Fréttablaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 94
Neyðaraðstoð vegna fátæktar Hjálparstarf kirkjunnar veitir fólki í félagslegri neyð efnislega aðstoð í samvinnu við presta, félags- og námsráðgjafa um land allt. Aðstoðinni er ætlað að svara skyndilegri neyð enda er það skylda stjórnvalda að tryggja framfærslu fólks í félagslegum vanda þannig að það fái lifað mannsæmandi lífi til lengri tíma. Meginmarkmiðið er að grunnþörfum fólks sé mætt, að fjárhagslegir erfiðleikar ógni ekki heilsu fólks og tak- marki ekki möguleika barna og unglinga til farsæls lífs. Faglegt mat félagsráðgjafa Hjálparstarfsins ligg- ur til grundvallar efnislegum stuðningi sem veittur er án tillits til trúar- og lífsskoðana, þjóðernis, litarhátt- ar eða kyns þeirra sem hans leitar. Inneignarkort í matvöruverslunum Hjálparstarf kirkjunnar veitir fólki sem býr við fátækt neyðaraðstoð til skemmri tíma meðal annars með inn- eignarkortum í matvöruverslunum en mikil valdefling felst í því að fólk versli sjálft þær nauðsynjar sem það þarf í stað þess að bíða í röð eftir matarpoka sem aðr- ir hafa fyllt. Aðstoð vegna lyfjakaupa Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk í félagslegri neyð þegar sýkingar eða veikindi kalla á óvænt út- gjöld vegna lyfjakaupa. Þó er ekki greitt fyrir lyf sem eru á lista Lyfjastofnunar yfir ávana- og fíknilyf. Hjálparstarfið greiðir lyfjaverslunum beint fyrir lyfin sem aðstoðað er um. Fataúthlutun og fatasöfnun Fólk í félagslegri neyð getur sótt sér notaðan fatnað á lager Hjálparstarfs kirkjunnar að Háaleitisbraut 66, neðri hæð, á þriðjudögum klukkan 10:00–12:00. Hjálp- arstarfið tekur á móti hreinum og heillegum fatnaði á skrifstofu stofnunarinnar að Háaleitisbraut 66, neðri hæð, alla virka daga klukkan 8:00 – 16:00. Velferð barna og ungmenna Börn og unglingar sem búa við fátækt fá styrk frá Hjálparstarfinu til íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og tómstundastarfs. Foreldrar geta einnig leitað eftir styrk til að senda börn í sumarbúðir og ungmenni á sjálfstyrkingarnámskeið. Foreldrar grunnskólabarna geta fengið aðstoð í upphafi skólaárs og ungmenni sem búa við fátækt fá styrk til náms sem gefur þeim réttindi til starfs eða veitir þeim aðgang að lánshæfu námi. Valdefling Hjálparstarf kirkjunnar starfar í anda hugmynda- fræði um valdeflingu og leitast við að styðja fólk sem býr við fátækt við að bæta félagslega stöðu sína og almenn lífsgæði. Markmiðið er að fólk finni styrk sinn og getu til að takast á við erfiðar aðstæður og að það komist út úr félagslegri einangrun sem oft er fylgi- fiskur efnaleysis. Ráðgjöf Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar taka á móti fólki sem leitar eftir efnislegum stuðningi hjá stofn- uninni, ræða við það og benda á úrræði í samfélaginu sem kunna að gagnast því við að komast út úr erfiðum aðstæðum. Sérstakur opinn viðtalstími hjá félagsráð- gjafa er á miðvikudögum klukkan 12:00–16:00 á skrif- stofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð. Sjálfstyrkingarnámskeið og hópastarf Til þess að fólk komist út úr vítahring fátæktar og fé- lagslegrar einangrunar þarf að takast á við aðstæður á heildrænan hátt. Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar skipuleggja því reglulega sjálfstyrkingar- námskeið og hópastarf í samráði við þá sem aðstoðar leita hjá stofnuninni. Breiðholtsbrúin er opið hús í Breiðholtskirkju á mánu- dögum klukkan 11:30–14:00. Þar hittist fólk og skiptist á að elda mat, borðar og á saman góða samverustund. Taupokar með tilgang er saumaverkefni fyrir konur af erlendum uppruna sem eru flestar nýkomnar til landsins og eru utan vinnumarkaðar. Konurnar sníða og sauma fjölnota innkaupapoka og fleira úr efni og/ eða notuðum fatnaði sem almenningur hefur gefið og nota til þess saumavélar sem almenningur hefur gefið sömuleiðis. Stattu með sjálfri þér – virkni til farsældar er verk- efni fyrir konur sem búa við örorku og eru með börn á framfæri. Markmiðið er að þær fái bætt sjálfsmynd sína og að þær styrki tengslanet sitt til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og eflist í foreldrahlut- verkinu. Í sumarbúðum fyrir fjölskyldur á Úlfljótsvatni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í fjóra daga með það að markmiði að fjölskyldur sem búa við kröpp kjör geti átt gleðilegt frí saman og safnað góðum minningum. Ræktaðu garðinn þinn er hópastarf sem stendur yfir sumartímann þar sem þátttakendur fá pláss í matjurtagörðum sveitarfélaga og fá þar tækifæri til að rækta sitt eigið grænmeti. Málsvarastarf Auk þess að veita neyðaraðstoð og hjálpa fólki til sjálfshjálpar með ráðgjöf og valdeflandi verkefnum hefur Hjálparstarf kirkjunnar það að markmiði að auka almenna vitund um mannréttindi og mikilvægi félagslegs réttlætis. Hjálparstarfið tekur því þátt í málasvarastarfi innanlands og utan og vill stuðla að hnattrænni samstöðu um sjálfbæra þróun og jafn- rétti. Hjálparstarfið telur brýnt að fólk sem býr við fátækt tali fyrir sig sjálft og taki þátt í opinberum ákvörðun- um sem það varðar. Þjónusta við fólk í félagslegri neyð á að vera notendastýrð og fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af launum sínum og lífeyri. Hjálparstarfið þrýstir á um aukið félagslegt réttlæti í samstarfi við félagasamtök og stofnanir svo sem með því að eiga fulltrúa í Velferðarvaktinni, starfshópi um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, Almannaheillum og stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. EAPN og Pepp Ísland – samtök fólks í fátækt EAPN er evrópskur samræðuvettvangur fyrir fólk sem býr við fátækt en félagsráðgjafar og notendur þjón- ustu Hjálparstarfsins taka þátt í störfum Íslands- deildar EAPN. Hópurinn Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt var stofnaður í tengslum við EAPN á Íslandi og starfar á eigin forsendum. Erfiðar aðstæður svo sem vegna veikinda, slysa og atvinnumissis gera ekki alltaf boð á undan sér og það getur verið erfitt að vinna sig út úr þeim. Við vitum að það getur verið skammt milli þess að geta vel séð fyrir sér og standa svo allt í einu í þeim sporum að geta það ekki. Við hlustum og erum til stað- ar fyrir fólk sem hefur tekjur undir lágtekjumörkum og býr við verulegan skort á efnislegum gæðum. Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi – Hjálp til sjálfshjálpar Á starfsárinu júlí 2017–júní 2018: – fékk 1531 fjölskylda inneignarkort fyrir matvöru í 2841 skipti. – naut 291 hjálparþurfi aðstoðar við lyfja- kaup í 578 skipti. – fengu foreldrar 186 grunnskólabarna aðstoð í upphafi skólaárs. – fengu 53 börn og unglingar undir átján ára aldri styrk til íþróttaiðkunar, tónlistar- náms og tómstundastarfs. – fékk 51 ungmenni styrk til greiðslu skólagjalda í framhaldsskólum og fyrir bóka- og efniskostnaði. – fengu um 1.000 einstaklingar og fjölskyld- ur notaðan fatnað hjá Hjálparstarfinu. – Í desember 2018 nutu 1244 fjölskyldur eða um 3350 einstaklingar um land allt sérstakrar aðstoðar til að geta gert sér dagamun á jólum. Hjálparstarf kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík, sími 528 4400, help@help.is, www.help.is @hjalparstarf.kirkjunnar, #hjalparstarfid 1 3 -0 4 -2 0 1 9 1 1 :2 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C F -B A B C 2 2 C F -B 9 8 0 2 2 C F -B 8 4 4 2 2 C F -B 7 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.