Fréttablaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 6
 Sú spurning vaknar því óneitan- lega hvort stjórnendur Íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kínasendingunum og skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda VIÐSKIPTI Allt bendir til að við- bótargjald bætist við f lestar póst- sendingar sem koma hingað til landsins. Samkvæmt Íslandspósti verður gjaldið um 600 krónur að meðaltali. Alþingi stefnir að því að afgreiða sem fyrst frumvarp sem heimilar viðbótargjaldið, en því er ætlað að stöðva linnulaust tap ÍSP á pakkasendingum frá útlöndum. Samkvæmt tölum Póst- og fjar- skiptastofnunar nam tapið 731 milljón árið 2017. Samkvæmt starfs- þáttayfirliti stofnunarinnar stafaði tapið einkum af óhagstæðum enda- stöðvasamningum sem binda hend- ur ÍSP. Líkt og fram hefur komið lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir í fyrra til að mæta bráðum lausafjár- vanda. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna frá neytendum strax á þessu ári. Í síðustu viku stytti umhverfis- og samgöngunefnd umsagnarfrest í málinu. Umsagnir bárust frá fimm aðilum af þeim 39 sem beðnir voru um umsögn. Samtök verslunar og þjónustu vilja að frumvarpið verða samþykkt til að jafna sam- keppnisstöðu innlendrar verslunar. „Eftir því sem það dregst að íslensk stjórnvöld bregðist við eiga innlend verslunarfyrirtæki erfiðara með að takast á við síharðnandi alþjóðlega samkeppni,“ segir í umsögn SVÞ. Sa m keppn i s ef t i rl it ið ger i r athugasemd við það sjónarmið í sinni umsögn. „Skal á það bent að hætt er við að slík styrking sam- keppnisstöðu sem að væri stefnt yrði á kostnað þess samfélagshóps sem hefur lægstar tekjur. Sá hópur ferðast almennt sjaldnar til útlanda og ver hærra hlutfalli ráðstöfunar- tekna sinna í fatnað,“ segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Neytendasamtökin benda á að engin gögn liggi fyrir um hvernig umfang taps ÍSP sé reiknað út. Á meðan það lægi ekki fyrir væri ekki hægt að meta hvort það væri nær- tækara að hagræða í rekstri en að „opna á heimild til að gera gjaldskrá og láta neytendur brúa bilið“. Félag atvinnurekenda segir tap vegna „Kínasendinganna“ aðeins vera hluta af tapinu á samkeppnis- rekstri ÍSP innan alþjónustu. Ekkert standi í vegi fyrir að ÍSP rukki fyrir raunkostnað. „Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort stjórnendur Íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kína- sendingunum og skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags  atvinnurekenda, í umsögn FA. Þar segir jafnframt að sterkar vís- bendingar um að kostnaður sam- keppnisrekstrar hafi verið ranglega færður innan alþjónustu og er það mat að strax geti myndast endur- greiðslukrafa á hendur ÍSP vegna oftekinna gjalda af erlendum send- ingum. arib@frettabladid.is Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Viðbótargjald á póstsendingar erlendis frá gæti orðið 600 krónur. Um 600 króna viðbótargjald bætist við á flestar póstsendingar sem koma hingað til lands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VIÐSKIPTI Bandaríski vogunar- sjóðurinn Taconic Capital keypti í gær tæplega fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir liðlega 6,5 millj- arða króna. Seljandi hlutabréfanna var eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti hluthafi bankans. Taconic Capital, sem átti fyrir kaupin 9,99 prósenta hlut í Arion banka, keypti samanlagt 90,7 milljónir hluta í bankanum sem jafngildir tæplega fimm prósenta hlut miðað við útistandandi hlutafé bankans. Voru kaupin gerð á geng- inu 72 krónur á hlut og var kaup- verðið því ríf lega 6,5 milljarðar króna. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í bankanum í 77,4 krón- um á hlut eftir lokun markaða í gær. Sem kunnugt er gekk Kaupþing frá sölu á um tíu prósenta hlut í Arion banka, 200 milljónum hluta að nafnverði, í síðustu viku fyrir samtals um fjórtán milljarða króna. Fóru þau viðskipti fram á genginu 70 krónur á hlut. Rúmlega 86 milljónir hluta voru seldar fjárfestum í gegnum Kaup- höllina á Íslandi fyrir samtals um sex milljarða króna en afgangurinn, 114 milljónir hluta, var seldur fjár- festum í gegnum kauphöllina í Sví- þjóð. Eins og fram kom í Markaðinum fyrr í vikunni keypti fjárfestinga- félagið Stoðir, sem er í meirihluta- eigu meðal annars Jóns Sigurðs- sonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann og Trygginga- miðstöðvarinnar, um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaup- þing seldi í síðustu viku. Í kjölfar kaupanna er fjárfest- ingafélagið orðið stærsti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með um 4,5 prósenta hlut af útistandandi hlutafé bankans. – hae, kij Taconic keypti fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir liðlega 6,5 milljarða Frank Brosens, stofnandi og eigandi vogunar- sjóðsins Taconic Capital. Fjármál M.Fin. Fjármál fyrirtækja Mannauðsstjórnun Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Nýsköpun og viðskiptaþróun Stjórnun og stefnumótun Reikningsskil og endurskoðun M.Acc. Skattaréttur og reikningsskil Verkefnastjórnun Viðskiptafræði Þjónustustjórnun Fjölbreytt meistaranám við Viðskiptafræðideild vidskipti.hi.is Umsóknarfrestur er 15. apríl Vertu með í páskaleik Góu á goa.is! HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir dagsins og ítarlega umöllun um málefni líðandi stundar. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 4 -2 0 1 9 1 1 :2 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C F -8 4 6 C 2 2 C F -8 3 3 0 2 2 C F -8 1 F 4 2 2 C F -8 0 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.