Fréttablaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 12
HEILBRIGÐISMÁL Bergið Head space
verður opnað í maí í Reykjavík en
það er þverfaglegt móttöku- og
stuðningsúrræði fyrir fólk undir 25
ára aldri. Í gær ákvað ríkisstjórnin
að veita samtals 60 milljónir til
verkefnisins.
Sigurþóra Bergsdóttir stofnaði
úrræðið sem fylgir hugmynda-
fræði lágþröskuldaþjónustunnar
Head space í Ástralíu og Danmörku.
Sonur Sigurþóru, Bergur Snær,
svipti sig lífi í kjölfar misnotkunar
og áfalla fyrir þremur árum. Hún
fékk húsnæðið að Suðurgötu 10
af hent fyrir nokkrum dögum. „Á
hverjum degi þegar ég geng hér inn,
þá kviknar bros,“ segir Sigurþóra
sem segist afar þakklát fyrir fjár-
stuðning ríkisstjórnar og Reykja-
víkurborgar. „Ég finn að það sem
við erum að gera er bæði rétt og
nauðsynlegt. Fimm ráðuneyti koma
að fjárveitingunni, það er held ég
fáheyrt og sýnir að ríkisstjórnin
ætlar sér að bæta geðheilbrigðis-
þjónustu við ungt fólk,“ segir hún.
Upp lýst var um fjár veitinguna á
mál þingi Geð hjálpar og Bergsins á
Grand Hóteli í gær. Sálfræðingurinn
Patrick McGorry, stofnandi Head-
space í Ástralíu, er staddur á Íslandi
og lýsir reynslu sinni af snemm-
tækri íhlutun.
„Ungt fólk hefur brýnustu þörf-
ina fyrir geðheilbrigðisþjónustu,
hins vegar hefur það í gegnum
tíðina haft einna minnstan aðgang
að henni,“ segir Patrick um ástæðu
þess að hann stofnaði Head space.
Markmið hans var að auka þjónustu
við ungt fólk og sníða hana betur að
þörfum þess.
„Þetta er lágþröskuldaþjónusta,“
segir Patrick og segir mikilvægt að
ungt fólk geti leitað eftir þjónustu
án tillits til þess hvort vandamálið
er stórt eða lítið. Þá sé áríðandi að
þjónustan sé ungu fólki að kostn-
aðarlausu, það hafi sjálft áhrif á
það hvernig hún er boðin fram og
að hún sé studd sérfræðiþekkingu.
„Umhverfið þarf að vera aðlað-
andi fyrir ungt fólk, það á að bjóða
það velkomið,“ segir Patrick og seg-
ist sjá úrræðið fyrir sér nánast eins
frjálsleg og kaffihús þótt það sé heil-
brigðisþjónusta.
Patrick hefur verið harðorður í
garð stjórnvalda víða um heim og
sagt aðskilnaðarstefnu ríkja í heil-
brigðisþjónustu þegar kemur að
fjárveitingum til geðheilbrigðis-
mála. „Já, það er augljóst. Meðferð
við geðsjúkdómum er vanrækt í
heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að
vera miklu mikilvægari bæði í
samfélagslegum og efnahagslegum
skilningi en til dæmis krabbameins-
meðferð. Þetta varðar mannréttindi
og þarna er verið að mismuna innan
heilbrigðiskerfisins. Reynsla sjúkl-
inga er sú að það ríki aðskilnaðar-
stefna,“ segir Patrick.
Hvað finnst honum vera ákjósan-
leg stefna í geðheilbrigðismálum?
„Heildstæð og samfelld þjónusta
á öllum stigum veikinda, sem er
fjármögnuð til jafns við þjónustu
vegna líkamlegra veikinda, og
samfélagsþjónusta sem er auðvelt
að nálgast,“ segir Patrick og leggur
mikla áherslu á að hlustað sé á
reynslu fólks með geðsjúkdóma.
Það fólk þurfi að hafa mikil áhrif á
þjónustuna.
kristjanabjorg@frettabladid.is
Ætti að vera jafn auðvelt að fá
hjálp og að fara á kaffihús
Bergið, stuðningssetur fyrir ungt fólk, verður rekið í anda Headspace-hugmyndafræðinnar sem byggir
á því að ungt fólk geti leitað sér aðstoðar án skilyrða og því sé tekið af hlýju og skilningi. Ríkisstjórnin
veitti sextíu milljónir til verkefnisins í gær. Húsnæði fyrir stuðningssetrið hefur fengist að Suðurgötu.
Tilkynnt var um fjárstuðning ríkisstjórnar á málfundi Geðhjálpar á Grand Hóteli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Bergið Headspace er
lágþrösk uldaþjón usta sem
bygg ir á ástr ölsku úrræði
fyr ir ungt fólk. Slík um
miðstöðvum hef ur meðal
ann ars verið komið upp í
Dan mörku. Hug mynda
fræðin bygg ist á því að ungt
fólk á aldr in um 12 til 25 ára
geti leitað sér aðstoðar við
áföllum eða hvers kyns
erfiðleikum sem valda því
hugarangri.
19.995
POLAROID
MINT LJÓSMYNDAPRENTARI
• Prentaðu myndirnar úr símanum á einfaldan hátt
• Bluetooth og NFC, það verður ekki einfaldara
• ZINK ljósmyndapappír, stærð 5,2x7,5cm 8.995
verð frá:
sjáðu fleiri flottar
fermingargjafir
elko.is/fermingargjafir
39.995
RAZER
LEIKJAVÖRUR
• Vandaðar leikjavörur frá Razer
• Fjölbreytt úrval í boði
SAMSUNG
GALAXY WATCH ACTIVE
• Góður skjár með Always On Display
• Vatnshelt að 50metrum, innbyggt GPS
• Rafhlaða sem endist og endist
• Virkar með Strava, Spotify, o.fl. forritum
it
A V
c
e
G R A N D I – L I N D I R – S K E I FA N – E L K O . I S
46.995
BOSE
QUIETCOMFORT 35 II
• Bluetooth, NFC, 3,5mm jack
• Allt að 20 klst. rafhlöðuending
• Active Noise-Canceling
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur úrskurðaði í gær að Sveinn
Andri Sveinsson, annar skiptastjóra
yfir þrotabúi WOW air, þyrfti ekki
að víkja eins og Arion banki hafði
farið fram á.
„Ég taldi þessa niðurstöðu vera
borðleggjandi, þannig að ég hef
ekkert látið þetta trufla mig,“ segir
Sveinn Andri.
Til að koma í veg fyrir frekari
ágreining hafi verið ákveðið að
hinn skiptastjórinn, Þorsteinn
Einarsson, muni sjá að mestu um
öll samskipti við Arion banka hvað
varðar uppgjör þrotabúsins.
Arion banki, sem telur sig vera
einn stærsta kröfuhafa þrotabúsins,
byggði kröfu sína á því að Sveinn
Andri væri vanhæfur vegna starfa
sinna sem lögmaður Sunshine Press
Productions og Datacell gegn Val-
itor.
Í úrskurði héraðsdóms segir að
Arion banki hafi ekki leitt í ljós nein
atriði í tengslum við umræddan
málarekstur sem leitt geti til þess
að Sveinn Andri teljist vanhæfur til
að vera skiptastjóri WOW.
Sveinn Andri segir vinnuna ganga
vel en af nógu sé að taka. „Það er
komið inn mikið magn krafna og
það er verið að ná utan um eignir.
Fyrstu skrefin í svona eru alltaf að
ná utan um þetta, tryggja hagsmuni
og eignir og jafnframt að halda þétt
utan um þær kröfur sem koma.”
Um sé að ræða afar óvenjulegt
þrotabú.
„Það kemur mikið magn krafna
frá farmiðakaupendum sem hafa
ekki getað notað miðana sína. Það
er búið að búa til ákveðið kerfi í
kringum þær kröfur,“ segir Sveinn
Andri. – sar, la
Verður áfram
skiptastjóri
Sveinn Andri Sveinsson verður
áfram annar skiptastjóra WOW.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
4
-2
0
1
9
1
1
:2
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
F
-7
F
7
C
2
2
C
F
-7
E
4
0
2
2
C
F
-7
D
0
4
2
2
C
F
-7
B
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K