Fréttablaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 32
Það eru tæplega átta ár síðan k y nferðisbrot séra George, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, og Margrétar Müller, kennslukonu
við skólann, komu upp á yfirborðið.
Þóra Tómasdóttir, þá blaðamaður á
Fréttatímanum, sagði á þeim tíma
frá því að fagráð á vegum innan
ríkisráðuneytis hefði til meðferðar
kynferðislegt of beldi gegn börnum
í skólanum. Þolendur stigu fram og
sögðu sögu sína í blaðinu.
Í ljós kom að kaþólska kirkjan var
frá árinu 1963 ítrekað upplýst um
framferði séra George en aðhafðist
ekkert og hann hélt áfram að kenna
börnum. Þolendur lýstu samtölum
við presta kirkjunnar sem sögðu
þeim einfaldlega að fyrirgefa séra
Georg. Sérstök rannsóknarnefnd
kaþólsku kirkjunnar var sett á
laggirnar til að kanna viðbrögð
kirkjunnar manna við þessum frá
sögnum og komst hún að því að
biskupar og starfsmenn kirkjunnar
brugðust skyldum sínum og tóku
þátt í að hylma yfir brot gegn börn
unum.
Ríkið áætlar að greiða hátt í 40
þolendum tæplega 300 milljónir
í sanngirnisbætur vegna málsins.
Sérstaka athygli vakti þó að kaþ
ólska kirkjan sendi á sínum tíma frá
sér yfirlýsingu þess efnis að henni
bæri ekki skylda til að greiða bætur
vegna málsins. Hún hefur þó greitt
nemanda bætur vegna kynferðis
of beldis, en um er að ræða lágar
fjárhæðir.
Formlegum tengslum Landakots
skóla og kaþólsku kirkjunnar var
slitið árið 2005 og skólinn er í dag
sjálfseignarstofnun með allt aðrar
áherslur en fyrri skóli. Séra George
lést árið 2008 og Margrét Müller
framdi sjálfsmorð fáeinum vikum
síðar. Hún kastaði sér úr turni
skólans þar sem séra George hafði
leyft henni að búa, að vísu í óþökk
margra starfsmanna skólans.
Þær Gunnþórunn, Þóra, Mar
grét og Kristín Andrea sem standa
að heimildarþáttunum um þessa
sögu eru sannfærðar um að umfang
málsins hafi ekki komið fram áður.
Íslenska ríkisstjórnin hafi þó unnið
af myndarskap í að rannsaka málið
og breytt lögum sérstaklega til að
geta greitt Landakotsbörnum sann
girnisbætur.
Kaþólska kirkjan haf i ekki
gengist fyllilega við ábyrgð sinni í
málinu. Það þurfi að tengja Landa
kotsmálið við kerfisbundið of beldi
gegn börnum sem viðgekkst í skjóli
kirkjunnar víða um heim .
Sagði upp vinnunni fyrir verkið
Gunnþórunn á hugmyndina að
verkinu og hafði samband við fram
leiðslufyrirtækið Skot Productions.
Kristín Andrea tók að sér að fram
leiða verkið. Seinna komu Margrét
og Þóra inn í teymið.
Gunnþórunn: „Þegar Þóra af
hjúpaði þetta mál á sínum tíma
fékk það mikið á mig. Ég gekk í
þennan skóla alla mína barnæsku,
frá fimm ára til fimmtán ára. Mar
grét Müller kenndi mér þegar ég var
átta ára gömul og séra George var
skólastjórinn minn þar til ég varð
tólf ára. Ég var barnshafandi að
frumburði mínum þegar málið kom
upp og fékk martraðir um þetta
fólk í marga mánuði. Ef ekki ár. Ég
laumaðist inn í skólann með bróður
mínum þetta sumar eftir umfjöllun
Fréttatímans og vildi ganga um
skólann til þess að athuga hvort
ég myndi eftir einhverju óvenju
legu. Það hvarflaði nefnilega aldrei
að mér að of beldið sem þau beittu
hefði verið kynferðislegt. En allir
vissu að Margrét gat verið grimm
við börn.
Ég gisti sjálf í turninum hjá Mar
gréti og fór tvisvar sinnum í sumar
búðirnar í Riftúni þar sem maður
varð vitni að alls kyns andlegu
of beldi en sem saklaust barn er
erfitt að gera sér í hugarlund hvort
svona hegðun sé eðlileg eða ekki.
Ég áttaði mig í raun ekki á því fyrr
en mörgum árum seinna. Ég var
mikið í kringum þetta fólk. Það má
því segja að þetta mál hafi heltekið
mig. Ég fylgdist með því hvernig það
þróaðist í fjölmiðlum, þeim brota
þolum sem stigu fram og á ákveðn
um tímapunkti fannst mér að það
þyrfti að setja þetta umfangsmikla
mál í samhengi og gera það upp . Ég
sagði upp vinnunni minni á Morg
unblaðinu til margra ára og settist á
skólabekk í kvikmyndagerð. Í raun
og veru til þess eins að af la mér
þekkingar til þess að geta unnið að
þessu eina verkefni. Ég leitaði svo til
góðra vina, Ingu Lindar Karlsdóttur
og Hlyns Sigurðssonar hjá Skot Pro
ductions, til að framleiða með mér.“
Þóra: „Ég var fengin í þetta verk
efni af því að ég hafði fjallað mikið
um það áður. Ég hafði áður gert
atlögu að því að berja saman heim
ildarverk um Landakotsmálið. Mig
hefur lengi langað til að gera því
almennileg skil hvernig starfsfólk
kaþólsku kirkjunnar fékk óáreitt
að beita skólabörn hrottafengnu
of beldi svo áratugum skipti. Nú
virðist tími til kominn að horfast í
augu við afleiðingarnar.“
Kristín Andrea: „Við teljum
heimildarmyndaformið það sterk
asta til að gera þessu máli góð skil
og reyna að teikna upp heildar
KAÞÓLSKA KIRKJAN HÉR
Á LANDI HEFUR VERIÐ
NÁTENGD KIRKJUNNI Í
HOLLANDI OG Í BANDA-
RÍKJUNUM. ÞAR HAFA
KOMIÐ UPP GRÍÐARLEGA
MÖRG BARNANÍÐSMÁL.
Gunnþórunn, Kristín Andrea, Margrét og Þóra eru sannfærðar um að umfang Landakotsmálsins hafi ekki komið fram áður og það sé umfangsmeira en áður var talið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þetta er ekki bara reykvísk saga
Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómas-
dóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir
handritshöfundur og Kristín Andrea Þórð-
ardóttir framleiðandi, vinna með Skot Pro-
ductions að gerð heimildarþátta um ofbeldi
séra George og Margrétar Müller í Landa-
kotsskóla. Þær kalla eftir fleiri frásögnum.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Margrét Müller. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Séra Georg við kennslu. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
4
-2
0
1
9
1
1
:2
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
F
-6
1
D
C
2
2
C
F
-6
0
A
0
2
2
C
F
-5
F
6
4
2
2
C
F
-5
E
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K