Fréttablaðið - 13.04.2019, Síða 10
Ég hef nú þegar
unnið þessar
kosningar en þið þarfnist
mín.
Maneka Gandhi,
jafnréttismála ráðherra
Loforð hersins dugar
ekki til að lægja öldurnar.
SÚDAN Almennir borgarar munu
skipa næstu ríkisstjórn Súdans en
ekki hermenn. Þetta sagði Omar
Zain al-Abidin hershöfðingi sem
situr í herforingjastjórninni er
tekið hefur við eftir að herinn gerði
valdarán og steypti Omar al-Bashir
af stóli í vikunni. Sá hafði setið í
þrjátíu ár en alþjóðleg handtöku-
skipun hafði verið gefin út á hendur
honum vegna meintra stríðsglæpa
og glæpa gegn mannkyninu.
Moammed Awad Ibn Auf, varn-
armálaráðherra Súdans og fyrr-
verandi hershöfðingi, er yfir her-
foringjastjórninni. Hann sagði á
fimmtudag að nú tæki við aðlög-
unartímabil sem gæti varað í tvö
ár. Skemur ef hægt er að komast hjá
ringulreið í landinu.
Almenningur hafði lengi þrýst
á afsögn al-Bashir og mótmælt
honum mánuðum saman. Þótt
honum hafi verið steypt af stóli
standa mótmælin hins vegar enn
yfir. Mótmælendur gáfu lítið fyrir
orð al-Abidin um stjórn almennra
borgara í gær, samkvæmt Reuters.
Samtökin SPA, sem hafa talað fyrir
mótmælendur, sögðu að herfor-
ingjastjórnin væri ófær um að koma
á kerfisbreytingum í landinu. Ibn
Auf steig óvænt til hliðar seint í gær-
kvöldi eftir mótmælin.
„Þið munuð fá að leysa úr öllum
efnahags- og stjórnkerfisvandamál-
unum. Við höfum enga hugmynda-
fræði heldur erum við nú við völd til
að tryggja stöðugleika og öryggi og
tryggja það sömuleiðis að súdanska
þjóðin geti komið á breytingum,“
sagði al-Abidin. – þea
Almennir borgarar munu
stýra Súdan en ekki her
SVÍÞJÓÐ Hæstiréttur Svíþjóðar
úrskurðaði í gær að Julian Assange,
stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur
greiða um 115 milljónir króna í
málskostnað vegna rannsóknar á
kynferðisbrotamálum gegn honum.
Ákvörðunin er sögð ótengd því að
Assange var sviptur hæli sínu í ekva-
dorska sendiráðinu í Lundúnum og
handtekinn á fimmtudag.
Rannsókn var hætt fyrir tveimur
árum og þrjú mál af fjórum eru nú
fyrnd. En fyrst Assange hefur nú
verið sviptur hæli íhuga Svíar, sam-
kvæmt BBC, að taka fjórða málið
upp á ný. Það gæti hins vegar reynst
erfitt. Sven-Erik Alhem, fyrrverandi
saksóknari, sagði við sænska mið-
ilinn TT að vitnisburður í tíu ára
gömlum málum gæti einfaldlega
reynst of óáreiðanlegur.
Bandaríkin hafa farið fram á að
Assange verði framseldur. Þar er
hann sakaður um að skipuleggja
tölvuinnbrot í samráði við Chelsea
Manning, sem lak leyniskjölum til
WikiLeaks. – þea
Rukka Assange
um málskostnað
Nýskráður í okt 2007 | Keyrður 121,474km | Skipt um tímareim í 103,287km
Verð 400.00 staðgreitt | Upplýsingar í síma 618-9236
Til sölu
ný og lítið slitin dekk
Nafn stærð fjöldi gerð verð ástand
Coper 205/55/R16 2 heilsársdekk 5,000 kr. nýleg
Kingstar 185/65/R14 3 vetrardekk 5,000 kr. nýleg
Kingstar 195/65/R15 2 vetrardekk á felgum 5,000 kr. nýleg
Michelin 175/65/R14 2 Sumardekk nánast ný 10,000 kr. ný
Hankok 175/65/R14 2 sumardekk 7,500 kr. nýleg
Michelin 195/65/R15 4 sumardekk 30,000 kr. ný
Continental conti eco 195/55/R16 4 sumardekk 40,000 kr. ný
Bridgestone Duler 225/55/R18 4 sumardekk 40,000 kr. nýleg
Michelin ( Traffic) 195/75/R16c 4 á felgum vetrardekk 10,000 kr.
Kango álfelgur 175/65/R14 4 álfelgur 5,000 kr.
Kango stálfelgur 175/65/R14 4 stálfelgur 5,000 kr.
Kango stálfelgur 175/65/R14 4 stálfelgur 5,000 kr.
Kapnor 185/65/R14 3 5,000 kr. nýleg
Toyo 175/65/R14 3.5 Vetrardekk 5,000 kr. nýleg
Dunlop 265/65/R17 á felgum Toyota 50,000 kr. nýleg
Kumo 235/65/R17 4 sumardekk 30,000 kr. nýleg
Hankok 225/60/R17 4 sumardekk 30,000 kr. nýleg
Dunlop 235/55/R19 4 sumardekk 30,000 kr. nýleg
Michelin 195/65/R15 4 sumardekk/ný 10,000 kr. ný
Michelin 195/55/R16 16 sumardekk/ný 15,000 kr. ný
Til Sölu
Renault Kangoo árgerð 2007
E F L U M M I Ð B O R G I N A . A U G L Ý S T E R E F T I R U M S Ó K N U M
U M S T Y R K T I L V E R K E F N A Ú R M I Ð B O R G A R S J Ó Ð I .
Miðborgarsjóður
WWW.RVK.IS/
MIDBORGARSJODUR
Markmið sjóðsins er að
stuðla að fjölbreytni, frumkvæði,
nýsköpun og rannsóknum til að
efla miðborgina.
Við hvetjum alla til að sækja um!
Umsóknir þurfa að berast til og með 29. apríl nk.
INDLAND Kjörsókn fyrstu tvo daga
stærstu kosninga mannkynssög-
unnar virðist með ágætum. Þetta
kom fram á Reuters í gær en Indverj-
ar kjósa nú nýtt þing. Kosningarnar
standa yfir í 39 daga.
Narendra Modi forsætisráðherra,
BJP-flokkur hans og samstarfsflokk-
ar freista þess að halda meirihluta
sínum á þingi og benda kannanir
til þess að það takist. Kosningabar-
áttan er því afar hörð og þrír fram-
bjóðendur BJP vöktu athygli fyrir
ummæli sín á baráttufundum í gær.
Amit Shah, forseti flokksins, sagði
á fundi í Vestur-Bengal að ólöglegir
innflytjendur væru „eins og termítar
við Bengalflóa“. Hann lofaði því þess
vegna að ríkisstjórn BJP myndi tína
innflytjendurna upp af jörðinni og
kasta þeim, hverjum á fætur öðrum,
í Bengalflóann.
Þar átti hann við innflytjendur
frá grannríkinu Bangladess. Flestir
íbúa Bangladess eru múslimar en
BJP hefur verið kenndur við hindúa-
þjóðernishyggju. Shah sagði aukin-
heldur að BJP myndi veita hindúum,
búddistum, jaínistum og síkum frá
Bangladess og Pakistan ríkisborg-
ararétt.
Sanjay Jha, einn talsmanna Con-
gress-flokksins, andstæðinga BJP,
sagði í svari við ræðu Shah að hann
væri að reyna að sundra þjóðinni
eftir trúarlínum. „Pólitískt við-
skiptamódel BJP gengur út á að
kynda undir átök í samfélaginu.
Halda því á suðupunkti.“
Maneka Gandhi, ráðherra jafn-
réttismála og BJP-liði, sagði svo á
fundi með múslimum í Sultanpur
að þeir þyrftu að kjósa hana. Ann-
ars myndi hún ef til vill hafa minni
áhuga á að hlusta á þá. „Ég hef nú
þegar unnið þessar kosningar en þið
þarfnist mín. Þetta er ykkar tækifæri
til að byggja upp samband,“ sagði
ráðherrann, sem er tengdadóttir
Indiru Gandhi, fyrsta kvenforsætis-
ráðherrans.
Þá sagði Sakshi Maharaj, þing-
maður BJP-flokksins og frambjóð-
andi í Unnao, að kjósendur þyrftu
að greiða honum aktvæði sitt ellegar
myndi karma þeirra verða slæmt.
Karma er hugtak í trúarbrögðum af
indverskum uppruna sem gengur út
á að allar gjörðir valdi afleiðingum,
góðum eða slæmum.
„Þegar meinlætamaður ber að
dyrum og biður um ölmusu, grát-
biður ykkur og þið verðið ekki við
bón hans gæti hann gengið á brott
með mögulegt gott karma og skilið
slæmt karma eftir fyrir ykkur,“ sagði
hann á fundi með kjósendum.
Maharaj hefur reyndar áður látið
umdeild ummæli falla. Í síðasta
mánuði spáði hann því, samkvæmt
NDTV, að það yrðu engar þingkosn-
ingar árið 2024 eins og gert er ráð
fyrir. thorgnyr@frettabladid.is
Skrautleg ummæli í
kosningabaráttu BJP
Frambjóðendur BJP, flokks Narendras Modi, forsætisráðherra Indlands, vekja
athygli fyrir ummæli sín á öðrum degi þessara stærstu kosninga mannkyns-
sögunnar. Forseti flokksins vill kasta ólöglegum innflytjendum í Bengalflóa.
Amit Shah kallaði ólöglega innflytjendur termíta í ræðu í Vestur-Bengal. NORDICPHOTOS/AFP
1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
4
-2
0
1
9
1
1
:2
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
F
-9
3
3
C
2
2
C
F
-9
2
0
0
2
2
C
F
-9
0
C
4
2
2
C
F
-8
F
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K