Fréttablaðið - 13.04.2019, Side 40
Fólkið í þorpinu hennar Natulinda Sadress benti á bága stöðu hennar og sagði að hún þyrfti helst af öllum á aðstoð að halda. Á fyrri myndinni er Sadress fyrir utan gamla kofann með barni sínu en á
þeirri síðari athugar hún hvernig virkar að setja vatnsbrúsann undir kranann á vatnstankinum sem er tilbúinn en enn á eftir að koma fyrir rörum á húsþakið og rennu yfir í tankinn til þess að safna
í hann rigningarvatni. Með henni á myndinni eru synir hennar.
Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar börn og unglinga í höfuðborginni Kampala en
líka fólkið í sveitinni sem býr við sára fátækt vegna HIV-smits og alnæmis.
Á árunum 2019–2021 aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar þær 24 fjölskyldur sem
verst eru staddar með því að reisa þeim múrsteinshús, vatnstank, eldaskála og
kamar. Fleiri, eða um 40 fjölskyldur í þorpunum, fá geitur til að drýgja tekjurnar.
Þær fá einnig sálfélagslegan stuðning og fræðslu um réttindi sín og skyldur
í samfélaginu ásamt fræðslu um hreinlæti og hollustuhætti.
Með munaðarlausum börnum,
ekkjum og ömmum í sveitum Úganda
Börnin sem Hjálparstarf kirkjunnar hjálpar í héruðun-
um Rakaí og Lyantonde búa við örbirgð vegna þess að
móðir þeirra, faðir eða jafnvel báðir foreldrar, eru
veikir eða hafa dáið af völdum alnæmis en í sveitinni
þar sem þau búa eru 12% íbúanna smituð af HIV.
Í Úganda getur fólk fengið lyf við sjúkdómnum án þess
að greiða fyrir þau en fólk sem býr við fátækt hefur
ekki efni á því að fara um langan veg á heilsugæslu-
stöðina til að láta athuga hvort það sé smitað og í
framhaldinu að fá reglulega lyfin sín.
Þegar fólk er orðið veikburða á það erfitt með að sjá
fjölskyldu sinni farborða. Þá er erfitt að gefa börnun-
um sínum að borða, klæða þau og útbúa í skólann. Það
er ekki rennandi vatn í krönum í sveitinni í Úganda
eins og hér á Íslandi heldur þarf að fara um langan
veg, oft í 5 km fjarlægð eftir vatni og stundum þarf
meira að segja að borga fyrir það. Þegar mamma er
lasburða verða krakkarnir að fara eftir vatninu og þá
er lítill tími til að læra.
Vegna þess að stórfjölskyldurnar búa við fátækt get-
ur það reynst munaðarlausum börnum erfitt að fá
nokkra hjálp. Þau búa því mörg hver í hriplekum moldar-
kofum án kamars og án eldhúss.
Þegar börn þurfa að sjá fyrir yngri systkinum sínum
hætta þau í skóla og stundum neyðast unglingsstelp-
ur til að selja líkama sinn til að börnin fái mat. Og þá
fer vítahringurinn af stað af því að oft vilja mennirnir
ekki nota smokk og þá sýkjast stelpurnar af HIV.
6 – Margt smátt ...
1
3
-0
4
-2
0
1
9
1
1
:2
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
F
-E
7
2
C
2
2
C
F
-E
5
F
0
2
2
C
F
-E
4
B
4
2
2
C
F
-E
3
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K