Fréttablaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 85
Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir er forseti menntavísinda-sviðs Háskóla Íslands en
innan þess eru ýmsar fagstéttir
menntaðar. Þar má nefna kennara
allra skólastiga, þroskaþjálfa, tóm-
stunda- og félagsmálafræðinga,
uppeldis- og menntunarfræðinga
og íþrótta- og heilsufræðinga. Þá er
starfrækt alþjóðlegt nám í mennt-
unarfræðum á ensku og fagnaði sú
námsbraut nýlega 10 ára afmæli.
„Það er enn fremur ánægjulegt
að segja frá því að frá árinu 2007
hefur menntavísindasvið skipu-
lagt starfstengt diplómanám fyrir
ungt fólk með þroskahömlun.
Sú námsleið er eina nám sinnar
tegundar hér á landi og hefur
árangurinn meðal annars skilað
sér í aukinni atvinnuþátttöku
þessa unga fólks,“ útskýrir hún.
Kennsla upplýsingatækni
Kolbrún segir að verið sé að stíga
það skref að efla námsframboð
enn frekar í samstarfi við sveitar-
félög og stofnanir. „Stór hluti
okkar nemenda er starfandi
kennarar og annað fagfólk á sviði
menntunar sem sækir framhalds-
nám og endurmenntun á sínu
sérsviði. Ég vek sérstaka athygli á
námi í stjórnun menntastofnana
sem eflir stjórnendur sem gegna
lykilhlutverki og sinna fjölþættum
verkefnum. Löng hefð er fyrir því
innan sviðsins að bjóða upp á fjar-
nám og lotubundið nám sem auð-
veldar fólki að stunda nám sam-
hliða starfi. Þetta skiptir miklu
máli því störf innan menntakerfa
taka sífelldum breytingum. Ég vek
athygli á námsleiðinni Kennsla
upplýsingatækni og miðlun, þar
sem áhrif tækni á samfélag og
kennsluhætti er í deiglunni. Sam-
félagið okkar er á hraðleið inn í
framtíðina, og bæði hröð tækni-
þróun og þjóðfélagsbreytingar
kalla á nýja nálgun og aðferðir.
Framhaldsmenntun
lykilatriði
Að setjast á skólabekk er dýr-
mætt tækifæri til að endurnýja
þekkingu sína og ígrunda eigin
fagmennsku í ljósi nýrrar þekk-
ingar og rannsókna. Við leggjum
mikla áherslu á að samþætta
kennslu og rannsóknir og rann-
sóknir innan sviðsins eru gríðar-
lega fjölbreyttar. Í framhaldsnámi
er höfuðáhersla lögð á að kynna
og ræða nýjustu rannsóknir og
ekki síður, að meistaranemar taki
virkan þátt í þekkingaröflun og að
ígrunda og ræða áleitin viðfangs-
efni menntakerfisins. Í raun má
segja að starfsþróun fagfólks sé
lykilatriði þegar litið er til skóla-
þróunar og nýsköpunar á sviði
samfélags og menntunar,“ greinir
Kolbrún frá og bætir við að það sé
ánægjulegt að segja frá því að nú
þegar megi greina aukna aðsókn
í kennaranám og ekki síst meðal
þeirra sem lokið hafa öðru grunn-
námi í faggrein eða á námssviði
skólastarfs.
Boðið er upp á tveggja ára nám
í kennslufræði fyrir þá sem hafa
lokið BS/BA-gráðu og vilja starfa
við kennslu. Þeir sem hafa áður
lokið meistaraprófi geta sótt eins
árs nám í kennslufræði. Nám í leik-
og grunnskólakennarafræðum
fer alfarið fram innan sviðsins, en
menntun framhaldsskólakenn-
ara er skipulögð í samstarfi við
önnur fræðasvið háskólans. Það
er góður kostur í dag að vera með
leyfisbréf til kennslu, tryggir fjöl-
breyttan starfsvettvang og mikla
starfsmöguleika. Nú fer hver að
verða síðastur að sækja um því að
umsóknarfrestur um framhalds-
nám við Háskóla Íslands er til
15. apríl næstkomandi.
Menntun án aðgreiningar
Skóla- og frístundastarf án
aðgreiningar eða „inngildandi
menntun“ er ríkjandi mennta-
stefna á Íslandi og felst í því að
tryggja aðgengi og virkja þátttöku
allra óháð fötlun, þjóðerni, kyni,
eða félagslegri stöðu. Á mennta-
vísindasviði má finna náms-
leiðina Menntun án aðgreiningar
og námsleið um mál og læsi sem
hentar vel þeim sem vilja dýpka sig
í þessum grunnþáttum skólastarfs.
Þá er boðið upp á framhaldsnám í
sérkennslufræði og skóla marg-
breytileikans og er markmið
þess náms að þátttakendur öðlist
þekkingu og skilning á skipulagi,
framkvæmd og mati á sérkennslu
í almennum skólum, sérskólum og
sérdeildum á öllum skólastigum.
Kennarar eru lykilaðilar innan
skóla og því skiptir leiðtogastarf
þeirra miklu máli við að móta
skólastarf sem fagnar margbreyti-
leika og gerir öllum kleift að njóta
sín.
Það má samt ekki gleyma því
að menntun er samstarfsverk-
efni margra aðila, auk heimilis
og skóla. Innan skóla starfa nú
sífellt f leiri fagstéttir auk kennara,
s.s. þroskaþjálfar, uppeldis- og
menntunarfræðingar og tóm-
stundafræðingar. Menntun fyrir
alla byggir á því að horfa heild-
stætt á líf einstaklinga og valdefla
þá til þátttöku á öllum sviðum
samfélagsins.“
Fleiri spennandi námsleiðir
Kolbrún greinir einnig frá því að í
fyrsta sinn sé boðið upp á íslensku
sem annað tungumál sem kjörsvið
í grunnskólakennaranámi. „Það er
mikil þörf fyrir þetta nám vegna
vaxandi fjölda nemenda af erlendu
bergi brotnu. Við eigum von á
því að þetta nám muni ekki síður
höfða til starfandi kennara sem
vilja efla þennan þátt í sínu starfi.
Við bindum einnig miklar vonir
við það að aðgerðir stjórnvalda til
eflingar kennarastétt auki aðsókn
að kennaranámi, þ.e. launað
starfsnám og námsstyrkir á loka-
ári kennaranáms. Nám þroska-
þjálfa hefur verið endurskoðað
og m.a. lengt í fjögur ár vegna
áskorana fagsamfélagsins. Jöfn
aðsókn er að náminu vegna þess að
starfsvettvangur þroskaþjálfa er
spennandi og er í raun samfélagið
allt. Aðsókn í nám íþrótta- og
heilsufræði hefur margfaldast frá
því að námið var flutt frá Laugar-
vatni og fer öll verkleg kennsla
nú fram í Laugardalnum. Ýmsar
spennandi námsleiðir hafa bæst í
hópinn á síðustu árum, m.a.: Sam-
skipti og forvarnir; foreldrafræðsla
og uppeldisráðgjöf; Heilbrigði
og heilsuuppeldi; fræðslustarf og
nýsköpun; starfstengd leiðsögn og
kennsluráðgjöf. Starfandi kenn-
arar geta sótt um styrk til að sækja
síðastnefndu námsleiðina.
Það er alltaf eitthvað nýtt að
gerast á menntavísindasviði því á
haustin fyllist skólinn af ungu fólki
sem og hinum reyndari hópi nem-
enda. Það má ekki gleyma því að
við kennarar og starfsfólk sviðsins
erum alltaf að læra af nemendum
okkar! Nýtt skólaár hefur ávallt í
för með sér spennu, gleði og eftir-
væntingu. Það er líka verkefni
okkar háskólakennara að endur-
nýja okkar þekkingu og hæfni. Það
gerum við bæði með því að stunda
rannsóknir og einnig með því að
þróa eigin kennsluhætti. Það er
varasamt að telja sig vita og kunna
allt og æskilegt að gæta hógværðar
gagnvart viðfangsefninu hverju
sinni,“ segir hún.
Vilja fjölga kennurum
„Við á menntavísindasviði
greinum vaxandi áhuga á kennara-
starfinu og fögnum því mjög. Það
er þó mikilvægt að hafa í huga að
það þarf að tvö- eða þrefalda fjölda
útskrifaðra leik- og grunnskóla-
kennara til að tryggja æskilega
nýliðun í fagstétt kennara. Í dag er
um þriðjungur starfsfólks leikskóla
menntaðir leikskólakennarar og
það hefur fjölgað umtalsvert í hópi
leiðbeinenda í grunnskólakennslu.
Ég greini því ákveðna vitundar-
vakningu og treysti því að fram-
tíðin sé björt enda sjá sífellt f leiri
kennarastarfið sem spennandi og
raunhæfan valkost.“
Umbylting með tækninni
Þegar Kolbrún er spurð hvort
hinn rafræni heimur hafi breytt
náminu á menntavísindasviði,
svarar hún: „Hin öra tæknivæðing
hefur umbylt samfélagsháttum,
atvinnulífi og samskiptum manna
í milli. Við greinum þessa þróun
öll í okkar eigin lífi. Háskólinn
hefur sett sér metnaðarfulla stefnu
um rafræna kennsluhætti og sem
fyrr segir hefur menntavísinda-
svið verið í fararbroddi við að þróa
sveigjanlegt lotubundið nám.
Við skulum samt ekki gleyma
því að menntun fagfólks á sviði
menntunar hlýtur að byggjast
ekki síst á því að efla samskipta-
hæfni, leiðtogahæfileika, og þjálfa
nemendur í tjáningu og sjálfstæðri
hugsun. Við lítum á það sem
grundvallaratriði að byggja upp
námssamfélag og efla samvinnu-
hæfni nemenda okkar. Á flestum
námsleiðum er því gerð krafa um
mætingu í staðlotur þar sem nem-
endur hittast og vinna saman, taka
þátt í umræðu- og verkefnatímum.
Að mínu mati er mikilvægast
af öllu að úr náminu komi sjálf-
stætt og hugsandi fagfólk sem hafi
góðan grunn til að byggja á og
búi yfir skilningi á fagmennsku
starfsins. Menntun fagfólks er í
dag ævilöng, því verkefni, áskor-
anir og aðstæður taka sífelldum
breytingum og það tekur tíma að
þroskast sem fagmanneskja. Það er
ótrúlega mikið ævintýri að starfa
innan menntakerfisins og geta
verið áhrifavaldur á líf annarra og
þátttakandi í margbreytilegu og
síbreytilegu samfélagi.“
Við lítum á það
sem grundvallar-
atriði að byggja upp
námssamfélag og efla
samvinnuhæfni nem-
enda okkar.
Á hraðleið inn í framtíðina
Menntavísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands og býður upp á fjölbreytt nám
fyrir fólk sem hyggst starfa á vettvangi uppeldis og menntunar, til að mynda innan skóla, á vett-
vangi frístunda eða í velferðar- og félagsþjónustu. Framboð til endurmenntunar eykst stöðugt.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir er forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Margt nýtt er að gerast í deildinni á næstunni.
Hún segir að menntun fagfólks sé í dag ævilöng, því verkefnin taka sífelldum breytingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 1 3 . A P R Í L 2 0 1 9
1
3
-0
4
-2
0
1
9
1
1
:2
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
F
-C
E
7
C
2
2
C
F
-C
D
4
0
2
2
C
F
-C
C
0
4
2
2
C
F
-C
A
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K