar. „Almennt er þjónustustigið mjög ólíkt,“ segir í svari bankans, „en Arion banki býður upp á öf lugan netbanka og app, þar sem hægt er að framkvæma fjölda aðgerða hve- nær og hvar sem er, og svo auðvitað þjónustuver og net útibúa og hrað- banka um land allt.“ 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 9 -1 1 D C 2 2 9 9 -1 0 A 0 2 2 9 9 -0 F 6 4 2 2 9 9 -0 E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.